Lækkun atvinnuleysis skýrist ekki af fjölgun starfa Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. febrúar 2012 10:23 Sú 0,1% lækkun sem varð á atvinnuleysi í janúar skýrist ekki af fjölgun starfa, eftir því sem fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar sem birtust i gær mældist atvinnuleysi í janúar 7,2%. Þetta er í neðri mörkum þess bils sem Vinnumálastofnun hafði reiknað með að það yrði í mánuðinum. Greining Íslandsbanka segir að lækkun atvinnuleysisins skýrist einna helst af tvennu. Annars vegar halda flestir þeirra 900 einstaklinga sem tóku þátt í námsátakinu „Nám er vinnandi vegur" áfram námi nú í vor og fóru því af skrá um síðustu áramót. Í annan stað rann bráðabirgðaákvæði um minnkað starfshlutfall út um síðustu áramót og í kjölfarið fóru um 500 manns af skrá sem höfðu fengið greiddar bætur með hlutastarfi. Greining Íslandsbanka segir þó óhætt að segja að staðan sé mun betri en hún hafi verið í janúar í fyrra, en þá hafi skráð atvinnuleysi verið 8,5%, og fyrir tveimur árum síðan þegar skráð atvinnuleysi mældist 9,0% í janúarmánuði. Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sú 0,1% lækkun sem varð á atvinnuleysi í janúar skýrist ekki af fjölgun starfa, eftir því sem fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar sem birtust i gær mældist atvinnuleysi í janúar 7,2%. Þetta er í neðri mörkum þess bils sem Vinnumálastofnun hafði reiknað með að það yrði í mánuðinum. Greining Íslandsbanka segir að lækkun atvinnuleysisins skýrist einna helst af tvennu. Annars vegar halda flestir þeirra 900 einstaklinga sem tóku þátt í námsátakinu „Nám er vinnandi vegur" áfram námi nú í vor og fóru því af skrá um síðustu áramót. Í annan stað rann bráðabirgðaákvæði um minnkað starfshlutfall út um síðustu áramót og í kjölfarið fóru um 500 manns af skrá sem höfðu fengið greiddar bætur með hlutastarfi. Greining Íslandsbanka segir þó óhætt að segja að staðan sé mun betri en hún hafi verið í janúar í fyrra, en þá hafi skráð atvinnuleysi verið 8,5%, og fyrir tveimur árum síðan þegar skráð atvinnuleysi mældist 9,0% í janúarmánuði.
Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira