Norðmenn ætla ekki að bora í Norðurpólinn Kristján Már Unnarsson skrifar 4. september 2012 05:00 Jens Stoltenberg forsætisráðherra: Slær á fingur olíu- og orkumálaráðherrans. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefur sett ofan í við einn af ráðherrum sínum, sjálfan olíu- og orkumálaráðherrann Ola Borten Moe, vegna yfirlýsingar hans um að Noregur gæti leitað að olíu og gasi alla leið á Norðurskautið. Norðmenn leyfa nú þegar boranir í Barentshafi, langt norðan heimskautsbaugs, og var olíumálaráðherrann, sem situr fyrir Miðflokkinn í þriggja flokka rauðgrænni ríkisstjórn Noregs, spurður í Stafangri í síðustu viku, í tengslum við ráðstefnu olíuiðnaðarins, hve langt norður á bóginn ætti að sækja. Olíumálaráðherrann svaraði í viðtali við Stavanger Aftenblad að engin ástæða væri til að hætta núna enda næði lögsaga Noregs nánast alla leið á Norðurpólinn. Yfirlýsingin vakti hörð viðbrögð náttúruverndarsamtaka og ólgu innan Vinstri sósíalista, en þaðan kemur umhverfisráðherrann Bård Vegar Solhjell. Frederic Hauge, leiðtogi Bellona, helstu umhverfissamtaka Noregs, sagði að hann gæti ekki hvatt neinn til að styðja Vinstri sósíalista ef flokkurinn lýsti því ekki yfir að hann myndi ekki sitja í ríkisstjórn sem opnaði á olíuleit á Norðurskautinu. Umhverfisráðherrann lýsti því þá yfir að olíumálaráðherrann gæti gleymt því að láta sig dreyma um boranir á pólnum. „Vinstri sósalistar vilja ekki vera hluti af ríkisstjórn sem borar eða leitar eftir olíu á svæðum í kringum Norðurskautið. Það er ekki rauðgræn pólitík," sagði umhverfisráðherrann. Leiðtogi Bellona krafði þá forsætisráðherrann um skýr svör við því hvor væri stefna ríkisstjórnarinnar í málinu; sú sem olíumálaráðherrann lýsti eða sú sem umhverfisráðherrann lýsti. Svarið er nú komið frá Jens Stoltenberg, sem sagði í viðtali við Verdens Gang: Stefna ríkisstjórnarinnar í olíumálum er skýr og felur ekki í sér að leyfðar verði olíuboranir á Norðurskautinu. Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hefur sett ofan í við einn af ráðherrum sínum, sjálfan olíu- og orkumálaráðherrann Ola Borten Moe, vegna yfirlýsingar hans um að Noregur gæti leitað að olíu og gasi alla leið á Norðurskautið. Norðmenn leyfa nú þegar boranir í Barentshafi, langt norðan heimskautsbaugs, og var olíumálaráðherrann, sem situr fyrir Miðflokkinn í þriggja flokka rauðgrænni ríkisstjórn Noregs, spurður í Stafangri í síðustu viku, í tengslum við ráðstefnu olíuiðnaðarins, hve langt norður á bóginn ætti að sækja. Olíumálaráðherrann svaraði í viðtali við Stavanger Aftenblad að engin ástæða væri til að hætta núna enda næði lögsaga Noregs nánast alla leið á Norðurpólinn. Yfirlýsingin vakti hörð viðbrögð náttúruverndarsamtaka og ólgu innan Vinstri sósíalista, en þaðan kemur umhverfisráðherrann Bård Vegar Solhjell. Frederic Hauge, leiðtogi Bellona, helstu umhverfissamtaka Noregs, sagði að hann gæti ekki hvatt neinn til að styðja Vinstri sósíalista ef flokkurinn lýsti því ekki yfir að hann myndi ekki sitja í ríkisstjórn sem opnaði á olíuleit á Norðurskautinu. Umhverfisráðherrann lýsti því þá yfir að olíumálaráðherrann gæti gleymt því að láta sig dreyma um boranir á pólnum. „Vinstri sósalistar vilja ekki vera hluti af ríkisstjórn sem borar eða leitar eftir olíu á svæðum í kringum Norðurskautið. Það er ekki rauðgræn pólitík," sagði umhverfisráðherrann. Leiðtogi Bellona krafði þá forsætisráðherrann um skýr svör við því hvor væri stefna ríkisstjórnarinnar í málinu; sú sem olíumálaráðherrann lýsti eða sú sem umhverfisráðherrann lýsti. Svarið er nú komið frá Jens Stoltenberg, sem sagði í viðtali við Verdens Gang: Stefna ríkisstjórnarinnar í olíumálum er skýr og felur ekki í sér að leyfðar verði olíuboranir á Norðurskautinu.
Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira