Fréttaskýring: Áhrif og völd að færast til Asíu Magnús Halldórsson skrifar 28. nóvember 2012 15:30 Komandi kynslóðir í Indlandi, munu upplifa hraðar og miklar breytingar á næstu árum, gangi mannfjölda- og hagspár eftir. Mynd/AP Hin svonefndu G20 ríki (20 stærstu iðnframleiðsluríki heimsins) ráða yfir 60 prósent af landi heimsins, standa undir 87 prósent af árlegri framleiðslu, og þar búa um 65 prósent af íbúum heimsins. Miklar sviptingar hafa þó einkennt áhrif einstakra ríkja innan þessa hóps undanfarin ár, og eru það helst risarnir í Asíu, Kína og Indland, sem eru farin að styrkja stöðu sína og auka áhrif, meðal annars vegna þess hve framlag þessara ríkja til hagvaxtar í heiminum hefur verið drjúgt undanfarin ár. Ekki er ólíklegt að fleiri ríki í Asíu, og Afríku raunar einnig, muni komast inn í þennan valdamikla alþjóðapóltíska félagsskap á næstu áratugum, gangi mannfjölda- og hagspár eftir. Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, sendi í dag frá sér ítarlega skýrslu þar sem fjallað eru um stöðu mála í Evrópu, í samhengi við stöðu mála í heiminum, og þá ekki síst G20 hópnum. Fjögur Evrópuríki Fjögur ríki í Evrópu eru á meðal G20 ríkjanna, Þýskaland, Frakkland, Bretland og Ítalía. Út frá heildaríbúa fjölda jarðar, ríflega sjö milljörðum, þá eru áhrif Evrópuríkja innan G20 ríkja nokkuð mikil, en í Evrópu búa um 7 prósent af íbúum jarðar, um 500 milljónir. Það er meira en þrisvar sinnum minna en samanlagður íbúafjöldi Indlands (1,25 milljarðar íbúa) og Indónesíu (250,8 milljónir), svo dæmi sé tekið. Evrópa mikilvæg Ástæða áhrifanna innan G20 tengist öðru fremur efnahagslegu mikilvægu Evrópu fyrir heiminn allan. Á árinu 2010 nam heildar framleiðsla efnahagskerfis heimsins (World GDP) 46 þúsund og sjö hundruð milljörðum evra, eða sem nemur 7,5 milljörðum milljarða króna. Árleg landsframleiðsla Íslands er 1.620 milljarðar, eða sem nemur um 0,02 prósentum af árlegri heildarframleiðslu heimsins. Evrópa lagði til um 26 prósent af heildarframleiðslunni, eða um 12 þúsund og þrjú hundruð milljörðum evra. Til samanburðar er Bandaríkin með 23 prósent, Kína með um 10 prósent af heildinni og Japan með 9 prósent. Auk fyrrnefndu Evrópuríkjanna fjögurra, og Kína, Indlands og Indónesíu, mynda Bandaríkin, Brasilía, Kanada, Tyrkland, Rússland, Sádí-Arabía, Suður-Afríka, Suður-Kórea, Japan, Mexíkó, Argentína og Ástralía G20 hópinn. Opinberar skuldir eru mestar í Japan af þessum ríkjum, eða um 240 prósent af árlegri landsframleiðslu. Minnstar eru þær í Sádí-Arabíu, eða um átta prósent. Indland að verða risi Samkvæmt mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna og Eurostat fyrir heiminn er því spá að Indland verði langsamlega fjölmennasta ríki heims árið 2060 með 1,7 milljarða íbúa. Það mun jafngilda tæplega 18 prósentum af heildaríbúafjölda heimsins. Íbúum Kína verður hins vegar búið að fækka um ríflega hundrað milljónir frá því nú, samkvæmt fyrrnefndri spá og verða þeir ríflega 1,2 milljarðar. Þar ræður gjörólík aldurssamsetning þjóðanna miklu, og einnig opinber stefna um takmörk á fjölda barna samkvæmt opinberri stefnu í Kína. Samkvæmt spám mun íbúum heimsins fjölga um ríflega 2,6 milljarða íbúa á næstu 38 árum, eða sem nemur 68,4 milljónum á hverju ári. Fjölgun íbúa í Evrópu verður frekar hæg, miðað við mörg önnur svæði heimsins, fram til 2060, gangi spár eftir. Áætlað er að þá verði íbúar Evrópu 520 milljónir, eða sem nemur 20 milljónum meira en nú. Ítarlegar upplýsingar um mannfjöldaspá fyrir G20 ríkind og Evrópu í heild, má sjá hér að neðan, en þær byggja á spálíkönum Eurostat og Sameinuðu þjóðanna. Íbúafjöldi í milljónum% af heildaríbúafjöldaÍbúafjöldi í milljónum (spá)% af heildaríbúafjölda (spá)Íbúafjöldi í ferkílómetra201020602010Evrópa501.87.3516.95.4116.6Argentína40.40.651.30.514.5Ástralía22.30.332.70.32.9Brasilía194.92.8216.92.322.9Kanada34.00.545.10.53.4Kína1 341.319.51 211.512.6139.8Indland1 224.617.81 718.017.9372.5Indónesía239.93.5290.33.0125.9Japan126.51.8103.21.1334.9Mexíkó113.41.6142.81.557.9Suður-Kórea48.20.744.30.5484.1Rússland143.02.1120.81.38.4Sádí-Arabía27.40.446.30.512.8Suður-Afríka50.10.757.10.641.1Tyrkland72.81.190.80.992.8Bandaríkin310.44.5421.04.432.2Heimurinn allur6 895.9100.09 615.2100.050.6 Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hin svonefndu G20 ríki (20 stærstu iðnframleiðsluríki heimsins) ráða yfir 60 prósent af landi heimsins, standa undir 87 prósent af árlegri framleiðslu, og þar búa um 65 prósent af íbúum heimsins. Miklar sviptingar hafa þó einkennt áhrif einstakra ríkja innan þessa hóps undanfarin ár, og eru það helst risarnir í Asíu, Kína og Indland, sem eru farin að styrkja stöðu sína og auka áhrif, meðal annars vegna þess hve framlag þessara ríkja til hagvaxtar í heiminum hefur verið drjúgt undanfarin ár. Ekki er ólíklegt að fleiri ríki í Asíu, og Afríku raunar einnig, muni komast inn í þennan valdamikla alþjóðapóltíska félagsskap á næstu áratugum, gangi mannfjölda- og hagspár eftir. Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, sendi í dag frá sér ítarlega skýrslu þar sem fjallað eru um stöðu mála í Evrópu, í samhengi við stöðu mála í heiminum, og þá ekki síst G20 hópnum. Fjögur Evrópuríki Fjögur ríki í Evrópu eru á meðal G20 ríkjanna, Þýskaland, Frakkland, Bretland og Ítalía. Út frá heildaríbúa fjölda jarðar, ríflega sjö milljörðum, þá eru áhrif Evrópuríkja innan G20 ríkja nokkuð mikil, en í Evrópu búa um 7 prósent af íbúum jarðar, um 500 milljónir. Það er meira en þrisvar sinnum minna en samanlagður íbúafjöldi Indlands (1,25 milljarðar íbúa) og Indónesíu (250,8 milljónir), svo dæmi sé tekið. Evrópa mikilvæg Ástæða áhrifanna innan G20 tengist öðru fremur efnahagslegu mikilvægu Evrópu fyrir heiminn allan. Á árinu 2010 nam heildar framleiðsla efnahagskerfis heimsins (World GDP) 46 þúsund og sjö hundruð milljörðum evra, eða sem nemur 7,5 milljörðum milljarða króna. Árleg landsframleiðsla Íslands er 1.620 milljarðar, eða sem nemur um 0,02 prósentum af árlegri heildarframleiðslu heimsins. Evrópa lagði til um 26 prósent af heildarframleiðslunni, eða um 12 þúsund og þrjú hundruð milljörðum evra. Til samanburðar er Bandaríkin með 23 prósent, Kína með um 10 prósent af heildinni og Japan með 9 prósent. Auk fyrrnefndu Evrópuríkjanna fjögurra, og Kína, Indlands og Indónesíu, mynda Bandaríkin, Brasilía, Kanada, Tyrkland, Rússland, Sádí-Arabía, Suður-Afríka, Suður-Kórea, Japan, Mexíkó, Argentína og Ástralía G20 hópinn. Opinberar skuldir eru mestar í Japan af þessum ríkjum, eða um 240 prósent af árlegri landsframleiðslu. Minnstar eru þær í Sádí-Arabíu, eða um átta prósent. Indland að verða risi Samkvæmt mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna og Eurostat fyrir heiminn er því spá að Indland verði langsamlega fjölmennasta ríki heims árið 2060 með 1,7 milljarða íbúa. Það mun jafngilda tæplega 18 prósentum af heildaríbúafjölda heimsins. Íbúum Kína verður hins vegar búið að fækka um ríflega hundrað milljónir frá því nú, samkvæmt fyrrnefndri spá og verða þeir ríflega 1,2 milljarðar. Þar ræður gjörólík aldurssamsetning þjóðanna miklu, og einnig opinber stefna um takmörk á fjölda barna samkvæmt opinberri stefnu í Kína. Samkvæmt spám mun íbúum heimsins fjölga um ríflega 2,6 milljarða íbúa á næstu 38 árum, eða sem nemur 68,4 milljónum á hverju ári. Fjölgun íbúa í Evrópu verður frekar hæg, miðað við mörg önnur svæði heimsins, fram til 2060, gangi spár eftir. Áætlað er að þá verði íbúar Evrópu 520 milljónir, eða sem nemur 20 milljónum meira en nú. Ítarlegar upplýsingar um mannfjöldaspá fyrir G20 ríkind og Evrópu í heild, má sjá hér að neðan, en þær byggja á spálíkönum Eurostat og Sameinuðu þjóðanna. Íbúafjöldi í milljónum% af heildaríbúafjöldaÍbúafjöldi í milljónum (spá)% af heildaríbúafjölda (spá)Íbúafjöldi í ferkílómetra201020602010Evrópa501.87.3516.95.4116.6Argentína40.40.651.30.514.5Ástralía22.30.332.70.32.9Brasilía194.92.8216.92.322.9Kanada34.00.545.10.53.4Kína1 341.319.51 211.512.6139.8Indland1 224.617.81 718.017.9372.5Indónesía239.93.5290.33.0125.9Japan126.51.8103.21.1334.9Mexíkó113.41.6142.81.557.9Suður-Kórea48.20.744.30.5484.1Rússland143.02.1120.81.38.4Sádí-Arabía27.40.446.30.512.8Suður-Afríka50.10.757.10.641.1Tyrkland72.81.190.80.992.8Bandaríkin310.44.5421.04.432.2Heimurinn allur6 895.9100.09 615.2100.050.6
Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira