Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 25-28 | FH í úrslitin Birgir H. Stefánsson á Akureyri skrifar 25. apríl 2012 13:41 FH fær tækifæri til að verja Íslandsmeistaratitil sinn í handbolta eftir að hafa rutt Akureyringum úr vegi í undanúrslitarimmu liðanna í úrslitakeppni N1-deildar karla. FH vann fjórða leik liðanna í kvöld og þar með rimmuna, 3-1. FH-ingar voru skrefi framar nánast allan leikinn en Akureyringar voru þó aldrei langt undan. Munurinn í hálfleik var tvö mörk, 14-12. Liði Akureyrar dugði ekkert annað en sigur í þessum leik og gaf Sveinbjörn Pétursson, markvörður liðsins, tóninn þegar hann varði víti Hjalta Þór Pálmasonar í upphafi leiksins. Í upphafi var jafnræði með liðunum og þau skiptust á að leiða með einu marki. Það var svo á 19. mínútu sem það lifnaði heldur betur yfir leiknum. Akureyringar misstu tvo leikmenn af velli með stuttu millibili og FH-ingar gengu á lagið og náðu mest fimm marka forustu. Undir lok hálfleiksins svöruðu Akureyringar aftur fyrir sig og náðu að minnka forskotið niður í tvö mörk, 12-14. Nokkuð illa gekk hjá leikmönnum beggja liða að koma boltanum í netið í upphafi síðari hálfleiks. Markverðir beggja liða vörðu vel ásamt því að sóknarleikur liðanna gekk ekki að óskum. FH-ingum tókst þó að halda Akureyringum 2-3 mörkum frá sér þangað til um tíu mínútur voru eftir en þá náðu Akureyringar að minnka muninn í eitt mark. Nær komust Akureyringar þó ekki og á endanum landaði FH verðskulduðum þriggja marka sigri.Ólafur: óþarfi að gefa HK auka frí „Það er algjör óþarfi að gefa HK lengra frí til að jafna sig þannig að við lögðum upp með það að klára þetta í kvöld. Það var frábært að það hafðist," sagði Ólafur sem var markaæhstur leikmanna FH ásamt Ragnari Jóhannssyni. „Annars var hrikalega lítill munur á liðunum í kvöld. Við náðum smá forskoti en þeir náðu svo að minnka muninn í eitt mark. Eftir það var leikurinn í járnum en við græddum á því að eiga óþreytta menn á bekknum fyrir lokasprettinn. Ég fékk hvíld í síðasta leik þannig að ég var fullur af orku í dag og ætlaði mér að klára þetta í þessum leik."Kristján: Ekki gaman nema að þetta sé erfitt „Við vorum með aðeins meiri breidd og náðum að rúlla á fleiri leikmönnum. 6-0 vörnin okkar var mjög sterk og þeir áttu í erfiðleikum með hana. Raggi átti frábæran leik og Óli kom mjög sterkur inn í seinni hálfleikinn. Aðrir leikmenn líka að gera góða hluti," sagði Kristján. „Við héldum þeim niðri í hraðaupphlaupum þangað til að þeir fóru að taka áhættu og keyra á okkur. Með því náðu þeir að komast aftur inn í leikinn en við héldum okkar línu, fórum ekki á taugum og náðum að koma þessu í hús." „Þetta er 17. leikurinn sem við spilum gegn Akureyri núna á tveimur árum í opinberum leikum á vegum HSÍ - vídeófundirnir voru orðnir ansi þreyttir. Það er gott að fá aðeins að hvíla okkur fyrir átökin á móti HK sem sýndi virkilega mikinn styrkleika á móti Haukum. Það verður erfitt en annars væri ekkert gaman að þessu."Atli: Við hefðum viljað fara lengra „Þetta féll svolítið með þeim í dag og vorum við frekar óheppnir," sagði Atli Hilmarsson, sem stýrði Akureyri í síðasta sinn í kvöld. „Það verður ekkert tekið af FH-ingum - þeir spiluðu vel. Þegar við lentum tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik misstum við dampinn. Það var ætlunin að jafna leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks en við fórum svolítið illa að ráði okkar." „Við hefðum þurft að ná að jafna leikinn en komumst aldrei nær en einu marki. FH-ingarnir spiluðu bara vel og eru verðugir sigurvegarar þessa einvígis." „Við vorum búnir að hafa mikið fyrir því að komast í þessa úrslitakeppni og lentum í miklum hremmingum á leiðinni. Mér fannst samt mjög flott að ná þriðja sætinu í deildinni og við hefðum viljað fara lengra í úrslitakeppninni. Ég vil meina að við séum með lið til þess en heimaleikjarétturinn reyndist ef til vill dýrmætur fyrir FH-inga þegar uppi var staðið." Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Sjá meira
FH fær tækifæri til að verja Íslandsmeistaratitil sinn í handbolta eftir að hafa rutt Akureyringum úr vegi í undanúrslitarimmu liðanna í úrslitakeppni N1-deildar karla. FH vann fjórða leik liðanna í kvöld og þar með rimmuna, 3-1. FH-ingar voru skrefi framar nánast allan leikinn en Akureyringar voru þó aldrei langt undan. Munurinn í hálfleik var tvö mörk, 14-12. Liði Akureyrar dugði ekkert annað en sigur í þessum leik og gaf Sveinbjörn Pétursson, markvörður liðsins, tóninn þegar hann varði víti Hjalta Þór Pálmasonar í upphafi leiksins. Í upphafi var jafnræði með liðunum og þau skiptust á að leiða með einu marki. Það var svo á 19. mínútu sem það lifnaði heldur betur yfir leiknum. Akureyringar misstu tvo leikmenn af velli með stuttu millibili og FH-ingar gengu á lagið og náðu mest fimm marka forustu. Undir lok hálfleiksins svöruðu Akureyringar aftur fyrir sig og náðu að minnka forskotið niður í tvö mörk, 12-14. Nokkuð illa gekk hjá leikmönnum beggja liða að koma boltanum í netið í upphafi síðari hálfleiks. Markverðir beggja liða vörðu vel ásamt því að sóknarleikur liðanna gekk ekki að óskum. FH-ingum tókst þó að halda Akureyringum 2-3 mörkum frá sér þangað til um tíu mínútur voru eftir en þá náðu Akureyringar að minnka muninn í eitt mark. Nær komust Akureyringar þó ekki og á endanum landaði FH verðskulduðum þriggja marka sigri.Ólafur: óþarfi að gefa HK auka frí „Það er algjör óþarfi að gefa HK lengra frí til að jafna sig þannig að við lögðum upp með það að klára þetta í kvöld. Það var frábært að það hafðist," sagði Ólafur sem var markaæhstur leikmanna FH ásamt Ragnari Jóhannssyni. „Annars var hrikalega lítill munur á liðunum í kvöld. Við náðum smá forskoti en þeir náðu svo að minnka muninn í eitt mark. Eftir það var leikurinn í járnum en við græddum á því að eiga óþreytta menn á bekknum fyrir lokasprettinn. Ég fékk hvíld í síðasta leik þannig að ég var fullur af orku í dag og ætlaði mér að klára þetta í þessum leik."Kristján: Ekki gaman nema að þetta sé erfitt „Við vorum með aðeins meiri breidd og náðum að rúlla á fleiri leikmönnum. 6-0 vörnin okkar var mjög sterk og þeir áttu í erfiðleikum með hana. Raggi átti frábæran leik og Óli kom mjög sterkur inn í seinni hálfleikinn. Aðrir leikmenn líka að gera góða hluti," sagði Kristján. „Við héldum þeim niðri í hraðaupphlaupum þangað til að þeir fóru að taka áhættu og keyra á okkur. Með því náðu þeir að komast aftur inn í leikinn en við héldum okkar línu, fórum ekki á taugum og náðum að koma þessu í hús." „Þetta er 17. leikurinn sem við spilum gegn Akureyri núna á tveimur árum í opinberum leikum á vegum HSÍ - vídeófundirnir voru orðnir ansi þreyttir. Það er gott að fá aðeins að hvíla okkur fyrir átökin á móti HK sem sýndi virkilega mikinn styrkleika á móti Haukum. Það verður erfitt en annars væri ekkert gaman að þessu."Atli: Við hefðum viljað fara lengra „Þetta féll svolítið með þeim í dag og vorum við frekar óheppnir," sagði Atli Hilmarsson, sem stýrði Akureyri í síðasta sinn í kvöld. „Það verður ekkert tekið af FH-ingum - þeir spiluðu vel. Þegar við lentum tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik misstum við dampinn. Það var ætlunin að jafna leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks en við fórum svolítið illa að ráði okkar." „Við hefðum þurft að ná að jafna leikinn en komumst aldrei nær en einu marki. FH-ingarnir spiluðu bara vel og eru verðugir sigurvegarar þessa einvígis." „Við vorum búnir að hafa mikið fyrir því að komast í þessa úrslitakeppni og lentum í miklum hremmingum á leiðinni. Mér fannst samt mjög flott að ná þriðja sætinu í deildinni og við hefðum viljað fara lengra í úrslitakeppninni. Ég vil meina að við séum með lið til þess en heimaleikjarétturinn reyndist ef til vill dýrmætur fyrir FH-inga þegar uppi var staðið."
Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Sjá meira