Bætt aðgengi að starfsnámi Björgvin G. Sigurðsson skrifar 31. maí 2012 06:00 Árlega stunda 7-8.000 nemendur hér á landi starfsnám af ýmsum toga á framhaldsskólastigi. Flestir þeirra þurfa að ljúka vinnustaðanámi eða starfsþjálfun á námsbraut sinni sem getur tekið allt frá 3 vikum til 126 af heildarnámsferli þeirra. Skilvirkasta leiðin til að draga verulega úr brottfalli á framhaldsskólastigi, sem er eitt það mesta í OECD, er án efa að efla iðn- og starfsnám. Með því skapast mikil samfélagsleg verðmæti í yfirgripsmikilli verk- og tækniþekkingu. Með þetta að leiðarljósi er allsherjar- og menntamálanefnd nú að ljúka vinnu við frumvarp menntamálaráðherra um vinnustaðanámssjóði. Vonir standa til að málið verði að lögum í vor en með því er stigið stórt skref til eflingar starfsnáms í skólakerfi okkar sem er eitt mikilvægasta markmið íslenskra menntamála í dag. Stórt skref í þá átt er áður nefnd rammalöggjöf um vinnustaðanámsjóð. Tilkoma sjóðsins mun auðvelda iðn- og starfsnámsnemum verulega að komast í vinnustaðanám, í mörgum tilfellum á samning hjá meistara. Það hefur á stundum reynst nemum örðugt að komast að í vinnustaðanámi eða á samning hjá meistara. Nauðsyn þess að skapa fjárhagslegan hvata til að mæta kostnaði af náminu hefur lengi legið fyrir ásamt þörfinni á því að auka möguleika nemenda á að ljúka starfsnámi sínu á eðlilegum tíma. Því mun tilkoma sjóðsins efla og styrkja verk- og tæknimenntun í íslenskum skólum svo um munar. Á stundum hefur það komið í veg fyrir að námsmaður ljúki sínu námi að ekki tekst að komast að hjá meistara í faginu eða í verklega þjálfun af öðru tagi. Vandkvæðum er háð að tryggja það alveg með því að skylda fyrirtæki til þess að taka nema í vinnustaðanám. Vinnustaðanámssjóður kemur hins vegar til móts við kostnaðinn sem af því hlýst fyrir viðkomandi fyrirtæki eða stofnun. Þá er með tilkomu sjóðsins gert ráð fyrir að gerðar verði meiri og skýrari kröfur um gæði náms, skipulag þess og framkvæmd en verið hefur. Samkvæmt eðli máls fer starfsnám á framhaldsskólastigi fram hvorutveggja í skóla og á vinnustað. Fram að þessu hafa ekki verið tök á að mæta kostnaði fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms en með tilkomu sjóðsins skapast tækifæri til þess ásamt því að bæta verulega aðgengi nemenda að þessum hluta iðn- og starfsnáms. Vinnustaðanámssjóðurinn tekur til allra löggiltra iðngreina auk starfsnáms í greinum á borð við skólaliða, félagsliða og allar slíkar greinar í heilbrigðisfræðum. Með sjóðnum komum við á því heppilega fyrirkomulagi í verklegu námi að allir nemendur gangi frá skuldbindandi samningi á milli sín og þess sem tekur vinnustaðanámið að sér með aðkomu skólans. Sérstaklega þarf að skoða við lagasetninguna hvort ekki sé rétt að skólinn verði formlegur aðili að slíkum samningi. Þetta fyrirkomulag gerir margt í senn; auðveldar nemanda að komast í starfsþjálfun og tryggir gæði og samfellu í náminu, auk þess að auðvelda fyrirtækjum og stofnunum að taka til sín námsmenn í þjálfun. Því treysti ég því að Alþingi sjái út úr kófi átaka og málþófs og geri umrætt frumvarp um vinnustaðanámssjóð að lögum áður en þingi lýkur í sumarbyrjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Árlega stunda 7-8.000 nemendur hér á landi starfsnám af ýmsum toga á framhaldsskólastigi. Flestir þeirra þurfa að ljúka vinnustaðanámi eða starfsþjálfun á námsbraut sinni sem getur tekið allt frá 3 vikum til 126 af heildarnámsferli þeirra. Skilvirkasta leiðin til að draga verulega úr brottfalli á framhaldsskólastigi, sem er eitt það mesta í OECD, er án efa að efla iðn- og starfsnám. Með því skapast mikil samfélagsleg verðmæti í yfirgripsmikilli verk- og tækniþekkingu. Með þetta að leiðarljósi er allsherjar- og menntamálanefnd nú að ljúka vinnu við frumvarp menntamálaráðherra um vinnustaðanámssjóði. Vonir standa til að málið verði að lögum í vor en með því er stigið stórt skref til eflingar starfsnáms í skólakerfi okkar sem er eitt mikilvægasta markmið íslenskra menntamála í dag. Stórt skref í þá átt er áður nefnd rammalöggjöf um vinnustaðanámsjóð. Tilkoma sjóðsins mun auðvelda iðn- og starfsnámsnemum verulega að komast í vinnustaðanám, í mörgum tilfellum á samning hjá meistara. Það hefur á stundum reynst nemum örðugt að komast að í vinnustaðanámi eða á samning hjá meistara. Nauðsyn þess að skapa fjárhagslegan hvata til að mæta kostnaði af náminu hefur lengi legið fyrir ásamt þörfinni á því að auka möguleika nemenda á að ljúka starfsnámi sínu á eðlilegum tíma. Því mun tilkoma sjóðsins efla og styrkja verk- og tæknimenntun í íslenskum skólum svo um munar. Á stundum hefur það komið í veg fyrir að námsmaður ljúki sínu námi að ekki tekst að komast að hjá meistara í faginu eða í verklega þjálfun af öðru tagi. Vandkvæðum er háð að tryggja það alveg með því að skylda fyrirtæki til þess að taka nema í vinnustaðanám. Vinnustaðanámssjóður kemur hins vegar til móts við kostnaðinn sem af því hlýst fyrir viðkomandi fyrirtæki eða stofnun. Þá er með tilkomu sjóðsins gert ráð fyrir að gerðar verði meiri og skýrari kröfur um gæði náms, skipulag þess og framkvæmd en verið hefur. Samkvæmt eðli máls fer starfsnám á framhaldsskólastigi fram hvorutveggja í skóla og á vinnustað. Fram að þessu hafa ekki verið tök á að mæta kostnaði fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms en með tilkomu sjóðsins skapast tækifæri til þess ásamt því að bæta verulega aðgengi nemenda að þessum hluta iðn- og starfsnáms. Vinnustaðanámssjóðurinn tekur til allra löggiltra iðngreina auk starfsnáms í greinum á borð við skólaliða, félagsliða og allar slíkar greinar í heilbrigðisfræðum. Með sjóðnum komum við á því heppilega fyrirkomulagi í verklegu námi að allir nemendur gangi frá skuldbindandi samningi á milli sín og þess sem tekur vinnustaðanámið að sér með aðkomu skólans. Sérstaklega þarf að skoða við lagasetninguna hvort ekki sé rétt að skólinn verði formlegur aðili að slíkum samningi. Þetta fyrirkomulag gerir margt í senn; auðveldar nemanda að komast í starfsþjálfun og tryggir gæði og samfellu í náminu, auk þess að auðvelda fyrirtækjum og stofnunum að taka til sín námsmenn í þjálfun. Því treysti ég því að Alþingi sjái út úr kófi átaka og málþófs og geri umrætt frumvarp um vinnustaðanámssjóð að lögum áður en þingi lýkur í sumarbyrjun.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun