Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-19 Elvar Geir Magnússon skrifar 23. mars 2012 14:29 Mynd/Elvis Haukar eru orðnir deildarmeistarar í handbolta þrátt fyrir að ein umferð sé enn eftir af N1-deild karla. Þeir unnu Aftureldingu í kvöld en á sama tíma mistókst FH að vinna HK. Þetta er þriðji titill Hauka á tímabilinu en þeir hafa þegar unnið bikarinn og deildarbikarinn. Leikurinn í Schenkerhöllinni í kvöld var mjög sérstakur. Haukaliðið var eins og svart og hvítt eftir hálfleikjum. Í fyrri hálfleik voru þeir eins og byrjendur í faginu en sýndu karakter í seinni hálfleik og unnu á endanum 21-19. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður, er vanur stórleikjum. Hann á stóran þátt í því að Haukar náðu að snúa leiknum við. Varði á mikilvægum augnablikum og dreif sína menn áfram. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af miklum pirringi hjá heimamönnum og værukærð en eins og í góðu ævintýri endaði þetta með því að bikarinn fór á loft.Birkir Ívar: Glaður á bekknum meðan Aron ver 20 bolta í leik "Það er alveg ótrúlega skemmtilegt að vinna titla, þetta var verðskuldað þar að auki," sagði Birkir Ívar eftir leikinn "Við höfum lagt hart að okkur í vetur og það hefur verið stígandi í flestum aðgerðum. Þetta var mjög erfiður leikur í dag en ég er mjög ánægður með viljann og karakterinn sem menn sýndu í seinni hálfleik til að klára dæmið." "Það er gott að geta komið með eitthvað jákvætt í leikinn. Ég er með frábæran félaga em hefur staðið sig vel í vetur, Aron Rafn, og ég skal glaður sitja á bekknum ef hann heldur áfram að verja 20 bolta í leik."Aron Kristjáns: Töluðum íslensku í hálfleik "Þetta var mjög erfiður leikur og við komum skakkt inn í hann. Það spilaði margt saman, vafaatriði í dómgæslunni fóru á móti okkur og við fengum hraðaupphlaup í bakið. Afturelding er með baráttuglatt lið," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. "Liðið sýndi svakalegan karakter í seinni hálfleik. Birkir Ívar kom inn sem sannur fyrirliði og spilaði frábærlega. Hann reif félaga sína áfram. Við töluðum saman íslensku í hálfleik og menn rifu sig upp af rassgatinu í seinni hálfleik. Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira
Haukar eru orðnir deildarmeistarar í handbolta þrátt fyrir að ein umferð sé enn eftir af N1-deild karla. Þeir unnu Aftureldingu í kvöld en á sama tíma mistókst FH að vinna HK. Þetta er þriðji titill Hauka á tímabilinu en þeir hafa þegar unnið bikarinn og deildarbikarinn. Leikurinn í Schenkerhöllinni í kvöld var mjög sérstakur. Haukaliðið var eins og svart og hvítt eftir hálfleikjum. Í fyrri hálfleik voru þeir eins og byrjendur í faginu en sýndu karakter í seinni hálfleik og unnu á endanum 21-19. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður, er vanur stórleikjum. Hann á stóran þátt í því að Haukar náðu að snúa leiknum við. Varði á mikilvægum augnablikum og dreif sína menn áfram. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af miklum pirringi hjá heimamönnum og værukærð en eins og í góðu ævintýri endaði þetta með því að bikarinn fór á loft.Birkir Ívar: Glaður á bekknum meðan Aron ver 20 bolta í leik "Það er alveg ótrúlega skemmtilegt að vinna titla, þetta var verðskuldað þar að auki," sagði Birkir Ívar eftir leikinn "Við höfum lagt hart að okkur í vetur og það hefur verið stígandi í flestum aðgerðum. Þetta var mjög erfiður leikur í dag en ég er mjög ánægður með viljann og karakterinn sem menn sýndu í seinni hálfleik til að klára dæmið." "Það er gott að geta komið með eitthvað jákvætt í leikinn. Ég er með frábæran félaga em hefur staðið sig vel í vetur, Aron Rafn, og ég skal glaður sitja á bekknum ef hann heldur áfram að verja 20 bolta í leik."Aron Kristjáns: Töluðum íslensku í hálfleik "Þetta var mjög erfiður leikur og við komum skakkt inn í hann. Það spilaði margt saman, vafaatriði í dómgæslunni fóru á móti okkur og við fengum hraðaupphlaup í bakið. Afturelding er með baráttuglatt lið," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. "Liðið sýndi svakalegan karakter í seinni hálfleik. Birkir Ívar kom inn sem sannur fyrirliði og spilaði frábærlega. Hann reif félaga sína áfram. Við töluðum saman íslensku í hálfleik og menn rifu sig upp af rassgatinu í seinni hálfleik.
Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira