Eygló Ósk: Framar mínum væntingum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2012 08:30 Eygló Ósk er aðeins sautján ára gömul en náði frábærum árangri á ÍM 50 um helgina. Fréttablaðið/Valli Velheppnuðu Íslandsmóti í 50 m laug lauk í Laugardalslauginni í gær. Alls féllu fimmtán Íslandsmet á mótinu auk þess sem eitt var jafnað. Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sarah Blake Bateman og Anton Sveinn McKee, öll úr Ægi, voru fyrirferðarmikil um helgina og áttu þátt í flestöllum metunum. Eygló Ósk bætti Íslandsmet í fjórum einstaklingsgreinum auk þess að bæta þrjú Íslandsmet með boðssundssveit Ægis. Hún var eini keppandi mótsins sem náði Ólympíulágmarki en það gerði hún með glæsilegu sundi í 200 m baksundi. „Ég er mjög ánægð með helgina og náði öllum mínum markmiðum," sagði Eygló Ósk við Fréttablaðið í gær. „Það stóð auðvitað upp úr að ná lágmarkinu en árangurinn í 200 m fjórsundinu kom einnig á óvart," bætti hún við. Eygló náði svokölluðum OST-lágmörkum, sem má líkja við gömlu B-lágmörkin, í 200 m fjórsundi og 100 m baksundi um helgina. Þar sem hún er komin inn á leikana í 200 m baksundinu dugir henni OST-lágmark til að fá keppnisrétt í öðrum greinum. „Þetta er framar mínum væntingum. Tímabilið hefur gengið mjög vel hjá mér og ég er mjög ánægð með þjálfarann minn. Ég er vonandi rétt að byrja," sagði hún en Eygló er einungis sautján ára gömul og á því sannarlega framtíðina fyrir sér. Sarah Blake keppti á leikunum í Peking fyrir fjórum árum og stefnir á að bæta árangur sinn í Lundúnum. Hana vantar lítið upp á að ná lágmarkinu í 50 m skriðsundi en hún var aðeins 0,04 sekúndum frá lágmarkinu á móti í Bandaríkjunum í lok mars. Hún bætti þrjú Íslandsmet í einstaklingsgreinum um helgina og þrjú boðssundsmet með Ægi. Hún hefur náð OST-lágmarki í tveimur greinum og ætlar að ná Ólympíulágmarkinu í 50 m skriðsundi. „Ég stefni á að ná því á EM og hef ég í raun ekki áhyggjur af því. Það er spennandi sumar fram undan," sagði hún. „Tímabilið hefur verið gott hjá mér og hef ég æft mikið síðustu vikurnar. Það er alveg ljóst að ég mun bæta mig mikið frá síðustu Ólympíuleikum." Anton Sveinn bætti Íslandsmetið í þremur greinum auk þess að jafna met Arnar Arnarsonar í 400 m skriðsundi karla á fimmtudagskvöldið. Hann hefur nú náð OST-lágmörkum í tveimur greinum og vakti það sérstaka athygli í gær þegar hann stórbætti eigið Íslandsmet í 400 m fjórsundi karla um tæpar þrjár sekúndur. Gamla metið hans var ekki nema um tveggja vikna gamalt. Það má því búast við að það fjölgi í sundsveit Íslands fyrir Ólympíuleikana á næstunni en margir eru nálægt því að bætast í hópinn. Sund Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Sjá meira
Velheppnuðu Íslandsmóti í 50 m laug lauk í Laugardalslauginni í gær. Alls féllu fimmtán Íslandsmet á mótinu auk þess sem eitt var jafnað. Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sarah Blake Bateman og Anton Sveinn McKee, öll úr Ægi, voru fyrirferðarmikil um helgina og áttu þátt í flestöllum metunum. Eygló Ósk bætti Íslandsmet í fjórum einstaklingsgreinum auk þess að bæta þrjú Íslandsmet með boðssundssveit Ægis. Hún var eini keppandi mótsins sem náði Ólympíulágmarki en það gerði hún með glæsilegu sundi í 200 m baksundi. „Ég er mjög ánægð með helgina og náði öllum mínum markmiðum," sagði Eygló Ósk við Fréttablaðið í gær. „Það stóð auðvitað upp úr að ná lágmarkinu en árangurinn í 200 m fjórsundinu kom einnig á óvart," bætti hún við. Eygló náði svokölluðum OST-lágmörkum, sem má líkja við gömlu B-lágmörkin, í 200 m fjórsundi og 100 m baksundi um helgina. Þar sem hún er komin inn á leikana í 200 m baksundinu dugir henni OST-lágmark til að fá keppnisrétt í öðrum greinum. „Þetta er framar mínum væntingum. Tímabilið hefur gengið mjög vel hjá mér og ég er mjög ánægð með þjálfarann minn. Ég er vonandi rétt að byrja," sagði hún en Eygló er einungis sautján ára gömul og á því sannarlega framtíðina fyrir sér. Sarah Blake keppti á leikunum í Peking fyrir fjórum árum og stefnir á að bæta árangur sinn í Lundúnum. Hana vantar lítið upp á að ná lágmarkinu í 50 m skriðsundi en hún var aðeins 0,04 sekúndum frá lágmarkinu á móti í Bandaríkjunum í lok mars. Hún bætti þrjú Íslandsmet í einstaklingsgreinum um helgina og þrjú boðssundsmet með Ægi. Hún hefur náð OST-lágmarki í tveimur greinum og ætlar að ná Ólympíulágmarkinu í 50 m skriðsundi. „Ég stefni á að ná því á EM og hef ég í raun ekki áhyggjur af því. Það er spennandi sumar fram undan," sagði hún. „Tímabilið hefur verið gott hjá mér og hef ég æft mikið síðustu vikurnar. Það er alveg ljóst að ég mun bæta mig mikið frá síðustu Ólympíuleikum." Anton Sveinn bætti Íslandsmetið í þremur greinum auk þess að jafna met Arnar Arnarsonar í 400 m skriðsundi karla á fimmtudagskvöldið. Hann hefur nú náð OST-lágmörkum í tveimur greinum og vakti það sérstaka athygli í gær þegar hann stórbætti eigið Íslandsmet í 400 m fjórsundi karla um tæpar þrjár sekúndur. Gamla metið hans var ekki nema um tveggja vikna gamalt. Það má því búast við að það fjölgi í sundsveit Íslands fyrir Ólympíuleikana á næstunni en margir eru nálægt því að bætast í hópinn.
Sund Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Sjá meira
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti