Tók hún tjakkinn á málið? Jóhann Hauksson skrifar 28. nóvember 2012 17:51 Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar tók í fréttum Stöðvar 2 afar illa í 14 prósenta virðisaukaskatt í gistiþjónustu í stað 25,5 prósenta eins og gildir í flestum öðrum greinum. Þetta breytir litlu sagði hún: „Við höfum lagt gríðarlega áherslu á það við stjórnvöld að við getum ekki tekið á okkur aukna skatta með minna en 20 mánaða fyrirvara. Það er löngu búið að verðleggja næsta ár og búið að selja stóran hluta sumarsins." Þessi rök eru kunn en svo bætti hún við: „Auðvitað skiptir máli hvort hækkunin er upp í 25,5% eða 14. Fyrsta hugmynd Oddnýjar Harðardóttur um 25,5% virðisaukaskatt á gistingu var auðvitað algerlega galin. Virðisaukaskattur í Evrópu er að meðaltali 10% og flestu stærstu ferðamannaþjóðirnar eru með 7." Um viðbrögðin við 14 prósentunum datt mér í hug þessi fleygu orð: „Þú getur átt þinn helv. tjakk sjálfur!" Þetta með sanngirnina Vert er að halda því til haga að þrefið um VSK snertir gistiþjónustuna í landinu en ekki ferðaþjónustuna alla. Einnig má varpa ljósi á þetta með samanburði við Norðurlönd eins og gert er í meðfylgjandi töflu. DanmörkSvíþjóðNoregurÍslandVsk. á hótel %251287Almennur vsk. %25252525,5Vsk. á matvæli%2512157Vsk. á hópferðabifreiðar %25680* Hlutdeild ferðaþjónustu Í VLF % -20103,33,03,35,9Skattur á fyrirtæki %2526,32820 Ég er viss um að á fundi með almennum framleiðendum vöru og þjónustu mundi það ekkert vefjast fyrir Ernu að réttlæta að virðisaukaskattur eigi að vera lægri á gistirými í landinu en í öðrum greinum. En er hún viss um að undirtektir yrðu góðar? Gistiþjónusta getur vart talist sprotagrein sem þarf á sérstökum opinberum stuðningi að halda umfram aðrar greinar. Erna kannast við að samfara mikilli og stöðugri fjölgun erlendra ferðamanna eykst álag á fjölsóttum ferðamannastöðum. Það leiðir til útgjalda sem gjarnan er varpað yfir á hið opinbera. Því er það ofur eðlilegt að stjórnvöld hugi að því hvort unnt sé leggja áherslu á auknar tekjur af ferðamönnum frekar en að reiða sig á stöðug fjölgun þeirra. Ábyggilega heitt á könnunni í stjórnarráðinu Ég veit ekki hvort Erna hefur leitt hugann að því, að stjórnvöld hafa ákveðið í nafni fjárfestingaráætlunar ríkisstjórnarinnar að leggja hálfan milljarð króna í uppbyggingu ferðamannastaða. Öðrum 250 milljónum króna verður varið í innviði friðlýstra svæða. Svo þarf auðvitað ekkert að nefna að kostnaðarsamar samgöngubætur koma ferðaþjónustunni til góða sem og stuðningur hins opinbera við Hörpuna svo það sé nú nefnt. Um 10% erlendra ferðamanna eru ráðstefnugestir sem greiða oft ekki gistingu úr eigin vasa eða fá VSK endurgreiddan. Ótrúlegt er að hækkun VSK á gistiþjónustu hafi mikil áhrif á þennan hóp. Svo er einnig að sjá sem erlendir ferðamenn sem hingað koma séu ekki sérstaklega næmir fyrir þeim kostnaði sem hér er deilt um. Reyndar er áætlað að hækkun VSK í hótel- og gistiþjónustu seinki því um eitt ár að erlendir ferðamenn nái því að verða ein milljón á ári. Það er nú allt og sumt. Að öllu samanlögðu er hækkun hótel- og gistiþjónustu um skattþrep bæði einfaldur og sanngjarn kostur. Ég vona að Erna Hauksdóttir og skynsamir menn í hótel- og gistiþjónustunni sjái ljósið en fari ekki í sama far og harðsnúnasta hagsmunagæsla þjóðfélagsins, LÍÚ, sem hefur reglulega í hótunum fái þeir ekki sínu framgengt. Kannski er bara rétt að fara yfir málið í rólegheitum. Það gæti verið heitt á könnunni í stjórnarráðinu.Tengdar fréttir:Dregið í land með skattahækkanir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Hauksson Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar tók í fréttum Stöðvar 2 afar illa í 14 prósenta virðisaukaskatt í gistiþjónustu í stað 25,5 prósenta eins og gildir í flestum öðrum greinum. Þetta breytir litlu sagði hún: „Við höfum lagt gríðarlega áherslu á það við stjórnvöld að við getum ekki tekið á okkur aukna skatta með minna en 20 mánaða fyrirvara. Það er löngu búið að verðleggja næsta ár og búið að selja stóran hluta sumarsins." Þessi rök eru kunn en svo bætti hún við: „Auðvitað skiptir máli hvort hækkunin er upp í 25,5% eða 14. Fyrsta hugmynd Oddnýjar Harðardóttur um 25,5% virðisaukaskatt á gistingu var auðvitað algerlega galin. Virðisaukaskattur í Evrópu er að meðaltali 10% og flestu stærstu ferðamannaþjóðirnar eru með 7." Um viðbrögðin við 14 prósentunum datt mér í hug þessi fleygu orð: „Þú getur átt þinn helv. tjakk sjálfur!" Þetta með sanngirnina Vert er að halda því til haga að þrefið um VSK snertir gistiþjónustuna í landinu en ekki ferðaþjónustuna alla. Einnig má varpa ljósi á þetta með samanburði við Norðurlönd eins og gert er í meðfylgjandi töflu. DanmörkSvíþjóðNoregurÍslandVsk. á hótel %251287Almennur vsk. %25252525,5Vsk. á matvæli%2512157Vsk. á hópferðabifreiðar %25680* Hlutdeild ferðaþjónustu Í VLF % -20103,33,03,35,9Skattur á fyrirtæki %2526,32820 Ég er viss um að á fundi með almennum framleiðendum vöru og þjónustu mundi það ekkert vefjast fyrir Ernu að réttlæta að virðisaukaskattur eigi að vera lægri á gistirými í landinu en í öðrum greinum. En er hún viss um að undirtektir yrðu góðar? Gistiþjónusta getur vart talist sprotagrein sem þarf á sérstökum opinberum stuðningi að halda umfram aðrar greinar. Erna kannast við að samfara mikilli og stöðugri fjölgun erlendra ferðamanna eykst álag á fjölsóttum ferðamannastöðum. Það leiðir til útgjalda sem gjarnan er varpað yfir á hið opinbera. Því er það ofur eðlilegt að stjórnvöld hugi að því hvort unnt sé leggja áherslu á auknar tekjur af ferðamönnum frekar en að reiða sig á stöðug fjölgun þeirra. Ábyggilega heitt á könnunni í stjórnarráðinu Ég veit ekki hvort Erna hefur leitt hugann að því, að stjórnvöld hafa ákveðið í nafni fjárfestingaráætlunar ríkisstjórnarinnar að leggja hálfan milljarð króna í uppbyggingu ferðamannastaða. Öðrum 250 milljónum króna verður varið í innviði friðlýstra svæða. Svo þarf auðvitað ekkert að nefna að kostnaðarsamar samgöngubætur koma ferðaþjónustunni til góða sem og stuðningur hins opinbera við Hörpuna svo það sé nú nefnt. Um 10% erlendra ferðamanna eru ráðstefnugestir sem greiða oft ekki gistingu úr eigin vasa eða fá VSK endurgreiddan. Ótrúlegt er að hækkun VSK á gistiþjónustu hafi mikil áhrif á þennan hóp. Svo er einnig að sjá sem erlendir ferðamenn sem hingað koma séu ekki sérstaklega næmir fyrir þeim kostnaði sem hér er deilt um. Reyndar er áætlað að hækkun VSK í hótel- og gistiþjónustu seinki því um eitt ár að erlendir ferðamenn nái því að verða ein milljón á ári. Það er nú allt og sumt. Að öllu samanlögðu er hækkun hótel- og gistiþjónustu um skattþrep bæði einfaldur og sanngjarn kostur. Ég vona að Erna Hauksdóttir og skynsamir menn í hótel- og gistiþjónustunni sjái ljósið en fari ekki í sama far og harðsnúnasta hagsmunagæsla þjóðfélagsins, LÍÚ, sem hefur reglulega í hótunum fái þeir ekki sínu framgengt. Kannski er bara rétt að fara yfir málið í rólegheitum. Það gæti verið heitt á könnunni í stjórnarráðinu.Tengdar fréttir:Dregið í land með skattahækkanir
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun