Krugman: Evruragnarrök hugsanlega framundan Magnús Halldórsson skrifar 15. maí 2012 08:59 Paul Krugman. Paul Krugman, prófessor í hagfræði og Nóbelsverðlaunahafi árið 2008, spáir „evruragnarrökum" á næstu mánuðum, ekki síst vegna óumflýjanlegs falls Grikklands með tilheyrandi hliðaráhrifum á nágrannaríkin Spán og Ítalíu. Hann spáir því að þetta gerist á næstu mánuðum, ekki árum. Þetta kemur fram í nýjasta pistli Krugmans sem birtur er á vefsvæði New York Times. „Grikkir munu yfirgefa evruna, mjög líklega í næsta mánuði," segir í pistli Krugmans. Hann segir að þetta muni kalla fram áhlaup á spænska og ítalska banka, sem margir hverjir muni reyna að færa peningana sína til Þýskalands. „Bann við fjármagnsflutningum mun hugsanlega geta komið í veg fyrir þetta" og aðstoð frá Seðlabanka Evrópu getur komið í veg fyrir að bankar hrynji. Þá segir Krugman að Þjóðverjar verði að samþykkja óbeinar skuldbindingar vegna vandamála Spánar og Ítalíu, einkum Spánar, þar sem nauðsynlegt sé að halda lántökukostnaði niðri með því að leggja fram frekari ábyrgðir fyrir skuldum landsins. Þá sé einnig nauðsynlegt að hækka verðbólgumarkmið á evrusvæðinu til þess að takast á við aðstæðurnar. Ef þetta sé ekki gert, þýði það endalok evrunnar. Pistil Krugmans má sjá hér. Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Paul Krugman, prófessor í hagfræði og Nóbelsverðlaunahafi árið 2008, spáir „evruragnarrökum" á næstu mánuðum, ekki síst vegna óumflýjanlegs falls Grikklands með tilheyrandi hliðaráhrifum á nágrannaríkin Spán og Ítalíu. Hann spáir því að þetta gerist á næstu mánuðum, ekki árum. Þetta kemur fram í nýjasta pistli Krugmans sem birtur er á vefsvæði New York Times. „Grikkir munu yfirgefa evruna, mjög líklega í næsta mánuði," segir í pistli Krugmans. Hann segir að þetta muni kalla fram áhlaup á spænska og ítalska banka, sem margir hverjir muni reyna að færa peningana sína til Þýskalands. „Bann við fjármagnsflutningum mun hugsanlega geta komið í veg fyrir þetta" og aðstoð frá Seðlabanka Evrópu getur komið í veg fyrir að bankar hrynji. Þá segir Krugman að Þjóðverjar verði að samþykkja óbeinar skuldbindingar vegna vandamála Spánar og Ítalíu, einkum Spánar, þar sem nauðsynlegt sé að halda lántökukostnaði niðri með því að leggja fram frekari ábyrgðir fyrir skuldum landsins. Þá sé einnig nauðsynlegt að hækka verðbólgumarkmið á evrusvæðinu til þess að takast á við aðstæðurnar. Ef þetta sé ekki gert, þýði það endalok evrunnar. Pistil Krugmans má sjá hér.
Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira