Tveggja turna tal á snjallsímamarkaði 13. júlí 2012 10:19 Snjallsímar sem knúnir eru af Android-stýrikerfinu, sem framleitt er af Google, eru vinsælastir meðal neytenda. mynd/AFP Tveir af hverjum þremur farsímum sem seldir eru í Bandaríkjunum eru snjallsímar. Þetta kemur fram í reglubundnu yfirliti greiningarfyrirtækisins Nielsen sem tekur saman upplýsingar um snjallsímanotkun Bandaríkjamanna. Niðurstöður Nielsen eru í takt við þróun síðustu mánaða. Ljóst er að tveir turnar ráða lögum og lofum á snjallsímamarkaðinum í vestanhafs. Snjallsímar sem knúnir eru af Android-stýrikerfinu, sem framleitt er af Google, eru vinsælastir meðal neytenda. Markaðshlutdeild Android er 51.8 prósent. Tæknirisinn Apple og snjallsími þess, iPhone, fylgir fast á hæla Google með 34 prósent hlutdeild. Apple er samt sem áður stærsti snjallsímaframleiðandi í Bandaríkjunum, enda þróar fyrirtækið hugbúnað og tækjabúnað iPhone snjallsímans. En þrátt fyrir vinsældir Apple og Android þá virðist vera rými fyrir samkeppni. BlackBerry snjallsímarnir eru þeir þriðju vinsælustu í landinu. Framleiðandi símanna, Research in Motion, hefur átt í miklum erfiðleikum síðustu mánuði og hefur fyrirtækið verið rekið með tapi síðustu tvo ársfjórðunga. Sérfræðingar eru þó ekki á einu máli hvaða tæknifyrirtæki sé líklegt til að hefja innreið sína á snjallsímamarkaðinn og tryggja sér þriðja sæti á eftir Android og Apple. Tækni Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tveir af hverjum þremur farsímum sem seldir eru í Bandaríkjunum eru snjallsímar. Þetta kemur fram í reglubundnu yfirliti greiningarfyrirtækisins Nielsen sem tekur saman upplýsingar um snjallsímanotkun Bandaríkjamanna. Niðurstöður Nielsen eru í takt við þróun síðustu mánaða. Ljóst er að tveir turnar ráða lögum og lofum á snjallsímamarkaðinum í vestanhafs. Snjallsímar sem knúnir eru af Android-stýrikerfinu, sem framleitt er af Google, eru vinsælastir meðal neytenda. Markaðshlutdeild Android er 51.8 prósent. Tæknirisinn Apple og snjallsími þess, iPhone, fylgir fast á hæla Google með 34 prósent hlutdeild. Apple er samt sem áður stærsti snjallsímaframleiðandi í Bandaríkjunum, enda þróar fyrirtækið hugbúnað og tækjabúnað iPhone snjallsímans. En þrátt fyrir vinsældir Apple og Android þá virðist vera rými fyrir samkeppni. BlackBerry snjallsímarnir eru þeir þriðju vinsælustu í landinu. Framleiðandi símanna, Research in Motion, hefur átt í miklum erfiðleikum síðustu mánuði og hefur fyrirtækið verið rekið með tapi síðustu tvo ársfjórðunga. Sérfræðingar eru þó ekki á einu máli hvaða tæknifyrirtæki sé líklegt til að hefja innreið sína á snjallsímamarkaðinn og tryggja sér þriðja sæti á eftir Android og Apple.
Tækni Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira