Fann síðasta lagið eftir Sjonna í sorginni 24. ágúst 2012 17:00 Sjonni eins og við minnumst hans hefði orðið 38 ára næstkomandi miðvikudag, þann 29. ágúst. Að því tilefni ákvað Þórunn Clausen ásamt fjölskyldunni allri að halda minningartónleika fyrir hann í Borgarleikhúsinu. Sjonni var frábær tónlistarmaður, lagahöfundur og söngvari og eftir hann liggja mörg yndisleg, kraftmikil og grípandi lög. „Sjonni var svo hjartahlýr og vinamargur, alltaf brosandi og til í að rétta öðrum hjálparhönd og nú þegar við höfum hann ekki hjá okkur, þá finnum við fyrir honum í tónlistinni hans." Tónlistarveisla Nú hafa vinir hans og tónlistarfólk sem hann starfaði með í gegnum tíðina flykkst saman og ætla að flytja lögin hans á tónleikunum. Meðal þeirra eru Björgvin Halldórsson, Jógvan, Pálmi Sigurhjartarson, en hann er jafnframt hljómsveitarstjóri, Hreimur Örn, Magni, Stefán Hilmarsson, Vignir Snær, Gunni Óla, Matti Matt, Soffía Karls, Guðrún Árný, Erna Hrönn, Bjarni Ara, Benni Brynleifs, Róbert Þórhalls og fleiri. „Ég held að það verði einstaklega mikið hjarta í þessum sal þetta kvöld. Það hefur tekið á að undirbúa þetta og það er ljúfsárt að hlusta á lögin hans og röddina hans og það hvað við höfum öll misst mikið verður svo raunverulegt. En hann skildi eftir sig gjafir til okkar allra með tónlistinni sinni." Fann lagið í sorginni Í tilefni af tónleikunum dreif Þórunn sig í að klára síðasta lagið sem Sjonni samdi áður en hann lést. „Í desember á síðasta ári, í kjölfar sérstaklega erfiðs tíma hjá mér í sorginni þar sem ég þráði svo heitt að geta heyrt eitthvað frá honum, gerðist svolítið einkennilegt. Ég opnaði tölvuna og allt í einu var opið þar upptökuforrit og demo af síðasta laginu sem hann samdi og var að vinna að þegar hann lést. Textinn var ókláraður en samt sem áður heyrist hann syngja línur sem voru eins og svar við spurningum mínum. Ég er nú búin að klára textann og reyndi að nota eins mikið af því sem hann var að syngja og ég gat og ætla að gefa út lagið en hans rödd mun hljóma með í laginu. Þakklát öllum sem koma fram Þetta er yndislegt lag og ég hlakka til að leyfa fólki að heyra það. En Vignir Snær er að vinna lagið með mér ásamt Vinum Sjonna sem sjá um hljóðfæraleik, undirspil og bakraddir. Nú eru æfingar á fullu fyrir tónleikana og ég er svo þakklát öllum sem eru að koma fram og heiðra minningu hans á þennan hátt. Ágóði af tónleikunum mun síðan renna í Áfram, hvatningarsjóðinn sem stofnaður var fyrir börnin hans Sjonna fjögur," segir Þórunn að lokum. Tónlist Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Sjonni eins og við minnumst hans hefði orðið 38 ára næstkomandi miðvikudag, þann 29. ágúst. Að því tilefni ákvað Þórunn Clausen ásamt fjölskyldunni allri að halda minningartónleika fyrir hann í Borgarleikhúsinu. Sjonni var frábær tónlistarmaður, lagahöfundur og söngvari og eftir hann liggja mörg yndisleg, kraftmikil og grípandi lög. „Sjonni var svo hjartahlýr og vinamargur, alltaf brosandi og til í að rétta öðrum hjálparhönd og nú þegar við höfum hann ekki hjá okkur, þá finnum við fyrir honum í tónlistinni hans." Tónlistarveisla Nú hafa vinir hans og tónlistarfólk sem hann starfaði með í gegnum tíðina flykkst saman og ætla að flytja lögin hans á tónleikunum. Meðal þeirra eru Björgvin Halldórsson, Jógvan, Pálmi Sigurhjartarson, en hann er jafnframt hljómsveitarstjóri, Hreimur Örn, Magni, Stefán Hilmarsson, Vignir Snær, Gunni Óla, Matti Matt, Soffía Karls, Guðrún Árný, Erna Hrönn, Bjarni Ara, Benni Brynleifs, Róbert Þórhalls og fleiri. „Ég held að það verði einstaklega mikið hjarta í þessum sal þetta kvöld. Það hefur tekið á að undirbúa þetta og það er ljúfsárt að hlusta á lögin hans og röddina hans og það hvað við höfum öll misst mikið verður svo raunverulegt. En hann skildi eftir sig gjafir til okkar allra með tónlistinni sinni." Fann lagið í sorginni Í tilefni af tónleikunum dreif Þórunn sig í að klára síðasta lagið sem Sjonni samdi áður en hann lést. „Í desember á síðasta ári, í kjölfar sérstaklega erfiðs tíma hjá mér í sorginni þar sem ég þráði svo heitt að geta heyrt eitthvað frá honum, gerðist svolítið einkennilegt. Ég opnaði tölvuna og allt í einu var opið þar upptökuforrit og demo af síðasta laginu sem hann samdi og var að vinna að þegar hann lést. Textinn var ókláraður en samt sem áður heyrist hann syngja línur sem voru eins og svar við spurningum mínum. Ég er nú búin að klára textann og reyndi að nota eins mikið af því sem hann var að syngja og ég gat og ætla að gefa út lagið en hans rödd mun hljóma með í laginu. Þakklát öllum sem koma fram Þetta er yndislegt lag og ég hlakka til að leyfa fólki að heyra það. En Vignir Snær er að vinna lagið með mér ásamt Vinum Sjonna sem sjá um hljóðfæraleik, undirspil og bakraddir. Nú eru æfingar á fullu fyrir tónleikana og ég er svo þakklát öllum sem eru að koma fram og heiðra minningu hans á þennan hátt. Ágóði af tónleikunum mun síðan renna í Áfram, hvatningarsjóðinn sem stofnaður var fyrir börnin hans Sjonna fjögur," segir Þórunn að lokum.
Tónlist Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira