Nýtingarsamningar sem framtíðarleið Jóhann Ársælsson skrifar 22. febrúar 2012 06:00 Hér fer á eftir tillaga að leið sem er ætlað að skapa jafnræðisgrundvöll fyrir útgerðarfyrirtæki til að þróast í, jafnframt því að þjóðin fái notið eðlilegs arðs af nýtingu auðlindarinnar. Leið sem er ætlað að koma á stöðugu en lifandi og þjálu umhverfi fyrir sjávarútveginn. Þessi tillaga er um aðferð (% og árafjölda ber að taka með fyrirvara) við að ná markmiðum um þjóðareign á auðlindum sjávar á grundvelli „samningaleiðarinnar". Hér er einungis fjallað um langtíma veiðirétt (aflahlutdeildir). 1. Gerðir verði nýtingarsamningar við einstakar útgerðir til 15 ára á grundvelli þeirra aflahlutdeilda sem þær hafa nú. 2. Nýtingarsamningarnir verði afmarkaðir í 15 hluti og verði stysti samningurinn til eins árs en sá lengsti til 15 ára. Ári eftir gildistöku kerfisins koma því fyrstu samningarnir til endurráðstöfunar og stöðugt og jafnt eftir það. 3. Nýir nýtingarsamningar verði afmarkaðir og boðnir til leigu á kvótaþingi til 15 ára. 4. Þeir sem fá nýtingarsamninga við upphaf þessa kerfis skulu fá 85% af því endurgjaldi (meðaltalsverði tegundar á viðkomandi ári) sem fyrir upphafssamningana fæst á kvótaþingi að frádregnu andvirði þeirrar nýtingar sem á sér stað eftir að lengsti upphafssamningurinn rennur út. GreinargerðMeð þeirri leið sem hér er lýst yrði öllum langtímaveiðirétti komið fyrir í nýtingarsamningum sem endurúthlutað yrði með stöðugu framboði á kvótaþingi. Framtíðarfyrirkomulagið færi strax að virka og tryggði jafnræði í greininni og eðlilega verðmyndun á nýtingarsamningunum. Gert er ráð fyrir þeirri einföldu aðferð að hverri útgerð verði úthlutað nýtingarsamningum fyrir þeim veiðirétti sem þeir hafa nú. Dæmi: Skip hefur sem svarar 150 tonna kvóta. Það fengi 15 samninga upp á 10 tonn hvern, einn rynni út eftir 15 ár, einn eftir 14 ár o.s.frv. sá stysti eftir eitt ár. Þar með hefur forgangi skipsins til kvótaúthlutunar verið lokið og framvegis verður útgerðarmaðurinn að sækja sér viðbót á kvótaþingi ef hann ætlar að halda í horfinu eða bæta við sig. Það yrði útgerðarmanni skipsins líklega of erfitt að tapa fimmtánda hluta nýtingarsamninganna árlega og þess vegna er þörf á mótvægisaðgerðum. Einföld leið til að koma til móts við hann væri að hann fengi á aðlögunartímanum (15 árum) mikinn hluta þess andvirðis sem fæst fyrir heimildirnar á kvótaþingi við endurúthlutun þeirra í fyrsta sinn. Hann fengi þess vegna mest þegar stysta samningnum lýkur en ekki neitt þegar þeim lengsta lýkur. Verðið ræðst á kvótaþingi. Það að útgerðarmaðurinn fái ekki allt andvirðið á aðlögunartímanum er nauðsynlegt til að þeir sem eru núna í útgerð geti ekki sprengt upp verðið til að útiloka aðra. Með þessari leið er ekki verið að kaupa kvótann af útgerðinni. Miklu frekar ber að líta á hana sem tímabundið fyrirkomulag sem kemur í stað þeirrar úthlutunar kvótans sem nú gildir. En þessi aðferð gerir kleift að koma á stöðugu og þjálu úthlutunarkerfi strax sem stendur til framtíðar. Þessi aðferð fjármagnar sig sjálf og gott betur. Ef nýtingarsamningar verða leigðir út til 15 ára rennur í ríkissjóð andvirði þeirra ára sem veiðiheimildirnar ná til eftir 15 árin og auk þeirra 15% af verðinu sem fæst á kvótaþingi fyrir tímann fram að því. Með þessari aðferð er einföld leið opin til að koma meira til móts við „gömlu" útgerðirnar ef vilji er til sátta, það er að hafa tímann sem útgerðir hafa rétt til andvirðis upphafssamningana lengri en hér er sett fram. Eðlilegt er að fella núgildandi veiðigjald niður þar sem og þegar leiga fyrir nýtingarsamninga kemur í stað þess . Kostirnir við þessa aðferð er að framtíðarkerfið fer strax að virka, öllum langtíma veiðirétti hefur þá verið breytt í nýtingarsamninga og einn fimmtándi hluti þeirra fer á kvótaþing hvert ár. Einingarnar sem verða leigðar út geta verið hvaða stærð sem er. Aðferðin leysir endurnýjunarvandann sem annars myndast eftir 15 ár. Hún opnar klárlega fyrir nýliða inn í greinina, tryggir fullt jafnræði og getur rúmað verulegan sveigjanleika. Skynsamlegt væri að leyfa framsal slíkra nýtingarsamninga a.m.k. upphafssamninganna sem hér er fjallað um en einnig gætu útgerðir í stað þess haft innskilunarrétt á kvótaþing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Hér fer á eftir tillaga að leið sem er ætlað að skapa jafnræðisgrundvöll fyrir útgerðarfyrirtæki til að þróast í, jafnframt því að þjóðin fái notið eðlilegs arðs af nýtingu auðlindarinnar. Leið sem er ætlað að koma á stöðugu en lifandi og þjálu umhverfi fyrir sjávarútveginn. Þessi tillaga er um aðferð (% og árafjölda ber að taka með fyrirvara) við að ná markmiðum um þjóðareign á auðlindum sjávar á grundvelli „samningaleiðarinnar". Hér er einungis fjallað um langtíma veiðirétt (aflahlutdeildir). 1. Gerðir verði nýtingarsamningar við einstakar útgerðir til 15 ára á grundvelli þeirra aflahlutdeilda sem þær hafa nú. 2. Nýtingarsamningarnir verði afmarkaðir í 15 hluti og verði stysti samningurinn til eins árs en sá lengsti til 15 ára. Ári eftir gildistöku kerfisins koma því fyrstu samningarnir til endurráðstöfunar og stöðugt og jafnt eftir það. 3. Nýir nýtingarsamningar verði afmarkaðir og boðnir til leigu á kvótaþingi til 15 ára. 4. Þeir sem fá nýtingarsamninga við upphaf þessa kerfis skulu fá 85% af því endurgjaldi (meðaltalsverði tegundar á viðkomandi ári) sem fyrir upphafssamningana fæst á kvótaþingi að frádregnu andvirði þeirrar nýtingar sem á sér stað eftir að lengsti upphafssamningurinn rennur út. GreinargerðMeð þeirri leið sem hér er lýst yrði öllum langtímaveiðirétti komið fyrir í nýtingarsamningum sem endurúthlutað yrði með stöðugu framboði á kvótaþingi. Framtíðarfyrirkomulagið færi strax að virka og tryggði jafnræði í greininni og eðlilega verðmyndun á nýtingarsamningunum. Gert er ráð fyrir þeirri einföldu aðferð að hverri útgerð verði úthlutað nýtingarsamningum fyrir þeim veiðirétti sem þeir hafa nú. Dæmi: Skip hefur sem svarar 150 tonna kvóta. Það fengi 15 samninga upp á 10 tonn hvern, einn rynni út eftir 15 ár, einn eftir 14 ár o.s.frv. sá stysti eftir eitt ár. Þar með hefur forgangi skipsins til kvótaúthlutunar verið lokið og framvegis verður útgerðarmaðurinn að sækja sér viðbót á kvótaþingi ef hann ætlar að halda í horfinu eða bæta við sig. Það yrði útgerðarmanni skipsins líklega of erfitt að tapa fimmtánda hluta nýtingarsamninganna árlega og þess vegna er þörf á mótvægisaðgerðum. Einföld leið til að koma til móts við hann væri að hann fengi á aðlögunartímanum (15 árum) mikinn hluta þess andvirðis sem fæst fyrir heimildirnar á kvótaþingi við endurúthlutun þeirra í fyrsta sinn. Hann fengi þess vegna mest þegar stysta samningnum lýkur en ekki neitt þegar þeim lengsta lýkur. Verðið ræðst á kvótaþingi. Það að útgerðarmaðurinn fái ekki allt andvirðið á aðlögunartímanum er nauðsynlegt til að þeir sem eru núna í útgerð geti ekki sprengt upp verðið til að útiloka aðra. Með þessari leið er ekki verið að kaupa kvótann af útgerðinni. Miklu frekar ber að líta á hana sem tímabundið fyrirkomulag sem kemur í stað þeirrar úthlutunar kvótans sem nú gildir. En þessi aðferð gerir kleift að koma á stöðugu og þjálu úthlutunarkerfi strax sem stendur til framtíðar. Þessi aðferð fjármagnar sig sjálf og gott betur. Ef nýtingarsamningar verða leigðir út til 15 ára rennur í ríkissjóð andvirði þeirra ára sem veiðiheimildirnar ná til eftir 15 árin og auk þeirra 15% af verðinu sem fæst á kvótaþingi fyrir tímann fram að því. Með þessari aðferð er einföld leið opin til að koma meira til móts við „gömlu" útgerðirnar ef vilji er til sátta, það er að hafa tímann sem útgerðir hafa rétt til andvirðis upphafssamningana lengri en hér er sett fram. Eðlilegt er að fella núgildandi veiðigjald niður þar sem og þegar leiga fyrir nýtingarsamninga kemur í stað þess . Kostirnir við þessa aðferð er að framtíðarkerfið fer strax að virka, öllum langtíma veiðirétti hefur þá verið breytt í nýtingarsamninga og einn fimmtándi hluti þeirra fer á kvótaþing hvert ár. Einingarnar sem verða leigðar út geta verið hvaða stærð sem er. Aðferðin leysir endurnýjunarvandann sem annars myndast eftir 15 ár. Hún opnar klárlega fyrir nýliða inn í greinina, tryggir fullt jafnræði og getur rúmað verulegan sveigjanleika. Skynsamlegt væri að leyfa framsal slíkra nýtingarsamninga a.m.k. upphafssamninganna sem hér er fjallað um en einnig gætu útgerðir í stað þess haft innskilunarrétt á kvótaþing.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun