Flest lönd búin að velja lögin í Eurovision 11. mars 2012 11:00 Tuttugu og tvö lönd keppa til úrslita í Eurovision-söngvakeppninni í Baku í lok maí og er búið að velja lög og flytjendur í öllum löndum nema þremur. Hópur eldri kvenna sem syngur þjóðlagatónlist í þjóðlegum klæðum og gengur undir nafninu Buranovskiye Babushki, eða Buranovski ömmurnar, hefur vakið mikla athygli síðan þær voru kosnar áfram sem framlag Rússa nú í vikunni. Dömurnar sex eru allar komnar vel á efri ár og eru frá óþekktu smáþorpi í Rússlandi sem heitir Udmurt. Þar vinna þær baki brotnu á býlum sínum og hafa sitt lifibrauð af því. Ömmurnar lentu í þriðja sæti í undankeppninni í Rússlandi árið 2010 en í þetta skipti gengu hlutirnir betur og sigruðu þær meðal annars teymi Dima Bilan, sem kom Rússum í annað sætið í keppninni árið 2006, og Juliu Volkova, sem var annar helmingur T.A.T.U teymisins sem hreppti þriðja sætið árið 2003. Ömmurnar eru þó ekki einu ellilífeyrisþegar keppninnar í ár, því Bretar leituðu í reynslubanka hins 75 ára gamla Engelberts Humperdinck í þeirri von að 45 ára reynsla hans úr bransanum komi til með að skila þeim árangri. Framlag Hollendinga hefur vakið athygli þar sem flytjandinn Joan Franka klæddist indíánabúningi á sviði í undankeppninni. Írar senda strákana í Jedward aftur til leiks, en dúettinn keppti einnig fyrir hönd landsins í fyrra og lenti þá í 8.sæti. Austurríki sendir líka strákadúett til Baku, hipphopp dúettinn Trackshittaz, sem sigraði undankeppnina í ár eftir að hafa lent í öðru sæti í fyrra. Sætir strákar verða vinsælir þátttakendur í ár. Fyrrum Idol-keppandi og rokkari, sem er ófeiminn við að sýna líkama sinn, keppir fyrir hönd Slóvaka og Tyrkir senda Can Bonomo sem hefur verið að slá í gegn á YouTube að undanförnu. Sjá má lag hans hér fyrir ofan. Litháen, Eistland og Noregur eru meðal landa sem senda einnig unga og myndarlega drengi sem sinn fulltrúa. Þann 17. mars munu Belgar kynna framlag sitt síðastir þjóða, og munu þar með allir flytjendur og öll lög liggja fyrir. [email protected] Tónlist Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tuttugu og tvö lönd keppa til úrslita í Eurovision-söngvakeppninni í Baku í lok maí og er búið að velja lög og flytjendur í öllum löndum nema þremur. Hópur eldri kvenna sem syngur þjóðlagatónlist í þjóðlegum klæðum og gengur undir nafninu Buranovskiye Babushki, eða Buranovski ömmurnar, hefur vakið mikla athygli síðan þær voru kosnar áfram sem framlag Rússa nú í vikunni. Dömurnar sex eru allar komnar vel á efri ár og eru frá óþekktu smáþorpi í Rússlandi sem heitir Udmurt. Þar vinna þær baki brotnu á býlum sínum og hafa sitt lifibrauð af því. Ömmurnar lentu í þriðja sæti í undankeppninni í Rússlandi árið 2010 en í þetta skipti gengu hlutirnir betur og sigruðu þær meðal annars teymi Dima Bilan, sem kom Rússum í annað sætið í keppninni árið 2006, og Juliu Volkova, sem var annar helmingur T.A.T.U teymisins sem hreppti þriðja sætið árið 2003. Ömmurnar eru þó ekki einu ellilífeyrisþegar keppninnar í ár, því Bretar leituðu í reynslubanka hins 75 ára gamla Engelberts Humperdinck í þeirri von að 45 ára reynsla hans úr bransanum komi til með að skila þeim árangri. Framlag Hollendinga hefur vakið athygli þar sem flytjandinn Joan Franka klæddist indíánabúningi á sviði í undankeppninni. Írar senda strákana í Jedward aftur til leiks, en dúettinn keppti einnig fyrir hönd landsins í fyrra og lenti þá í 8.sæti. Austurríki sendir líka strákadúett til Baku, hipphopp dúettinn Trackshittaz, sem sigraði undankeppnina í ár eftir að hafa lent í öðru sæti í fyrra. Sætir strákar verða vinsælir þátttakendur í ár. Fyrrum Idol-keppandi og rokkari, sem er ófeiminn við að sýna líkama sinn, keppir fyrir hönd Slóvaka og Tyrkir senda Can Bonomo sem hefur verið að slá í gegn á YouTube að undanförnu. Sjá má lag hans hér fyrir ofan. Litháen, Eistland og Noregur eru meðal landa sem senda einnig unga og myndarlega drengi sem sinn fulltrúa. Þann 17. mars munu Belgar kynna framlag sitt síðastir þjóða, og munu þar með allir flytjendur og öll lög liggja fyrir. [email protected]
Tónlist Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira