Trompa sérhagsmunir tjáningarfrelsi? Smári McCarthy skrifar 14. janúar 2012 06:00 Átta af tíu mest sóttu vefsíðum heims reiða sig nær eingöngu á framlög með einum eða öðrum hætti frá almennum notendum. Þessar síður; Google, Facebook, YouTube, Yahoo!, Baidu, Wikipedia, Blogspot og Twitter, safna og vinna úr upplýsingum sem almenningur hefur sett á veraldarvefinn, eða, sem algengara er, leyfa fólki að setja inn efni eftir eigin höfði. Flest vefsetur bjóða upp á einhverskonar gagnvirkni, hvort sem það eru samfélagsvefir eins og hið kínverska QQ, uppboðs- og viðskiptasíður á borð við eBay eða bloggkerfi eins og Wordpress. Á hverjum degi eru um 9.232 klukkutímar af myndböndum settir inn á YouTube, sem er ígildi þess að hafa 385 sjónvarpsstöðvar sem keyra allan sólarhringinn. 88% af efninu er nýtt, og er meðalmyndband um 3 mínútur. Þetta gefur hugmynd um stærðirnar sem er verið að tala um. Þegar samtök eins og STEF leggja til að þeim verði gefin heimild til að óska eftir ritskoðun á vefsíðum sem brjóta í bága við höfundarrétt eru þau að fara fram á það að stærstu vefsíður heims ráði til sín þúsundir manna til að ritskoða allt það efni sem sett hefur verið á netið og tryggja að í þeim felist engin höfundarlagabrot. Í tilfelli YouTube væru það um 1.154 manns, miðað við 8 tíma vaktir, og þyrfti þetta fólk að skilja öll heimsins tungumál, taka engar pásur, og hafa fullkomna vitneskju um hvað er höfundarréttarvarið og hvað ekki. Mistök gætu þýtt að YouTube yrði ritskoðað burt af netinu. Ef ekki á Íslandi, þá einhvers staðar annars staðar. Auk þess er þetta bara til að sjá um nýtt efni, en YouTube er búið að vera í gangi síðan 2005. Við gætum líka skoðað Wikipedia. Frjálsa alfræðiorðabókin hefur verið skrifuð alfarið af sjálfboðaliðum yfir 11 ára skeið. Nú eru Wikipedia útgáfur á 270 tungumálum, og í þeim eru rúmlega 19 milljónir greina með samtals um 8 milljarða orða. Enska útgáfan ein og sér hefur um fjórar milljónir greina, og er því fimmtíu sinnum stærri en næststærsta alfræðiritið á ensku. En þar sem ótal aðilar komu að verkinu og fólk hefur misjafna tilfinningu fyrir eða skilning á höfundarlögum, hvað þá þeirri staðreynd að höfundarlög eru misjöfn frá einu landi til annars – í Evrópusambandinu einu og sér býður höfundarréttartilskipunin upp á fjórar þúsundir milljarða útfærsluaðferða, sökum svokallaðra valkvæmra undantekninga – er ekki nokkur möguleiki á að efni Wikipedia stangist hvergi á við höfundarlög. Ef hugmyndir STEF næðu fram að ganga þyrfti að ráða her af sérfræðingum til að fara yfir allar greinarnar á öllum málunum og tryggja að enginn gleymdi að geta heimilda eða notaði óvart höfundarvarið efni í leyfisleysi. Einhverjir myndu segja þetta ofgert eða öfgakennt, en aðeins með svo róttækum aðgerðum gætu vefsetur verið örugg undir þessu fyrirkomulagi, sem nú er að dreifast um allan heim. Sjálfhverfa höfundarréttarsamtaka hefur náð nýjum hæðum að undanförnu, og nú eru þessir handhafar einokunarréttar á menningu okkar að heimta að tjáningarfrelsi allra verði fórnað í þágu þeirra sérhagsmuna. Slíkt ættum við ekki að taka í mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Átta af tíu mest sóttu vefsíðum heims reiða sig nær eingöngu á framlög með einum eða öðrum hætti frá almennum notendum. Þessar síður; Google, Facebook, YouTube, Yahoo!, Baidu, Wikipedia, Blogspot og Twitter, safna og vinna úr upplýsingum sem almenningur hefur sett á veraldarvefinn, eða, sem algengara er, leyfa fólki að setja inn efni eftir eigin höfði. Flest vefsetur bjóða upp á einhverskonar gagnvirkni, hvort sem það eru samfélagsvefir eins og hið kínverska QQ, uppboðs- og viðskiptasíður á borð við eBay eða bloggkerfi eins og Wordpress. Á hverjum degi eru um 9.232 klukkutímar af myndböndum settir inn á YouTube, sem er ígildi þess að hafa 385 sjónvarpsstöðvar sem keyra allan sólarhringinn. 88% af efninu er nýtt, og er meðalmyndband um 3 mínútur. Þetta gefur hugmynd um stærðirnar sem er verið að tala um. Þegar samtök eins og STEF leggja til að þeim verði gefin heimild til að óska eftir ritskoðun á vefsíðum sem brjóta í bága við höfundarrétt eru þau að fara fram á það að stærstu vefsíður heims ráði til sín þúsundir manna til að ritskoða allt það efni sem sett hefur verið á netið og tryggja að í þeim felist engin höfundarlagabrot. Í tilfelli YouTube væru það um 1.154 manns, miðað við 8 tíma vaktir, og þyrfti þetta fólk að skilja öll heimsins tungumál, taka engar pásur, og hafa fullkomna vitneskju um hvað er höfundarréttarvarið og hvað ekki. Mistök gætu þýtt að YouTube yrði ritskoðað burt af netinu. Ef ekki á Íslandi, þá einhvers staðar annars staðar. Auk þess er þetta bara til að sjá um nýtt efni, en YouTube er búið að vera í gangi síðan 2005. Við gætum líka skoðað Wikipedia. Frjálsa alfræðiorðabókin hefur verið skrifuð alfarið af sjálfboðaliðum yfir 11 ára skeið. Nú eru Wikipedia útgáfur á 270 tungumálum, og í þeim eru rúmlega 19 milljónir greina með samtals um 8 milljarða orða. Enska útgáfan ein og sér hefur um fjórar milljónir greina, og er því fimmtíu sinnum stærri en næststærsta alfræðiritið á ensku. En þar sem ótal aðilar komu að verkinu og fólk hefur misjafna tilfinningu fyrir eða skilning á höfundarlögum, hvað þá þeirri staðreynd að höfundarlög eru misjöfn frá einu landi til annars – í Evrópusambandinu einu og sér býður höfundarréttartilskipunin upp á fjórar þúsundir milljarða útfærsluaðferða, sökum svokallaðra valkvæmra undantekninga – er ekki nokkur möguleiki á að efni Wikipedia stangist hvergi á við höfundarlög. Ef hugmyndir STEF næðu fram að ganga þyrfti að ráða her af sérfræðingum til að fara yfir allar greinarnar á öllum málunum og tryggja að enginn gleymdi að geta heimilda eða notaði óvart höfundarvarið efni í leyfisleysi. Einhverjir myndu segja þetta ofgert eða öfgakennt, en aðeins með svo róttækum aðgerðum gætu vefsetur verið örugg undir þessu fyrirkomulagi, sem nú er að dreifast um allan heim. Sjálfhverfa höfundarréttarsamtaka hefur náð nýjum hæðum að undanförnu, og nú eru þessir handhafar einokunarréttar á menningu okkar að heimta að tjáningarfrelsi allra verði fórnað í þágu þeirra sérhagsmuna. Slíkt ættum við ekki að taka í mál.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun