Erlent

Minnst 65 látnir eftir árásirnar

skemmdir kannaðar Þessir drengir skoðuðu skemmdirnar sem urðu eftir að bílasprengja sprakk í borginni Kirkuk í gærmorgun. nordicphotos/afp
skemmdir kannaðar Þessir drengir skoðuðu skemmdirnar sem urðu eftir að bílasprengja sprakk í borginni Kirkuk í gærmorgun. nordicphotos/afp
Að minnsta kosti 65 eru látnir eftir röð sprengjuárása í nokkrum borgum og bæjum í Írak í gær. Árásirnar beindust að mestu að sjíta-múslimum sem minntust þess að átta ár voru liðin frá láti klerksins Imam Moussa al-Kadhim.

Sextán sprengjur sprungu víða um landið og auk hinna látnu særðust yfir 200 manns. Fyrsta sprengjan sprakk í bænum Taji, norður af Bagdad, um klukkan fimm í gærmorgun. Sjö létust og tveir særðust. Fjórar fleiri sprengjur sprungu í gærmorgun í höfuðborginni þar sem 25 létust og yfir 70 særðust. Þá spungu tvær bílasprengjur í borginni Hillah, sunnan Bagdad, og lést 21 þar og 53 særðust.

Í Karbala, heilagri borg sjíta, létust tveir og í bænum Balad norður af höfuðborginni létust sjö eftir að tvær sprengjur sprungu í bílum. Sjö sprengjur til viðbótar sprungu í gærmorgun annars staðar í landinu. Meðal annars var gerð sprengjuárás á skrifstofur kúrdískra stjórnmálamanna.

Dagurinn í gær var sá blóðugasti síðan 5. janúar, en þá létust 78 manns í röð sprenginga sem beindust einnig að sjítum. Árásirnar voru einnig meðal þeirra mannskæðustu síðan bandarískt herlið fór frá landinu.

- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×