Murdoch segir Google stuðla að lögbrotum 16. janúar 2012 15:53 Rupert Murdoch. Rupert Murdoch, fjölmiðlafjárfestirinn umdeildi, sakar Google um aðstoða við þjófnað á höfundarréttarvörðu efni. Þetta kom fram á Twitter-síðu Murdochs. Hann sagði Google meðal annars stuðla að því að hægt væri að nálgast kvikmyndir frítt. Murdoch sagðist sjálfur hafa slegið inn Mission Impossible 4 og fengið fjölmarga tengla á myndina sem væri hægt að nálgast frítt. "Nú lýk ég máli mínu," sagði Murdoch síðan. Þessum orðum Murdochs mótmælti Google harðlega í dag, og sagði þau vera algjörlega úr lausu lofti gripin. Í tilkynningu Google segir að fyrirtækið hafi látið loka vefsíðum sem hefðu stuðlað að ólöglegri veltu með kvikmyndir og tónlist upp á meira en 40 milljónir dollara, eða sem nemur um fimm milljörðum króna. Þessa baráttu hefði fyrirtækið leitt. Þá sagði enn fremur í tilkynningu Google að fyrirtækið myndi ekki styðja við lagasetningu sem væri heftandi fyrir tjáningarfrelsið. Murdoch hefur sagt Google vera að reyna að hafa áhrif á bandaríska þingið vegna áforma um að grípa til nýrrar lagasetningar til þess að bregðast við niðurhali á kvikmyndum, forritum og tónlist. Hann hefur auk þess marglýst því yfir að tímabært sé að selja aðgang að efni á netinu fremur en að hafa aðgang að fréttasíðum frían. Tækni Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Rupert Murdoch, fjölmiðlafjárfestirinn umdeildi, sakar Google um aðstoða við þjófnað á höfundarréttarvörðu efni. Þetta kom fram á Twitter-síðu Murdochs. Hann sagði Google meðal annars stuðla að því að hægt væri að nálgast kvikmyndir frítt. Murdoch sagðist sjálfur hafa slegið inn Mission Impossible 4 og fengið fjölmarga tengla á myndina sem væri hægt að nálgast frítt. "Nú lýk ég máli mínu," sagði Murdoch síðan. Þessum orðum Murdochs mótmælti Google harðlega í dag, og sagði þau vera algjörlega úr lausu lofti gripin. Í tilkynningu Google segir að fyrirtækið hafi látið loka vefsíðum sem hefðu stuðlað að ólöglegri veltu með kvikmyndir og tónlist upp á meira en 40 milljónir dollara, eða sem nemur um fimm milljörðum króna. Þessa baráttu hefði fyrirtækið leitt. Þá sagði enn fremur í tilkynningu Google að fyrirtækið myndi ekki styðja við lagasetningu sem væri heftandi fyrir tjáningarfrelsið. Murdoch hefur sagt Google vera að reyna að hafa áhrif á bandaríska þingið vegna áforma um að grípa til nýrrar lagasetningar til þess að bregðast við niðurhali á kvikmyndum, forritum og tónlist. Hann hefur auk þess marglýst því yfir að tímabært sé að selja aðgang að efni á netinu fremur en að hafa aðgang að fréttasíðum frían.
Tækni Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira