Sandra María hvött til að gagnrýna fjölmiðla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júní 2012 06:00 Sandra María á fyrstu landsliðsæfingu sinni í gær. Mynd / Ernir Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA, er einn nýliðanna í landsliðshópi Íslands í knattspyrnu sem mætir Ungverjalandi í undankeppni EM 2013 á Laugardalsvelli á laugardaginn. Sandra María kom hlæjandi í viðtal hjá undirrituðum á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Ástæðan var sú að félagar hennar í landsliðinu höfðu sett á hana pressu að kvarta undan því í viðtalinu að öll athygli fjölmiðla beindist að liðsfélaga hennar hjá Þór/KA, Katrín Ásbjörnsdóttir, en ekki að henni. Greinilega gaman hjá Söndru á hennar fyrstu æfingu en knattspyrnukonan efnilega lét ekki undan pressu félaga sinna. „Þetta er ótrúlega gaman og mikil reynsla," segir Sandra María sem ætlaði að njóta þess að taka þátt í sinni fyrstu æfingu með landsliðinu þrátt fyrir smá stress. Sandra var kölluð inn í hópinn í stað áðurnefndrar Katrínar sem þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Þrátt fyrir að vera í skýjunum yfir því að hafa verið valin vorkennir hún Katrínu sárlega. „Hún meiddist þegar landsliðið fór til Algarve í vor. Hún hefur verið tæp síðan þá og fór í aðgerð í vetur vegna beinhimnubólgu. Hún hefur verið tæp í allt sumar," segir Sandra sem segist láta sig dreyma um að spila með landsliðinu einn daginn. Hún sé þó raunsæ og reikni ekki með miklum spiltíma í leikjunum tveimur sem framundan eru. Þór/KA situr á toppi Pepsi-deildar kvenna og hefur gengi liðsins komið flestum á óvart. Ekki þó Söndru. „Við vissum að við gætum þetta og snerum töflunni á hvolf miðað við undirbúningstímabilið. Mér sýnist allt vera í toppstandi hjá okkur," segir Sandra María sem telur samheldnina styrk liðsins. „Við kunnum hver á aðra. Vitum hverjir vilja fá hann í fætur eða fá stungusendingar eins og henta mér vel," segir Sandra María. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA, er einn nýliðanna í landsliðshópi Íslands í knattspyrnu sem mætir Ungverjalandi í undankeppni EM 2013 á Laugardalsvelli á laugardaginn. Sandra María kom hlæjandi í viðtal hjá undirrituðum á æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Ástæðan var sú að félagar hennar í landsliðinu höfðu sett á hana pressu að kvarta undan því í viðtalinu að öll athygli fjölmiðla beindist að liðsfélaga hennar hjá Þór/KA, Katrín Ásbjörnsdóttir, en ekki að henni. Greinilega gaman hjá Söndru á hennar fyrstu æfingu en knattspyrnukonan efnilega lét ekki undan pressu félaga sinna. „Þetta er ótrúlega gaman og mikil reynsla," segir Sandra María sem ætlaði að njóta þess að taka þátt í sinni fyrstu æfingu með landsliðinu þrátt fyrir smá stress. Sandra var kölluð inn í hópinn í stað áðurnefndrar Katrínar sem þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Þrátt fyrir að vera í skýjunum yfir því að hafa verið valin vorkennir hún Katrínu sárlega. „Hún meiddist þegar landsliðið fór til Algarve í vor. Hún hefur verið tæp síðan þá og fór í aðgerð í vetur vegna beinhimnubólgu. Hún hefur verið tæp í allt sumar," segir Sandra sem segist láta sig dreyma um að spila með landsliðinu einn daginn. Hún sé þó raunsæ og reikni ekki með miklum spiltíma í leikjunum tveimur sem framundan eru. Þór/KA situr á toppi Pepsi-deildar kvenna og hefur gengi liðsins komið flestum á óvart. Ekki þó Söndru. „Við vissum að við gætum þetta og snerum töflunni á hvolf miðað við undirbúningstímabilið. Mér sýnist allt vera í toppstandi hjá okkur," segir Sandra María sem telur samheldnina styrk liðsins. „Við kunnum hver á aðra. Vitum hverjir vilja fá hann í fætur eða fá stungusendingar eins og henta mér vel," segir Sandra María.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira