Áskorun réttarkerfis og samfélags Halla Gunnarsdóttir og Róbert Spanó skrifar 6. febrúar 2012 15:00 Virðingin sem mér var sýnd! Ég bar ekki virðingu fyrir sjálfri mér og að mér skyldi sýnd þetta mikil virðing og vinsemd, það fékk mig til að hugsa: „ […] Þau koma fram við mig eins og ég sé eðlileg. Eitthvað hræðilegt átti sér stað en ég fæ móttökur eins og ég sé eðlileg!" Og smátt og smátt varð ég sjálfsöruggari og fannst ég ná stjórn að nýju." Ofangreind orð hefur Liz Kelly, prófessor við London Metropolitan University, eftir konu sem kærði mann fyrir nauðgun. Maðurinn var sýknaður en konan hafði engu að síður afar jákvæða upplifun af réttarkerfinu. Til samanburðar bendir Kelly á upplifun konu í máli þar sem sakborningur var fundinn sekur en konan var engu að síður niðurbrotin þegar málinu lauk vegna upplifunar af réttarkerfinu. Liz Kelly var meðal átta fyrirlesara á ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota sem innanríkisráðuneytið og Lagadeild Háskóla Íslands stóðu fyrir í samvinnu við Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni og Evrópuráðið föstudag 20. janúar sl. Um tvö hundruð manns tóku þátt í ráðstefnunni og þar á meðal voru fræðimenn, lögreglumenn, dómarar, saksóknarar, lögmenn, brotaþolar, starfsfólk barnaverndar og fulltrúar grasrótarsamtaka. Barnvinsamlegt réttarkerfiÍ fyrsta hluta ráðstefnunnar var fjallað um sáttmála Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun. Einnig var fjallað um svonefndar barnvinsamlegar réttarreglur. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í meðferð kynferðisbrota gegn börnum. Réttarkerfið var vitanlega ekki upphaflega þannig úr garði gert að því væri yfirleitt ætlað að taka á móti börnum en smám saman hefur það þróast til barnvinsamlegri vegar og er litið til Íslands sem fyrirmyndar í þeim efnum, ekki síst með tilkomu Barnahúss. Réttarvernd barna hefur aukist á Íslandi og smám saman er verið að skapa farveg fyrir börn til að greina frá ofbeldi sem þau verða fyrir. Lokatakmarkið er þó enn fjarri en hvert skref í rétta átt er þýðingarmikið. Í öðrum hluta ráðstefnunnar var fjallað um meðferð nauðgunarmála innan réttarkerfisins og kom þar meðal annars fram að lagabreytingar kunna að hafa takmörkuð áhrif til þess að auka réttarvernd brotaþola nauðgana ef viðhorfsbreyting fylgir ekki með. Viðhorf samfélagsins endurspeglist á öllum stigum meðferðar nauðgunarmála. Þannig sýna alþjóðlegar rannsóknir að mestar líkur eru á að sakfellt sé í nauðgunarmálum sem bera einkenni þeirrar staðalímynda sem ríkja um nauðganir, t.d. þar sem gerandinn er ókunnugur þolandanum og/eða líkamlegu ofbeldi er beitt. Liz Kelly benti hins vegar á að nauðganir væru mun hversdagslegri en margir gerðu sér í hugarlund. Þær ættu sér oftast stað milli fólks sem þekkist og margfalt oftar en flestir vildu þora að trúa. Í þriðja hluta ráðstefnunnar var boðið upp á þrjár málstofur þar sem fulltrúar fræðasamfélagsins, réttarvörslukerfisins og frjálsra félagasamtaka leiddu saman sjónarmið sín um meðferð kynferðisbrota. Þannig var fjallað um samspil barnaverndarkerfisins og réttarvörslukerfisins, hvað leiði til ákæru í nauðgunarmálum og um trúverðugleika og sönnunarmat. Traust og bætt réttarverndKynferðisbrotamál eru mikil áskorun fyrir réttarkerfið – og samfélagið í heild sinni – hvort sem er á Íslandi eða erlendis. Sé litið til tölfræðinnar hér á landi þá leita hundruð barna, kvenna og karla sér aðstoðar á ári hverju vegna kynferðisofbeldis. Hlutfallslega hljóta fá mál meðferð fyrir dómstólum og má því færa rök fyrir því að réttarkerfið nái aðeins að litlum hluta utan um þessi brot. Með ráðstefnu sem þessari er reynt að varpa ljósi á það hvers vegna svo er. Hugsanlega má með því móti finna leiðir til að auka réttarvernd brotaþola kynferðisofbeldis. Réttarvernd sakborninga er einnig meiri ef traust ríkir um meðferð brotanna innan réttarkerfisins og að hverju sinni sé grundvallarreglum stjórnarskrár og laga fylgt. Loks er afar mikilvægt að gerðar séu virkar ráðstafanir til að efla forvarnir með aukinni fræðslu og vitund um eðli þessara mála. Það hlýtur að vera markmið allra sem að þessum málum koma að upplifun brotaþola af því að leita réttar síns sé sambærileg því sem konan sem vitnað er til í upphafi þessarar greinar lýsir. Þannig má byggja upp traust um að allt sé gert til að leiða fram sannleikann og þannig geta brotaþolar betur unnið úr reynslu sinni, hver sem niðurstaða málaferla er. Innanríkisráðuneytið og Lagadeild Háskóla Íslands munu halda áfram samstarfi til að stuðla að opinni, gagnrýnni og uppbyggilegri umræðu um meðferð kynferðisbrota innan réttarkerfisins og vilja þannig leggja sitt af mörkum til áframhaldandi vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi í íslensku samfélagi. Ráðstefnan sem hér er vitnað til bar þess merki að ríkur vilji sé til slíks samtals en það eitt og sér er mikilvægur áfangi á langri vegferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Spanó Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Virðingin sem mér var sýnd! Ég bar ekki virðingu fyrir sjálfri mér og að mér skyldi sýnd þetta mikil virðing og vinsemd, það fékk mig til að hugsa: „ […] Þau koma fram við mig eins og ég sé eðlileg. Eitthvað hræðilegt átti sér stað en ég fæ móttökur eins og ég sé eðlileg!" Og smátt og smátt varð ég sjálfsöruggari og fannst ég ná stjórn að nýju." Ofangreind orð hefur Liz Kelly, prófessor við London Metropolitan University, eftir konu sem kærði mann fyrir nauðgun. Maðurinn var sýknaður en konan hafði engu að síður afar jákvæða upplifun af réttarkerfinu. Til samanburðar bendir Kelly á upplifun konu í máli þar sem sakborningur var fundinn sekur en konan var engu að síður niðurbrotin þegar málinu lauk vegna upplifunar af réttarkerfinu. Liz Kelly var meðal átta fyrirlesara á ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota sem innanríkisráðuneytið og Lagadeild Háskóla Íslands stóðu fyrir í samvinnu við Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni og Evrópuráðið föstudag 20. janúar sl. Um tvö hundruð manns tóku þátt í ráðstefnunni og þar á meðal voru fræðimenn, lögreglumenn, dómarar, saksóknarar, lögmenn, brotaþolar, starfsfólk barnaverndar og fulltrúar grasrótarsamtaka. Barnvinsamlegt réttarkerfiÍ fyrsta hluta ráðstefnunnar var fjallað um sáttmála Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun. Einnig var fjallað um svonefndar barnvinsamlegar réttarreglur. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í meðferð kynferðisbrota gegn börnum. Réttarkerfið var vitanlega ekki upphaflega þannig úr garði gert að því væri yfirleitt ætlað að taka á móti börnum en smám saman hefur það þróast til barnvinsamlegri vegar og er litið til Íslands sem fyrirmyndar í þeim efnum, ekki síst með tilkomu Barnahúss. Réttarvernd barna hefur aukist á Íslandi og smám saman er verið að skapa farveg fyrir börn til að greina frá ofbeldi sem þau verða fyrir. Lokatakmarkið er þó enn fjarri en hvert skref í rétta átt er þýðingarmikið. Í öðrum hluta ráðstefnunnar var fjallað um meðferð nauðgunarmála innan réttarkerfisins og kom þar meðal annars fram að lagabreytingar kunna að hafa takmörkuð áhrif til þess að auka réttarvernd brotaþola nauðgana ef viðhorfsbreyting fylgir ekki með. Viðhorf samfélagsins endurspeglist á öllum stigum meðferðar nauðgunarmála. Þannig sýna alþjóðlegar rannsóknir að mestar líkur eru á að sakfellt sé í nauðgunarmálum sem bera einkenni þeirrar staðalímynda sem ríkja um nauðganir, t.d. þar sem gerandinn er ókunnugur þolandanum og/eða líkamlegu ofbeldi er beitt. Liz Kelly benti hins vegar á að nauðganir væru mun hversdagslegri en margir gerðu sér í hugarlund. Þær ættu sér oftast stað milli fólks sem þekkist og margfalt oftar en flestir vildu þora að trúa. Í þriðja hluta ráðstefnunnar var boðið upp á þrjár málstofur þar sem fulltrúar fræðasamfélagsins, réttarvörslukerfisins og frjálsra félagasamtaka leiddu saman sjónarmið sín um meðferð kynferðisbrota. Þannig var fjallað um samspil barnaverndarkerfisins og réttarvörslukerfisins, hvað leiði til ákæru í nauðgunarmálum og um trúverðugleika og sönnunarmat. Traust og bætt réttarverndKynferðisbrotamál eru mikil áskorun fyrir réttarkerfið – og samfélagið í heild sinni – hvort sem er á Íslandi eða erlendis. Sé litið til tölfræðinnar hér á landi þá leita hundruð barna, kvenna og karla sér aðstoðar á ári hverju vegna kynferðisofbeldis. Hlutfallslega hljóta fá mál meðferð fyrir dómstólum og má því færa rök fyrir því að réttarkerfið nái aðeins að litlum hluta utan um þessi brot. Með ráðstefnu sem þessari er reynt að varpa ljósi á það hvers vegna svo er. Hugsanlega má með því móti finna leiðir til að auka réttarvernd brotaþola kynferðisofbeldis. Réttarvernd sakborninga er einnig meiri ef traust ríkir um meðferð brotanna innan réttarkerfisins og að hverju sinni sé grundvallarreglum stjórnarskrár og laga fylgt. Loks er afar mikilvægt að gerðar séu virkar ráðstafanir til að efla forvarnir með aukinni fræðslu og vitund um eðli þessara mála. Það hlýtur að vera markmið allra sem að þessum málum koma að upplifun brotaþola af því að leita réttar síns sé sambærileg því sem konan sem vitnað er til í upphafi þessarar greinar lýsir. Þannig má byggja upp traust um að allt sé gert til að leiða fram sannleikann og þannig geta brotaþolar betur unnið úr reynslu sinni, hver sem niðurstaða málaferla er. Innanríkisráðuneytið og Lagadeild Háskóla Íslands munu halda áfram samstarfi til að stuðla að opinni, gagnrýnni og uppbyggilegri umræðu um meðferð kynferðisbrota innan réttarkerfisins og vilja þannig leggja sitt af mörkum til áframhaldandi vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi í íslensku samfélagi. Ráðstefnan sem hér er vitnað til bar þess merki að ríkur vilji sé til slíks samtals en það eitt og sér er mikilvægur áfangi á langri vegferð.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun