Vekur upp spurningar um framtíð fjármálakerfisins 23. maí 2012 22:00 Jamie Dimon, forstjóri JP Morgan Chase. Gríðarlegt tap sem bandaríski bankarisinn JPMorgan Chase tilkynnti nýverið um hefur sett umræðuna um hvað sé hæfilegt regluverk fyrir alþjóðlega fjármálakerfið á fullt aftur í Bandaríkjunum. JPMorgan, sem slapp merkilega vel út úr alþjóðlegu fjármálakreppunni árið 2008, hefur leitt baráttu bankanna á Wall Street gegn hugmyndum bandarískra stjórnvalda um strangara regluverk utan um fjármálakerfið. Nýlegt tap bankans þykir hins vegar hafa dregið úr trúverðugleika bankans sem hefur haldið því fram að breytingar sem gerðar hafi verið á áhættustýringu bankanna útiloki að önnur fjármálakreppa lík þeirri sem varð 2008 geti átt sér stað. Tapið hefur því reynst vopn í höndum þeirra sem barist hafa fyrir strangari reglum um eigin viðskipti fjármálastofnana. Forsaga málsins er sú að nýverið var greint frá því að JPMorgan hefði tapað 2 milljörðum Bandaríkjadala, jafngildi rúmra 250 milljarða króna, vegna stórrar stöðu með skuldabréfum traustra fyrirtækja í Evrópu og Bandaríkjunum. Var staðan svo stór að miðlarinn sem bar ábyrgð á henni var kallaður hvalurinn frá London í öðrum fjármálastofnunum. Þá hefur bankanum enn ekki tekist að loka allri stöðu sinni og því er talið að heildartapið kunni að hækka upp í allt að 5 milljarða dala áður en yfir lýkur. Staðan og tapið vegna hennar hafa vakið upp minningar frá alþjóðlegu fjármálakreppunni en segja má að bankinn hafi líkt og þá veðjað eins og eitthvað sem var ólíklegt gæti ekki gerst. Í þetta skiptið var það að skuldabréf traustra fyrirtækja myndu gefa minna af sér en búist hafði verið við en þá var það að bandaríski húsnæðismarkaðurinn myndi hrynja. Þrátt fyrir tapið er staða JPMorgan sterk og er almennt búist við því að fyrirtækið muni tilkynna um verulegan hagnað á öðrum ársfjórðungi ársins. Það þykir þó hið vandræðalegasta fyrir bankann vegna orðspors hans sem sá besti þegar kemur að áhættustýringu og vegna ummæla forstjóra hans, Jamie Dimon, sem sagði fjölmiðla gera úlfalda úr mýflugu þegar þeir hófu að fjalla um stöðuna fyrir nokkrum mánuðum áður en bankinn hóf að vinda ofan af stöðunni og tilkynnti um tapið. - mþl Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gríðarlegt tap sem bandaríski bankarisinn JPMorgan Chase tilkynnti nýverið um hefur sett umræðuna um hvað sé hæfilegt regluverk fyrir alþjóðlega fjármálakerfið á fullt aftur í Bandaríkjunum. JPMorgan, sem slapp merkilega vel út úr alþjóðlegu fjármálakreppunni árið 2008, hefur leitt baráttu bankanna á Wall Street gegn hugmyndum bandarískra stjórnvalda um strangara regluverk utan um fjármálakerfið. Nýlegt tap bankans þykir hins vegar hafa dregið úr trúverðugleika bankans sem hefur haldið því fram að breytingar sem gerðar hafi verið á áhættustýringu bankanna útiloki að önnur fjármálakreppa lík þeirri sem varð 2008 geti átt sér stað. Tapið hefur því reynst vopn í höndum þeirra sem barist hafa fyrir strangari reglum um eigin viðskipti fjármálastofnana. Forsaga málsins er sú að nýverið var greint frá því að JPMorgan hefði tapað 2 milljörðum Bandaríkjadala, jafngildi rúmra 250 milljarða króna, vegna stórrar stöðu með skuldabréfum traustra fyrirtækja í Evrópu og Bandaríkjunum. Var staðan svo stór að miðlarinn sem bar ábyrgð á henni var kallaður hvalurinn frá London í öðrum fjármálastofnunum. Þá hefur bankanum enn ekki tekist að loka allri stöðu sinni og því er talið að heildartapið kunni að hækka upp í allt að 5 milljarða dala áður en yfir lýkur. Staðan og tapið vegna hennar hafa vakið upp minningar frá alþjóðlegu fjármálakreppunni en segja má að bankinn hafi líkt og þá veðjað eins og eitthvað sem var ólíklegt gæti ekki gerst. Í þetta skiptið var það að skuldabréf traustra fyrirtækja myndu gefa minna af sér en búist hafði verið við en þá var það að bandaríski húsnæðismarkaðurinn myndi hrynja. Þrátt fyrir tapið er staða JPMorgan sterk og er almennt búist við því að fyrirtækið muni tilkynna um verulegan hagnað á öðrum ársfjórðungi ársins. Það þykir þó hið vandræðalegasta fyrir bankann vegna orðspors hans sem sá besti þegar kemur að áhættustýringu og vegna ummæla forstjóra hans, Jamie Dimon, sem sagði fjölmiðla gera úlfalda úr mýflugu þegar þeir hófu að fjalla um stöðuna fyrir nokkrum mánuðum áður en bankinn hóf að vinda ofan af stöðunni og tilkynnti um tapið. - mþl
Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira