Umfjöllun og viðtöl: HK - Haukar 20-26 Stefán Árni Pálsson í Digranesi skrifar 19. mars 2012 16:23 Haukar unnu öruggan sigur,26-20, á HK í Digranesinu í kvöld og eru því komnir í efsta sæti deildarinnar. Sigur gestanna var aldrei í hættu og voru þeir einfaldleika mikið betri aðilinn í leiknum. Heimir Óli Heimisson skoraði sex mörk fyrir Hauka og Aron Rafn Eðvarðsson varði 18 skot í markinu. Haukar byrjuðu leikinn miklu betur og voru gríðarlega ákveðnir. Lærisveinar Arons Kristjánssonar keyrði af miklum krafti í bakið á HK og refsuðu alltaf grimmilega. Fljótlega voru þeir komnir með sex marka forystu 10-4. Svipaður munur hélst á með liðunum út hálfleikinn og var staðan 14-9 þegar menn gengu til búningsherbergja. Heimamenn höfðu margt að ræða um í hálfleik og þurfti liðið að bæta leik sinn á öllum sviðum til að eiga möguleika þegar út í síðari hálfleikinn var komið. HK-ingar minnkuði strax muninn niður í þrjú mörk í upphafi síðari hálfleiksins og varð staðan allt í einu 15-12. Haukar tóku sig saman í andlitinu eftir þetta litla áhlaup HK og fóru aftur í gang. Gestirnir voru einfaldlega miklu betri aðilinn í leiknum í kvöld og náðu fljótlega aftur tókum á leiknum. Honum lauk með öruggum sigri Hauka, 26-20, sem fóru við það í efsta sæti deildarinnar með 27 stig. HK er enn með 23 stig og þeirra bíða tveir algjörir úrslitaleikir um laust sæti í úrslitakeppninni.Vilhelm: Það gekk ekkert upp hjá okkur í kvöld „Við spiluðum illa varnarlega, illa sóknarlega og keyrðum illa upp völlinn," sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK, eftir tapið í kvöld. „Markvarslan var síðan bara eftir varnarleiknum og það gekk fátt upp í kvöld." „Jákvæðasti punkturinn var kannski að við töpuðum bara með sex mörkum en ekki tólf eins og það stefndi í." „Það eru bara tveir rosalegir úrslitaleikir eftir fyrir okkur og við verðum bara að vinna þá báða til að komast í úrslitakeppnina." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Vilhelm hér að ofan.Aron: Stjórnuðum leiknum vel og gáfum fá færi á okkur „Ég er auðvita bara rosalega ánægður með sigurinn," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. „Vörnin var sterk allan leikinn sem og markvarslan. Við náðum að stjórna hraða leiksins vel og refsuðum nokkrum sinnum með hröðum sóknum." „Svona lengst af náðum við að spila flottan sóknarleik, fjölbreyttur og öflugur. Fengum góð mörk utan af velli og Heimir Óli var öflugur á línunni." Hægt er að sjá viðtalið við Aron með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira
Haukar unnu öruggan sigur,26-20, á HK í Digranesinu í kvöld og eru því komnir í efsta sæti deildarinnar. Sigur gestanna var aldrei í hættu og voru þeir einfaldleika mikið betri aðilinn í leiknum. Heimir Óli Heimisson skoraði sex mörk fyrir Hauka og Aron Rafn Eðvarðsson varði 18 skot í markinu. Haukar byrjuðu leikinn miklu betur og voru gríðarlega ákveðnir. Lærisveinar Arons Kristjánssonar keyrði af miklum krafti í bakið á HK og refsuðu alltaf grimmilega. Fljótlega voru þeir komnir með sex marka forystu 10-4. Svipaður munur hélst á með liðunum út hálfleikinn og var staðan 14-9 þegar menn gengu til búningsherbergja. Heimamenn höfðu margt að ræða um í hálfleik og þurfti liðið að bæta leik sinn á öllum sviðum til að eiga möguleika þegar út í síðari hálfleikinn var komið. HK-ingar minnkuði strax muninn niður í þrjú mörk í upphafi síðari hálfleiksins og varð staðan allt í einu 15-12. Haukar tóku sig saman í andlitinu eftir þetta litla áhlaup HK og fóru aftur í gang. Gestirnir voru einfaldlega miklu betri aðilinn í leiknum í kvöld og náðu fljótlega aftur tókum á leiknum. Honum lauk með öruggum sigri Hauka, 26-20, sem fóru við það í efsta sæti deildarinnar með 27 stig. HK er enn með 23 stig og þeirra bíða tveir algjörir úrslitaleikir um laust sæti í úrslitakeppninni.Vilhelm: Það gekk ekkert upp hjá okkur í kvöld „Við spiluðum illa varnarlega, illa sóknarlega og keyrðum illa upp völlinn," sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK, eftir tapið í kvöld. „Markvarslan var síðan bara eftir varnarleiknum og það gekk fátt upp í kvöld." „Jákvæðasti punkturinn var kannski að við töpuðum bara með sex mörkum en ekki tólf eins og það stefndi í." „Það eru bara tveir rosalegir úrslitaleikir eftir fyrir okkur og við verðum bara að vinna þá báða til að komast í úrslitakeppnina." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Vilhelm hér að ofan.Aron: Stjórnuðum leiknum vel og gáfum fá færi á okkur „Ég er auðvita bara rosalega ánægður með sigurinn," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. „Vörnin var sterk allan leikinn sem og markvarslan. Við náðum að stjórna hraða leiksins vel og refsuðum nokkrum sinnum með hröðum sóknum." „Svona lengst af náðum við að spila flottan sóknarleik, fjölbreyttur og öflugur. Fengum góð mörk utan af velli og Heimir Óli var öflugur á línunni." Hægt er að sjá viðtalið við Aron með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira