Kallar eftir ótvíræðum aðgerðum til að leysa fjármálakreppuna 2. september 2012 12:17 Marianno Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segir að leiðtogar ríkjanna á evrusvæðinu verði að finna varanlega lausn á skuldavandanum sem ógni tilvist evrunnar. Marianno Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segir að leiðtogar ríkjanna á evrusvæðinu verði að finna varanlega lausn á skuldavandanum sem ógni tilvist evrunnar. Framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD tekur undir og gagnrýnir Seðlabanka Evrópu fyrir að gera ekki nóg vegna fjármalakrísunnar og til að treysta stoðir evrunnar sem gjaldmiðils. Angel Gurria, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, segir að Seðlabanki Evrópu verði að gera meira til að leysa skuldavandann á evrusvæðinu og treysta stoðir evrunnar sem myntar. Gurria lét þessi orð falla á ráðstefnu í Slóveníu í gær, en það er Reuters sem greinir frá. Gurria sagði að það væri ekki nóg að hafa björgunarsjóðina tvo sem eru notaðir til að aðstoða skuldsett ríki á evrusvæðinu, Seðlabanki Evrópu yrði að grípa inn í. Framtíð fjármálakerfisins í Evrópu væri í húfi og ekki ætti að stofna evrunni í hættu. Gurria sagði að Seðlabankinn ætti í raun strax að hefja kaup á ríkisskuldabréfum á evrusvæðinu í miklum mæli. European Financial Stability Facility og European Stability Mechanism, ESM, eru sjóðirnir tveir sem notaðir eru, en þýski stjórnlagadómstóllinn á að skera úr um lögmæti ESM hinn 12. september næstkomandi eftir að Bundestag, þýska þjóðþingið samþykkti lög um sjóðinn í júní. Margir hafa spáð því að ef dómstóllinn teli lögin um sjóðinn andstæð þýsku stjórnarskránni þýði það endalok sjóðsins. Gurria sagði jafnframt á ráðstefnunni í Slóveníu að hann hefði enga trú á því að evrusamstarfið myndi brotna upp með útgöngu einhverra ríkja, eins og Grikklands eða Spánar. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, kallaði í gær eftir ótvíræðum aðgerðum til að leysa fjármálakreppuna á evrusvæðinu og eyða óvissu um framtíð evrunnar sem myntar. Rajoy sagði í viðtali við þýska dagblaðið Bild í gær að það yrði að laga þá stöðu sem væri uppi á evrusvæðinu, sem fæli í sér að sum ríki fjármögnuðu sig með neikvæðum vöxtum á meðan önnur þyrftu að þola gífurlega háa vexti á ríkisskuldabréf sín, eins og Spánn. Staðan væri ósjálfbær til framtíðar. Fjárfestar virðast ekki hafa trú á þeim björgunaraðgerðum sem ráðist hefur verið í til handa Spáni því ávöxtunarkrafa á spænsk ríkisskuldabréf er nú 7 prósent og náði hámarki fyrr í sumar þegar hún var nálægt 8 prósentum. Rajoy sagði við Bild að að eyða yrði óvissu um evruna, en hrósaði Angelu Merkel Þýskalandskanslara fyrir vinnu hennar við að takast á við fjármálakrísuna. Merkel mun sækja Spán heim í vikunni þegar hún fer í opinbera heimsókn til höfuðborgarinnar Madríd. Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Marianno Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segir að leiðtogar ríkjanna á evrusvæðinu verði að finna varanlega lausn á skuldavandanum sem ógni tilvist evrunnar. Framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD tekur undir og gagnrýnir Seðlabanka Evrópu fyrir að gera ekki nóg vegna fjármalakrísunnar og til að treysta stoðir evrunnar sem gjaldmiðils. Angel Gurria, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, segir að Seðlabanki Evrópu verði að gera meira til að leysa skuldavandann á evrusvæðinu og treysta stoðir evrunnar sem myntar. Gurria lét þessi orð falla á ráðstefnu í Slóveníu í gær, en það er Reuters sem greinir frá. Gurria sagði að það væri ekki nóg að hafa björgunarsjóðina tvo sem eru notaðir til að aðstoða skuldsett ríki á evrusvæðinu, Seðlabanki Evrópu yrði að grípa inn í. Framtíð fjármálakerfisins í Evrópu væri í húfi og ekki ætti að stofna evrunni í hættu. Gurria sagði að Seðlabankinn ætti í raun strax að hefja kaup á ríkisskuldabréfum á evrusvæðinu í miklum mæli. European Financial Stability Facility og European Stability Mechanism, ESM, eru sjóðirnir tveir sem notaðir eru, en þýski stjórnlagadómstóllinn á að skera úr um lögmæti ESM hinn 12. september næstkomandi eftir að Bundestag, þýska þjóðþingið samþykkti lög um sjóðinn í júní. Margir hafa spáð því að ef dómstóllinn teli lögin um sjóðinn andstæð þýsku stjórnarskránni þýði það endalok sjóðsins. Gurria sagði jafnframt á ráðstefnunni í Slóveníu að hann hefði enga trú á því að evrusamstarfið myndi brotna upp með útgöngu einhverra ríkja, eins og Grikklands eða Spánar. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, kallaði í gær eftir ótvíræðum aðgerðum til að leysa fjármálakreppuna á evrusvæðinu og eyða óvissu um framtíð evrunnar sem myntar. Rajoy sagði í viðtali við þýska dagblaðið Bild í gær að það yrði að laga þá stöðu sem væri uppi á evrusvæðinu, sem fæli í sér að sum ríki fjármögnuðu sig með neikvæðum vöxtum á meðan önnur þyrftu að þola gífurlega háa vexti á ríkisskuldabréf sín, eins og Spánn. Staðan væri ósjálfbær til framtíðar. Fjárfestar virðast ekki hafa trú á þeim björgunaraðgerðum sem ráðist hefur verið í til handa Spáni því ávöxtunarkrafa á spænsk ríkisskuldabréf er nú 7 prósent og náði hámarki fyrr í sumar þegar hún var nálægt 8 prósentum. Rajoy sagði við Bild að að eyða yrði óvissu um evruna, en hrósaði Angelu Merkel Þýskalandskanslara fyrir vinnu hennar við að takast á við fjármálakrísuna. Merkel mun sækja Spán heim í vikunni þegar hún fer í opinbera heimsókn til höfuðborgarinnar Madríd.
Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira