Atvinnulífið áfram hlynnt upptöku evru 16. janúar 2012 06:00 Carsten Dybvad segir að tenging dönsku krónunnar við evruna hafi reynzt vel og engin áform séu uppi um að afnema hana. Mynd/Dansk Industri Samtök atvinnulífsins í Danmörku (Dansk Industri) eru enn þeirrar skoðunar að upptaka evrunnar væri í þágu hagsmuna dansks efnahagslífs, þrátt fyrir umrótið á evrusvæðinu. Þetta segir Karsten Dybvad, framkvæmdastjóri samtakanna. „Við höfum ekki skipt um skoðun,“ svaraði Dybvad þegar Fréttablaðið spurði hann hvort Dansk Industri talaði enn fyrir upptöku evru. „Í skoðanakönnunum sjáum við að forystumönnum fyrirtækja sem vilja taka upp evru hefur fækkað frá því sem var, en um leið sjáum við aukinn stuðning við tengingu dönsku krónunnar við evruna.“ Dybvad segist telja að mikil andstaða við upptöku evrunnar í Danmörku samkvæmt skoðanakönnunum sé vegna þeirrar óvissu, sem ríki á evrusvæðinu. „Ef maður styngi upp á því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um evruna á morgun, myndi fólk sennilega segja manni að bíða hægur og sjá hvernig mál þróast. En við styðjum áfram upptöku evru.“ Gengi dönsku krónunnar er fest við evruna. Dybvad segir að það fyrirkomulag hafi gagnazt Danmörku vel, aukið trú fjármálamarkaða á dönsku efnahagslífi og stuðlað að lágum vöxtum. Engar hugmyndir séu uppi um að afnema þá tengingu og leyfa gengi krónunnar að sveiflast. Per Callesen, seðlabankastjóri Danmerkur, segir að tengingin við evruna hafi tryggt aukinn stöðugleika í dönsku efnahagslífi. Ókostirnir við að nota ekki evruna sjálfa séu hins vegar að seðlabankinn geti neyðzt til að halda vöxtum hærri en á evrusvæðinu til að verja gjaldmiðilinn. Undanfarið hafi vextir í Danmörku þó verið lægri en í Þýzkalandi, sem líklega sé tímabundið. Þá hafi fyrirkomulagið í för með sér að Danmörk geti ekki tekið þátt í ákvörðunum sem tengist evrunni. Danska ríkisstjórnin hyggst taka á sig nýjar skuldbindingar í ríkisfjármálum sem er að finna í drögum að ríkisfjármálasáttmála 26 Evrópusambandsríkja. Torben M. Andersen, prófessor í hagfræði við Árósaháskóla, segir að ábyrg ríkisfjármálastefna sé nauðsynleg til að styðja trúverðugleika fastgengisstefnunnar, sem Danmörk fylgir gagnvart evrunni og koma þannig í veg fyrir spákaupmennsku með krónuna. „Lexían sem við höfum lært og stefnan sem við höfum fylgt síðan á níunda áratugnum er að ríkisfjármálastefnan er bakhjarl trúverðugleika fastgengisstefnunnar,“ sagði Andersen á fundi með blaðamönnum í Kaupmannahöfn í síðustu viku. [email protected] Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samtök atvinnulífsins í Danmörku (Dansk Industri) eru enn þeirrar skoðunar að upptaka evrunnar væri í þágu hagsmuna dansks efnahagslífs, þrátt fyrir umrótið á evrusvæðinu. Þetta segir Karsten Dybvad, framkvæmdastjóri samtakanna. „Við höfum ekki skipt um skoðun,“ svaraði Dybvad þegar Fréttablaðið spurði hann hvort Dansk Industri talaði enn fyrir upptöku evru. „Í skoðanakönnunum sjáum við að forystumönnum fyrirtækja sem vilja taka upp evru hefur fækkað frá því sem var, en um leið sjáum við aukinn stuðning við tengingu dönsku krónunnar við evruna.“ Dybvad segist telja að mikil andstaða við upptöku evrunnar í Danmörku samkvæmt skoðanakönnunum sé vegna þeirrar óvissu, sem ríki á evrusvæðinu. „Ef maður styngi upp á því að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um evruna á morgun, myndi fólk sennilega segja manni að bíða hægur og sjá hvernig mál þróast. En við styðjum áfram upptöku evru.“ Gengi dönsku krónunnar er fest við evruna. Dybvad segir að það fyrirkomulag hafi gagnazt Danmörku vel, aukið trú fjármálamarkaða á dönsku efnahagslífi og stuðlað að lágum vöxtum. Engar hugmyndir séu uppi um að afnema þá tengingu og leyfa gengi krónunnar að sveiflast. Per Callesen, seðlabankastjóri Danmerkur, segir að tengingin við evruna hafi tryggt aukinn stöðugleika í dönsku efnahagslífi. Ókostirnir við að nota ekki evruna sjálfa séu hins vegar að seðlabankinn geti neyðzt til að halda vöxtum hærri en á evrusvæðinu til að verja gjaldmiðilinn. Undanfarið hafi vextir í Danmörku þó verið lægri en í Þýzkalandi, sem líklega sé tímabundið. Þá hafi fyrirkomulagið í för með sér að Danmörk geti ekki tekið þátt í ákvörðunum sem tengist evrunni. Danska ríkisstjórnin hyggst taka á sig nýjar skuldbindingar í ríkisfjármálum sem er að finna í drögum að ríkisfjármálasáttmála 26 Evrópusambandsríkja. Torben M. Andersen, prófessor í hagfræði við Árósaháskóla, segir að ábyrg ríkisfjármálastefna sé nauðsynleg til að styðja trúverðugleika fastgengisstefnunnar, sem Danmörk fylgir gagnvart evrunni og koma þannig í veg fyrir spákaupmennsku með krónuna. „Lexían sem við höfum lært og stefnan sem við höfum fylgt síðan á níunda áratugnum er að ríkisfjármálastefnan er bakhjarl trúverðugleika fastgengisstefnunnar,“ sagði Andersen á fundi með blaðamönnum í Kaupmannahöfn í síðustu viku. [email protected]
Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira