Fréttaskýring: Bankabandalag þvert á landamæri Magnús Halldórsson skrifar 19. desember 2012 10:23 Mario Draghi, æðsti maður Seðlabanka Evrópu, fær til sín enn meiri völd þegar sameiginlegu fjármálaeftirliti fyrir Evrópu í heild, verður komið á. Það mun starfa innan vébanda seðlabankans. Í síðustu viku samþykktu leiðtogar Evrópusambandsríkja að koma á fót eftirliti með fjármálastarfsemi þvert á landamæri, og hefur heildarumgjörð þessa eftirlits verið nefnd bankabandalag (Banking union). Tvennt vegur þyngst þegar að þessu yfirþjóðlega eftirliti með fjármálakerfinu kemur.Seðlabankinn með þræðina í hendi sér Í fyrsta lagi verður eftirlitið á hendi Seðlabanka Evrópu að mestu leyti, og færir þar með enn meiri völd í hans hendur. Endanleg útfærsla á því hvernig eftirlitinu verður sinnt, nákvæmlega, liggur ekki fyrir en Seðlabanki Evrópu mun þurfa að fjölga starfsfólki um nærri þúsund til þess að gegna þessu nýja hlutverki. Einkum er horft til þess að bankinn muni þurfa að fjölga fólki með sérhæfða menntun á sviði kerfislægra þátta, svo sem áhættustýringu, lausafjárstýringu og útlánagreiningu. Þetta fólk er ekki svo auðveldlega á lausu, og talið að Seðlabankinn verði töluvert lengi að byggja upp starfsemi sína á þessu sviði, eða allt að tvö ár.Bara stóru bankarnir Í öðru lagi miðast eftirlitið við það, öðru fremur, að ná utan um vandamál stórra banka. Það er gert með því að eftirlit á grunni bankabandalagsins er aðeins sinnt gagnvart bönkum sem eru með efnahagsreikning sem er stærri en sem nemur 20 prósent af landsframleiðslu heimaríkisins. Með þessum hætti er dregin lína í sandinn um hvaða eftirlitsskyldur hvíla á fjarmálaeftirliti ríkjanna sjálfra, og síðan hvenær Seðlabanki Evrópu er með málin í sínum höndum. Til dæmis verður eftirlit með sparisjóðum og héraðsbönkum, sem víða starfa í Evrópu, á hendi eftirlits heimaríkjanna en eftirlit með stórum bönkum sem eru með alþjóðlega starfsemi, á hendi eftirlits Seðlabanka Evrópu á grunni bankabandalagsins.Læra af því sem aflaga fór Sérfræðingar sem blaðamaður ræddi við, í stuttri heimsókn til Brussel 16. til 18. desember sl., þar sem höfuðstöðvar flestra stofnanna Evrópusambandsins eru, segja bankabandalagið og stofnsetning hins sameiginlega fjármálaeftirlits fyrir innri markað Evrópu, vera eina stærstu og umfangsmestu ákvörðun sem tekin hefur verið í sögu sambandsins. Með þessari ákvörðun sé enn fremur staðfest sú sýn leiðtoga Evrópusambandsríkjanna 27, með Angelu Merkel kanslara Þýskalands fremsta í flokki, að leiðin út úr efnahagserfiðleikum álfunnar sé nánari og meiri samvinna fremur en að einstök ríki séu að reyna að ná utan um sín eigin vandamál, án aðstoðar frá Evrópusambandinu.Ennþá of stórir til að falla Þrátt fyrir auknar valdheimildir Seðlabanka Evrópu og aukið eftirlit verða einstök ríki ekki laus við vandamál sem felast í því að bankar séu of stórir til að falla, þ.e. að stærð banka geti ógnað efnahagslegum styrk ríkja komi upp miklir erfiðleikar í rekstri þeirra. Í sjálfu sér breytist sú staða ekki með auknu eftirliti, en auknum kröfum um meira eiginfjárhlutfall banka, hugsanlega á bilinu 12 til 16 prósent í stað 8 prósent nú, og kröfum um betri áhættustýringu, er ætlað að vinna gegn því að bankar ógni fjármálastöðugleika einstakra ríkja vegna rangra ákvarðana stjórnenda þeirra. Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í síðustu viku samþykktu leiðtogar Evrópusambandsríkja að koma á fót eftirliti með fjármálastarfsemi þvert á landamæri, og hefur heildarumgjörð þessa eftirlits verið nefnd bankabandalag (Banking union). Tvennt vegur þyngst þegar að þessu yfirþjóðlega eftirliti með fjármálakerfinu kemur.Seðlabankinn með þræðina í hendi sér Í fyrsta lagi verður eftirlitið á hendi Seðlabanka Evrópu að mestu leyti, og færir þar með enn meiri völd í hans hendur. Endanleg útfærsla á því hvernig eftirlitinu verður sinnt, nákvæmlega, liggur ekki fyrir en Seðlabanki Evrópu mun þurfa að fjölga starfsfólki um nærri þúsund til þess að gegna þessu nýja hlutverki. Einkum er horft til þess að bankinn muni þurfa að fjölga fólki með sérhæfða menntun á sviði kerfislægra þátta, svo sem áhættustýringu, lausafjárstýringu og útlánagreiningu. Þetta fólk er ekki svo auðveldlega á lausu, og talið að Seðlabankinn verði töluvert lengi að byggja upp starfsemi sína á þessu sviði, eða allt að tvö ár.Bara stóru bankarnir Í öðru lagi miðast eftirlitið við það, öðru fremur, að ná utan um vandamál stórra banka. Það er gert með því að eftirlit á grunni bankabandalagsins er aðeins sinnt gagnvart bönkum sem eru með efnahagsreikning sem er stærri en sem nemur 20 prósent af landsframleiðslu heimaríkisins. Með þessum hætti er dregin lína í sandinn um hvaða eftirlitsskyldur hvíla á fjarmálaeftirliti ríkjanna sjálfra, og síðan hvenær Seðlabanki Evrópu er með málin í sínum höndum. Til dæmis verður eftirlit með sparisjóðum og héraðsbönkum, sem víða starfa í Evrópu, á hendi eftirlits heimaríkjanna en eftirlit með stórum bönkum sem eru með alþjóðlega starfsemi, á hendi eftirlits Seðlabanka Evrópu á grunni bankabandalagsins.Læra af því sem aflaga fór Sérfræðingar sem blaðamaður ræddi við, í stuttri heimsókn til Brussel 16. til 18. desember sl., þar sem höfuðstöðvar flestra stofnanna Evrópusambandsins eru, segja bankabandalagið og stofnsetning hins sameiginlega fjármálaeftirlits fyrir innri markað Evrópu, vera eina stærstu og umfangsmestu ákvörðun sem tekin hefur verið í sögu sambandsins. Með þessari ákvörðun sé enn fremur staðfest sú sýn leiðtoga Evrópusambandsríkjanna 27, með Angelu Merkel kanslara Þýskalands fremsta í flokki, að leiðin út úr efnahagserfiðleikum álfunnar sé nánari og meiri samvinna fremur en að einstök ríki séu að reyna að ná utan um sín eigin vandamál, án aðstoðar frá Evrópusambandinu.Ennþá of stórir til að falla Þrátt fyrir auknar valdheimildir Seðlabanka Evrópu og aukið eftirlit verða einstök ríki ekki laus við vandamál sem felast í því að bankar séu of stórir til að falla, þ.e. að stærð banka geti ógnað efnahagslegum styrk ríkja komi upp miklir erfiðleikar í rekstri þeirra. Í sjálfu sér breytist sú staða ekki með auknu eftirliti, en auknum kröfum um meira eiginfjárhlutfall banka, hugsanlega á bilinu 12 til 16 prósent í stað 8 prósent nú, og kröfum um betri áhættustýringu, er ætlað að vinna gegn því að bankar ógni fjármálastöðugleika einstakra ríkja vegna rangra ákvarðana stjórnenda þeirra.
Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira