Aldrei meira atvinnuleysi á Spáni - tæplega 6 milljónir án atvinnu 27. júlí 2012 19:09 Atvinnuleysi á Spáni hefur aldrei mælst meira í sögu landsins og er nú 24,6 prósent, en 5,7milljónir Spánverja eru án atvinnu. Sífellt fleiri leita á náðir hjálparstofnana til að fá matargjafir, jafnvel í millistéttarhverfum. Engar vísbendingar eru um að atvinnuleysi komi til með að minnka á Spáni og horfurnar virðast enn dekkri en áður eftir tölurnar sem Hagstofa Spánar birti morgun. Nú eru 24,6 prósent Spánverja án atvinnu en þetta er mesta atvinnuleysi sem mælst hefur í sögu landsins. Hvergi á evrusvæðinu er atvinnuleysið meira en á Spáni. „Ég hef verið atvinnulaus í um það bil þrjú ár. Því miður er ástandið eins og það er. Ég vona bara að þetta skáni, og ég held að það muni gera það," Andres Rodriguez, íbúi í höfuðborginni Madrid. Og þeir sem eru án vinnu eru ekki sérstaklega bjartsýnir á að hagur þeirra vænkist með haustinu. „Ég held að það verði mjög erfitt að finna vinnu. Það er mjög erfitt núna. Kannski lagast það í vetur, í febrúar eða mars kannski, en ég geri ekki ráð fyrir að finna mikla vinnu," segir Jesus Alonso. Atvinnuhorfur ungs fólks eru sérstaklega slæmar, en atvinnuleysi fólks á aldrinum 18-25 ára er nú 53,3 prósent. Margir sem eru án tekna leita á náðir hjálparstofnana til að fá mataraðstoð eins og þessar myndir frá bækistöðvum Rauða Krossins í Madríd. Margir nýta sér matargjafir af þessu tagi á Spáni, jafnvel í millistéttarhverfum eins og Tres Cantos. „Áður voru það helst útlendingar sem nýttu sér matargjafirnar. Undanfarið, sérstaklega á þessu ári, hefur þetta breyst. Núna eru flestir skjólstæðingar okkar innfæddir. Verstu dæmin eru fjölskyldur þar sem báðir foreldrarnir eru atvinnulausir," segir Laura Tejedor, starfsmaður Rauða Krossins í Madríd. Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Atvinnuleysi á Spáni hefur aldrei mælst meira í sögu landsins og er nú 24,6 prósent, en 5,7milljónir Spánverja eru án atvinnu. Sífellt fleiri leita á náðir hjálparstofnana til að fá matargjafir, jafnvel í millistéttarhverfum. Engar vísbendingar eru um að atvinnuleysi komi til með að minnka á Spáni og horfurnar virðast enn dekkri en áður eftir tölurnar sem Hagstofa Spánar birti morgun. Nú eru 24,6 prósent Spánverja án atvinnu en þetta er mesta atvinnuleysi sem mælst hefur í sögu landsins. Hvergi á evrusvæðinu er atvinnuleysið meira en á Spáni. „Ég hef verið atvinnulaus í um það bil þrjú ár. Því miður er ástandið eins og það er. Ég vona bara að þetta skáni, og ég held að það muni gera það," Andres Rodriguez, íbúi í höfuðborginni Madrid. Og þeir sem eru án vinnu eru ekki sérstaklega bjartsýnir á að hagur þeirra vænkist með haustinu. „Ég held að það verði mjög erfitt að finna vinnu. Það er mjög erfitt núna. Kannski lagast það í vetur, í febrúar eða mars kannski, en ég geri ekki ráð fyrir að finna mikla vinnu," segir Jesus Alonso. Atvinnuhorfur ungs fólks eru sérstaklega slæmar, en atvinnuleysi fólks á aldrinum 18-25 ára er nú 53,3 prósent. Margir sem eru án tekna leita á náðir hjálparstofnana til að fá mataraðstoð eins og þessar myndir frá bækistöðvum Rauða Krossins í Madríd. Margir nýta sér matargjafir af þessu tagi á Spáni, jafnvel í millistéttarhverfum eins og Tres Cantos. „Áður voru það helst útlendingar sem nýttu sér matargjafirnar. Undanfarið, sérstaklega á þessu ári, hefur þetta breyst. Núna eru flestir skjólstæðingar okkar innfæddir. Verstu dæmin eru fjölskyldur þar sem báðir foreldrarnir eru atvinnulausir," segir Laura Tejedor, starfsmaður Rauða Krossins í Madríd.
Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira