Snjallgleraugun eru raunveruleg - prufukeyrsla hafin 7. apríl 2012 20:56 Tæknirisinn Google opinberaði í vikunni áform sín um að þróa sérstök snjallgleraugu sem byggja á Android stýrikerfinu vinsæla. Margir efuðust um yfirlýsingar fyrirtækisins og töldu sumir að um grín væri að ræða. Google hefur hins vegar slegið á allar efasemdir með því að birta myndband sem sýnir snjallgleraugun í notkun. Virkni gleraugnanna svipar mjög til hefðbundinna snjallsíma. Þau er þó hönnuð í allt öðrum tilgangi. Þeim er ætlað að bæta við veruleika okkar og veita nánast óendanlegt flæði upplýsinga um umhverfið. Með því að nota 3G og 4G farnetsþjónustu geta snjallgleraugun birt upplýsingar um ákveðna verslun þegar notandinn nálgast hana, dregið upp nákvæmt kort af lestarkerfum og komutímum þegar viðkomandi gengur inn á lestarstöð eða flett upp nákvæmum upplýsingum um bók sem notandinn tekur upp. Samkvæmt myndbandi Google er í raun ekkert sem gleraugun geta ekki gert.mynd/GoogleEkki er vitað hvenær snjallgleraugun fara í almenna sölu - samkvæmt Google gæti þróun þeirra tekið nokkra mánuði og allt upp í nokkur ár. Það leikur þó enginn vafi á því að Google taki verkefnið alvarlega. Fyrr í vikunni sást til Sergey Brin, annars stofnanda Google, með gleraugun. Hægt er að sjá myndbandið sem Google birti hér fyrir ofan en þar er tækni gleraugnanna kynnt. Ekki eru þó allir á eitt sáttir með nýjungina og hafa nokkrir tækniáhugamenn tekið saman myndband sem dregur upp dökka mynd af raunveruleika snjallgleraugna. Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tæknirisinn Google opinberaði í vikunni áform sín um að þróa sérstök snjallgleraugu sem byggja á Android stýrikerfinu vinsæla. Margir efuðust um yfirlýsingar fyrirtækisins og töldu sumir að um grín væri að ræða. Google hefur hins vegar slegið á allar efasemdir með því að birta myndband sem sýnir snjallgleraugun í notkun. Virkni gleraugnanna svipar mjög til hefðbundinna snjallsíma. Þau er þó hönnuð í allt öðrum tilgangi. Þeim er ætlað að bæta við veruleika okkar og veita nánast óendanlegt flæði upplýsinga um umhverfið. Með því að nota 3G og 4G farnetsþjónustu geta snjallgleraugun birt upplýsingar um ákveðna verslun þegar notandinn nálgast hana, dregið upp nákvæmt kort af lestarkerfum og komutímum þegar viðkomandi gengur inn á lestarstöð eða flett upp nákvæmum upplýsingum um bók sem notandinn tekur upp. Samkvæmt myndbandi Google er í raun ekkert sem gleraugun geta ekki gert.mynd/GoogleEkki er vitað hvenær snjallgleraugun fara í almenna sölu - samkvæmt Google gæti þróun þeirra tekið nokkra mánuði og allt upp í nokkur ár. Það leikur þó enginn vafi á því að Google taki verkefnið alvarlega. Fyrr í vikunni sást til Sergey Brin, annars stofnanda Google, með gleraugun. Hægt er að sjá myndbandið sem Google birti hér fyrir ofan en þar er tækni gleraugnanna kynnt. Ekki eru þó allir á eitt sáttir með nýjungina og hafa nokkrir tækniáhugamenn tekið saman myndband sem dregur upp dökka mynd af raunveruleika snjallgleraugna.
Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira