Ónóg vernd gegn mismunun Baldur Kristjánsson skrifar 22. febrúar 2012 06:00 Í fjórðu skýrslu ECRI um Ísland, sem kom út í vikunni, kemur fram að ECRI telur að 65. grein stjórnarskrárinnar veiti ekki fullnægjandi vernd gegn mismunun og hvetur Ísland til þess að samþykkja samningsviðauka númer 12 við mannréttindasáttmála Evrópu sem bannar mismunun af hálfu „hvers konar opinbers yfirvalds af nokkurri ástæðu". Að dómi ECRI ættu yfirvöld sem vilja í raun og veru útrýma hvers kyns mismunun (t.d. launamisrétti kynja) að samþykkja samningsviðaukann ekki síðar en í gær. Þá er gagnrýnt að Íslendingar hafi ekki staðfest Félagsmálasáttmála Evrópu, sáttmála UNESCO gegn mismunun á sviði menntunar, rammasamning um vernd Þjóðernisminnihlutahópa, Evrópusáttmálann um tungumál minnihlutahópa og sáttmála um réttindi farandverkamanna. Þessa sáttmála hafa „nýju" ríkin í Evrópu óðum verið að staðfesta og skríða þannig fram úr okkur í mannréttindalegu tilliti. Í skýrslunni er verulegu hornauga litið hvernig Íslendingar hafa dregið það í 12 ár að veita múslímum leyfi til að byggja mosku. Dregið er fram að á einni sjónvarpsstöð og vefsíðum tíðkist fjandsamleg ummæli í garð múslíma. Þá er gagnrýnt að Ísland hafi ekki komið á fót sjálfstæðu embætti sem hafi það hlutverk að sporna gegn kynþáttafordómum. Áhyggjum er lýst af því að Fjölmenningarsetrið á Íslandi sé ekki í alfaraleið (Ísafirði) en áður hefur ECRI hrósað mjög starfsemi þess. Þá eru fjölmiðlamenn gagnrýndir fyrir það að tíunda þjóðerni grunaðra oftar en ástæða er til og ýti þannig undir fordóma. Þrjú megintilmæli ECRI til íslenskra stjórnvalda ganga út á það að virða 9. grein mannréttindasáttmála Evrópu og veita samfélagi múslíma á Íslandi leyfi til að byggja moskur. Þá hvetur ECRI stjórnvöld til þess að leggja fram hið fyrsta lagafrumvarp um bann við mismunun til þess að sporna gegn kynþáttafordómum og kynþáttamisrétti. Þá ítrekar ECRI fyrri tilmæli sín um að ákvæði verði tekið upp í hegningarlög sem mæli sérstaklega fyrir um að meta beri það til refsihækkunar ef kynþáttafordómar liggja að baki broti. ECRI mun fylgja sérstaklega eftir þessum þremur tilmælum þegar tvö ár eru liðin. ECRI hefur ekkert tilskipunarvald yfir aðildarlöndum, sem eru 47, frekar en Evrópuráðið sjálft. Aðeins áhrifavald og leiðbeiningarvald. Og skýrslur eins og þessar hafa hlotið blessun ráðherraráðs Evrópuráðsins sem er skipað utanríkisráðherrum aðildarríkjanna eða staðgenglum þeirra. Í tilviki Íslands er það Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra í París. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í fjórðu skýrslu ECRI um Ísland, sem kom út í vikunni, kemur fram að ECRI telur að 65. grein stjórnarskrárinnar veiti ekki fullnægjandi vernd gegn mismunun og hvetur Ísland til þess að samþykkja samningsviðauka númer 12 við mannréttindasáttmála Evrópu sem bannar mismunun af hálfu „hvers konar opinbers yfirvalds af nokkurri ástæðu". Að dómi ECRI ættu yfirvöld sem vilja í raun og veru útrýma hvers kyns mismunun (t.d. launamisrétti kynja) að samþykkja samningsviðaukann ekki síðar en í gær. Þá er gagnrýnt að Íslendingar hafi ekki staðfest Félagsmálasáttmála Evrópu, sáttmála UNESCO gegn mismunun á sviði menntunar, rammasamning um vernd Þjóðernisminnihlutahópa, Evrópusáttmálann um tungumál minnihlutahópa og sáttmála um réttindi farandverkamanna. Þessa sáttmála hafa „nýju" ríkin í Evrópu óðum verið að staðfesta og skríða þannig fram úr okkur í mannréttindalegu tilliti. Í skýrslunni er verulegu hornauga litið hvernig Íslendingar hafa dregið það í 12 ár að veita múslímum leyfi til að byggja mosku. Dregið er fram að á einni sjónvarpsstöð og vefsíðum tíðkist fjandsamleg ummæli í garð múslíma. Þá er gagnrýnt að Ísland hafi ekki komið á fót sjálfstæðu embætti sem hafi það hlutverk að sporna gegn kynþáttafordómum. Áhyggjum er lýst af því að Fjölmenningarsetrið á Íslandi sé ekki í alfaraleið (Ísafirði) en áður hefur ECRI hrósað mjög starfsemi þess. Þá eru fjölmiðlamenn gagnrýndir fyrir það að tíunda þjóðerni grunaðra oftar en ástæða er til og ýti þannig undir fordóma. Þrjú megintilmæli ECRI til íslenskra stjórnvalda ganga út á það að virða 9. grein mannréttindasáttmála Evrópu og veita samfélagi múslíma á Íslandi leyfi til að byggja moskur. Þá hvetur ECRI stjórnvöld til þess að leggja fram hið fyrsta lagafrumvarp um bann við mismunun til þess að sporna gegn kynþáttafordómum og kynþáttamisrétti. Þá ítrekar ECRI fyrri tilmæli sín um að ákvæði verði tekið upp í hegningarlög sem mæli sérstaklega fyrir um að meta beri það til refsihækkunar ef kynþáttafordómar liggja að baki broti. ECRI mun fylgja sérstaklega eftir þessum þremur tilmælum þegar tvö ár eru liðin. ECRI hefur ekkert tilskipunarvald yfir aðildarlöndum, sem eru 47, frekar en Evrópuráðið sjálft. Aðeins áhrifavald og leiðbeiningarvald. Og skýrslur eins og þessar hafa hlotið blessun ráðherraráðs Evrópuráðsins sem er skipað utanríkisráðherrum aðildarríkjanna eða staðgenglum þeirra. Í tilviki Íslands er það Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra í París.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun