Nýtum visku og hæfileika kvenna Regína Bjarnadóttir skrifar 24. febrúar 2012 06:00 Árið 2011 var merkisár hjá landsnefnd UN Women á Íslandi. Þetta var fyrsta starfsár UN Women á Íslandi, þar sem UNIFEM varð að UN Women um áramótin 2010-2011. Þá var ákveðið að halda fjáröflunar- og vitundarvakningarviku í annað sinn, svokallaða „Fiðrildaviku", sem tókst með glæsibrag. Einnig framleiddi landsnefndin sérstakar UN Women töskur með dyggri aðstoð hönnuðanna Kötlu Rósar Völudóttur og Ragnars Más Nikulássonar, sem vöktu mikla athygli og hreinlega fuku út. Í lok árs 2011 gat UN Women á Íslandi með stolti aukið framlag sitt til verkefna víða um heim um 140% frá fyrra ári. Ég vil fyrir hönd stjórnar UN Women á Íslandi þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóginn og gáfu vinnu sína til þessa þarfa málefnis. Fyrir frjáls félagasamtök með takmarkaða yfirbyggingu er þátttaka sjálfboðaliða lykilatriði til þess að ná árangri. Með þennan stóra og góða hóp styrktaraðila getum við áorkað miklu og hvet ég alla stuðningsaðila til að vera virkir þátttakendur í starfinu á komandi árum. Einnig vil ég þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem lögðu okkur lið á árinu, bæði með fjárframlögum og vinnuframlagi. Félagsmönnum í landsnefnd UN Women á Íslandi og mánaðarlegum styrktaraðilum í „Systralaginu" svonefnda hefur fjölgað umtalsvert undanfarið ár og gleður það okkur mjög. Það er greinilegt að almenningur lætur sig málefni kvenna um allan heim varða og er tilbúinn að leggja jafnréttisbaráttunni lið, jafnvel þótt víða kreppi að. Mikið hefur áunnist á undanförnum árum fyrir tilstuðlan UN Women. Engu að síður eru verkefni framtíðarinnar ærin. Meginmarkmið UN Women á Ísland eru að vera málsvari kvenna í þróunarlöndum og á átakasvæðum, kynna og efla áhuga almennings á starfsemi UN Women, þrýsta á stjórnvöld að aðhafast í málefnum er varða jafnan rétt kynjanna og síðast en ekki síst að afla fjárframlaga til að styrkja verkefni þar sem vandamálin eru stærst. UN Women á Íslandi mun halda áfram af fullum krafti að sinna þessu mikilvæga hlutverki sínu og veita konum um allan heim byr undir báða vængi til að eygja von um að brjótast út úr aðstæðum fátæktar, sjúkdóma, ofbeldis og óréttlætis. Við hvetjum alla sem láta sig málefnið varða til að taka þátt í því starfi með okkur. Ég læt Michelle Bachelet, framkvæmdastýru UN Women, eiga lokaorðin: „Við köllum eftir dyggum stuðningi við að efla mátt kvenna og jafnrétti kynjanna. Á þessum tímum óvissu og örbirgðar megum við ekki láta niðurskurð bitna á framförum kvenréttinda. Við þurfum ekki aðeins að halda því í horfinu sem áunnist hefur, heldur halda áfram að taka framförum. Með auknum kröfum um réttlæti, pólitískum breytingum og kosningum í nánd höfum við tækifæri til að opna dyrnar fyrir konur. Við höfum ekki lengur efni á að halda konum niðri, við þurfum á visku og hæfileikum kvenna að halda í heiminum, sama hvort um er að ræða fæðuöryggi, efnahagslegar framfarir, heilsu eða frið og öryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Árið 2011 var merkisár hjá landsnefnd UN Women á Íslandi. Þetta var fyrsta starfsár UN Women á Íslandi, þar sem UNIFEM varð að UN Women um áramótin 2010-2011. Þá var ákveðið að halda fjáröflunar- og vitundarvakningarviku í annað sinn, svokallaða „Fiðrildaviku", sem tókst með glæsibrag. Einnig framleiddi landsnefndin sérstakar UN Women töskur með dyggri aðstoð hönnuðanna Kötlu Rósar Völudóttur og Ragnars Más Nikulássonar, sem vöktu mikla athygli og hreinlega fuku út. Í lok árs 2011 gat UN Women á Íslandi með stolti aukið framlag sitt til verkefna víða um heim um 140% frá fyrra ári. Ég vil fyrir hönd stjórnar UN Women á Íslandi þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóginn og gáfu vinnu sína til þessa þarfa málefnis. Fyrir frjáls félagasamtök með takmarkaða yfirbyggingu er þátttaka sjálfboðaliða lykilatriði til þess að ná árangri. Með þennan stóra og góða hóp styrktaraðila getum við áorkað miklu og hvet ég alla stuðningsaðila til að vera virkir þátttakendur í starfinu á komandi árum. Einnig vil ég þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem lögðu okkur lið á árinu, bæði með fjárframlögum og vinnuframlagi. Félagsmönnum í landsnefnd UN Women á Íslandi og mánaðarlegum styrktaraðilum í „Systralaginu" svonefnda hefur fjölgað umtalsvert undanfarið ár og gleður það okkur mjög. Það er greinilegt að almenningur lætur sig málefni kvenna um allan heim varða og er tilbúinn að leggja jafnréttisbaráttunni lið, jafnvel þótt víða kreppi að. Mikið hefur áunnist á undanförnum árum fyrir tilstuðlan UN Women. Engu að síður eru verkefni framtíðarinnar ærin. Meginmarkmið UN Women á Ísland eru að vera málsvari kvenna í þróunarlöndum og á átakasvæðum, kynna og efla áhuga almennings á starfsemi UN Women, þrýsta á stjórnvöld að aðhafast í málefnum er varða jafnan rétt kynjanna og síðast en ekki síst að afla fjárframlaga til að styrkja verkefni þar sem vandamálin eru stærst. UN Women á Íslandi mun halda áfram af fullum krafti að sinna þessu mikilvæga hlutverki sínu og veita konum um allan heim byr undir báða vængi til að eygja von um að brjótast út úr aðstæðum fátæktar, sjúkdóma, ofbeldis og óréttlætis. Við hvetjum alla sem láta sig málefnið varða til að taka þátt í því starfi með okkur. Ég læt Michelle Bachelet, framkvæmdastýru UN Women, eiga lokaorðin: „Við köllum eftir dyggum stuðningi við að efla mátt kvenna og jafnrétti kynjanna. Á þessum tímum óvissu og örbirgðar megum við ekki láta niðurskurð bitna á framförum kvenréttinda. Við þurfum ekki aðeins að halda því í horfinu sem áunnist hefur, heldur halda áfram að taka framförum. Með auknum kröfum um réttlæti, pólitískum breytingum og kosningum í nánd höfum við tækifæri til að opna dyrnar fyrir konur. Við höfum ekki lengur efni á að halda konum niðri, við þurfum á visku og hæfileikum kvenna að halda í heiminum, sama hvort um er að ræða fæðuöryggi, efnahagslegar framfarir, heilsu eða frið og öryggi.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun