Árið 2012: Barist á vígvelli lýðræðisins Magnús Halldórsson skrifar 1. janúar 2012 07:30 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, verður undir miklum þrýstingi á árinu 2012. Efnahagserfiðleikar eru nú í Bandaríkjunum, og forsetakosningar eru framundan 6. nóvember. Stundum er sagt að pólitíkin berjist á tveimur vígvöllum. Annars vegar eru það hefðbundin átök milli flokka um atkvæði kjósenda og hins vegar er það hugmyndabaráttan, þ.e. undirliggjandi barátta um hvaða hugmyndafræði eigi að ráða því hvert skuli stefnt. John Micklethwait, ritstjóri The Economist, spáir því í sérútgáfu blaðsins um árið 2012, að barátta á þessum tveimur vígvöllum stjórnmálanna muni fara harðnandi í stærstu ríkjum heimsins á árinu. Í grein sinni, sem ber nafnið Lýðræðið og óvinir þess (Democracy and its enemies), segir hann efnahagslegar þrengingar á heimsvísu á undanförnum fjórum árum tengjast þessari „undirliggjandi baráttu". Árið 2012 segir hann að geti orðið einkennandi fyrir þetta, ekki síst vegna kosninga sem fara fram víða um heim, við erfiðar aðstæður.Kosningaár Hinn 14. janúar verða forsetakosningar í Tævan, 4. mars eru forsetakosningar í Rússlandi, 22. apríl og 6. maí eru forsetakosningar í Frakklandi, forsetakosningar fara fram í Mexíkó 1. júlí, forsetakosningar fara fram í Kenýa 14. ágúst, forsetakosningar fara fram í Venesúela 7. október, valdir verða nýjir leiðtogar Kína í sama mánuði og síðan fara fram á forsetakosningar í Bandaríkjunum 6. nóvember. „Allt bendir til þess að árið 2012 getið orðið afgerandi, bæði hvað varðar vilja fólks og einnig þegar kemur að baráttu hugmyndanna," segir Micklethwait m.a. í grein sinni. Til viðbótar við þær kosningar sem framundan eru á árinu standa líkur til þess að forsetakosningar fari fram í Egyptalandi. Þar er allt á suðupunkti og hefur verið frá því arabíska vorið braust út með látum í Norður-Afríku og með áhrifum í Mið-Austurlöndum.Leiðtogaskipti á miklum tímum Það eru ekki síst kosningarnar í Bandaríkjunum, Frakklandi, Mexíkó og Rússlandi sem geta skipt sköpum, sem og val á nýjum leiðtogum Kína. Nýir leiðtogar, eða leiðtogar með endurnýjað umboð, munu standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum þegar kemur að miklum skuldavanda og endurmótun fjármálamarkaðarins. Ekki verður endalaust hægt að leysa úr miklum skuldavanda með því að prenta peninga. Reynt gæti á ríkisstjórnir víða, og innviði samfélaga, vegna róttækrar endurskipulagningar á ríkisfjármálum margra ríkja. Ekki bara í Evrópu, heldur einnig í Bandaríkjunum.Kína og Indland draga heiminn áfram Hagvaxtarspár fyrir árið 2012 eru flestar á þann veg að áfram verði það gríðarlegur vöxtur í Indlandi og Kína, sem muni „draga heiminn áfram" eins og það var orðað nýlega í fréttaskýringu Wall Street Journal. Nokkur merki hafa þó sést um að ýmis merki séu um að hjöðnun, einkum á fasteignamarkaði. En vegna mikilla innri samfélagsbreytinga, og fólksfjölgunar, þá munu löndin áfram búa við mikinn hagvöxt sem kalla á stórfelld innkaup af hrávöru af ýmsu tagi. Á því græðir m.a. Brasilía, sem komin er fram úr Bretlandi hvað varðar stærð hagkerfis og er nú sjötta stærsta hagkerfi heims. Samkvæmt spá The Economist fyrir árið 2012 verður hagvöxtur í Bandaríkjunum 1,3%, í Evru-löndunum samdráttur upp á 0,3%, hagvöxtur í Rússlandi upp á 3,7% og í Japan upp á 2,2%. Indland og Kína verða síðan í hálfgerðum sérflokki; Indland með hagvöxt upp á 7,8% og Kína upp á 8,2%. Þessu fylgir breyting á valdajafnvægi í heiminum, en almennt er álitið að í það minnsta þrjú af fimm stærstu hagkerfum heimsins verði í Asíu eftir 15 ár. Samkvæmt opinberum upplýsingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins voru fimm stærstu hagkerfi heimsins í lok árs 2010, Bandaríkin, Kína, Japan, Þýskaland og Frakkland. Bretland var síðan þar á eftir, en Brasilía er nú komið fram úr eins og áður sagði. Indland og Indónesía eru þau lönd sem hraðast eru að sækja í sig veðrið og er álitið að þau verði komin bæði á meðal fimm stærstu hagkerfa áður en of langt um líður.Sporin hræða, seðlabankar til bjargar Að undanförnu hafa pólitískar hræringar í Evrópu frekar dýpkað efnahagsvandann heldur en hitt, að mati helstu fréttaskýrenda í erlendum fjölmiðlum. Ríkisstjórnarskipti hafa verið á Spáni, Ítalíu og Grikklandi, án þess þó að einhver vandamáli hafi verið leyst þegar kemur að miklum skuldum. Þær eru ennþá miklar og íþyngjandi. Á Írlandi eru þjóðarskuldir 115% af landsframleiðslu, á Portúgal 112%, á Spáni um 70%, á Ítalíu 121%, í Frakklandi 89%, í Þýskalandi 82% og á Grikklandi 183%, svo eitthvað sé nefnt. Þetta segir þó ekki alla söguna. Á Spáni er vandamálið ekki síst mikill slaki í atvinnulífinu og erfiðleikar einkafyrirtækja. Þannig er atvinnuleysið í landinu um 22%. Vandamálin eru ólík en tengjast með einum eða öðrum hætti þremur efnhagslegum meinsemdum Evrópu í augnablikinu. Þær eru miklar þjóðarskuldir, hátt vaxtaálag á ríkisskuldabréf og erfiðleikar við endurfjármögnun, og slæm staða banka. Öll tengjast þessi vandamál. Seðlabankar heimsins virðast líta svo á að þeir einir geti komið í veg fyrir að heimurinn sogist ofan í enn frekari vanda. Í það minnsta eru lánveitingar Evrópska seðlabankans til banka í Evrópu skömmu fyrir jól, upp á samtals 489 milljarða evra, vísbending um að þeir ætli sér ekki að láta atburðina frá haustmánuðum 2008, þegar millibankamarkaðir svo gott sem frusu um allan heim, endurtaka sig. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stundum er sagt að pólitíkin berjist á tveimur vígvöllum. Annars vegar eru það hefðbundin átök milli flokka um atkvæði kjósenda og hins vegar er það hugmyndabaráttan, þ.e. undirliggjandi barátta um hvaða hugmyndafræði eigi að ráða því hvert skuli stefnt. John Micklethwait, ritstjóri The Economist, spáir því í sérútgáfu blaðsins um árið 2012, að barátta á þessum tveimur vígvöllum stjórnmálanna muni fara harðnandi í stærstu ríkjum heimsins á árinu. Í grein sinni, sem ber nafnið Lýðræðið og óvinir þess (Democracy and its enemies), segir hann efnahagslegar þrengingar á heimsvísu á undanförnum fjórum árum tengjast þessari „undirliggjandi baráttu". Árið 2012 segir hann að geti orðið einkennandi fyrir þetta, ekki síst vegna kosninga sem fara fram víða um heim, við erfiðar aðstæður.Kosningaár Hinn 14. janúar verða forsetakosningar í Tævan, 4. mars eru forsetakosningar í Rússlandi, 22. apríl og 6. maí eru forsetakosningar í Frakklandi, forsetakosningar fara fram í Mexíkó 1. júlí, forsetakosningar fara fram í Kenýa 14. ágúst, forsetakosningar fara fram í Venesúela 7. október, valdir verða nýjir leiðtogar Kína í sama mánuði og síðan fara fram á forsetakosningar í Bandaríkjunum 6. nóvember. „Allt bendir til þess að árið 2012 getið orðið afgerandi, bæði hvað varðar vilja fólks og einnig þegar kemur að baráttu hugmyndanna," segir Micklethwait m.a. í grein sinni. Til viðbótar við þær kosningar sem framundan eru á árinu standa líkur til þess að forsetakosningar fari fram í Egyptalandi. Þar er allt á suðupunkti og hefur verið frá því arabíska vorið braust út með látum í Norður-Afríku og með áhrifum í Mið-Austurlöndum.Leiðtogaskipti á miklum tímum Það eru ekki síst kosningarnar í Bandaríkjunum, Frakklandi, Mexíkó og Rússlandi sem geta skipt sköpum, sem og val á nýjum leiðtogum Kína. Nýir leiðtogar, eða leiðtogar með endurnýjað umboð, munu standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum þegar kemur að miklum skuldavanda og endurmótun fjármálamarkaðarins. Ekki verður endalaust hægt að leysa úr miklum skuldavanda með því að prenta peninga. Reynt gæti á ríkisstjórnir víða, og innviði samfélaga, vegna róttækrar endurskipulagningar á ríkisfjármálum margra ríkja. Ekki bara í Evrópu, heldur einnig í Bandaríkjunum.Kína og Indland draga heiminn áfram Hagvaxtarspár fyrir árið 2012 eru flestar á þann veg að áfram verði það gríðarlegur vöxtur í Indlandi og Kína, sem muni „draga heiminn áfram" eins og það var orðað nýlega í fréttaskýringu Wall Street Journal. Nokkur merki hafa þó sést um að ýmis merki séu um að hjöðnun, einkum á fasteignamarkaði. En vegna mikilla innri samfélagsbreytinga, og fólksfjölgunar, þá munu löndin áfram búa við mikinn hagvöxt sem kalla á stórfelld innkaup af hrávöru af ýmsu tagi. Á því græðir m.a. Brasilía, sem komin er fram úr Bretlandi hvað varðar stærð hagkerfis og er nú sjötta stærsta hagkerfi heims. Samkvæmt spá The Economist fyrir árið 2012 verður hagvöxtur í Bandaríkjunum 1,3%, í Evru-löndunum samdráttur upp á 0,3%, hagvöxtur í Rússlandi upp á 3,7% og í Japan upp á 2,2%. Indland og Kína verða síðan í hálfgerðum sérflokki; Indland með hagvöxt upp á 7,8% og Kína upp á 8,2%. Þessu fylgir breyting á valdajafnvægi í heiminum, en almennt er álitið að í það minnsta þrjú af fimm stærstu hagkerfum heimsins verði í Asíu eftir 15 ár. Samkvæmt opinberum upplýsingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins voru fimm stærstu hagkerfi heimsins í lok árs 2010, Bandaríkin, Kína, Japan, Þýskaland og Frakkland. Bretland var síðan þar á eftir, en Brasilía er nú komið fram úr eins og áður sagði. Indland og Indónesía eru þau lönd sem hraðast eru að sækja í sig veðrið og er álitið að þau verði komin bæði á meðal fimm stærstu hagkerfa áður en of langt um líður.Sporin hræða, seðlabankar til bjargar Að undanförnu hafa pólitískar hræringar í Evrópu frekar dýpkað efnahagsvandann heldur en hitt, að mati helstu fréttaskýrenda í erlendum fjölmiðlum. Ríkisstjórnarskipti hafa verið á Spáni, Ítalíu og Grikklandi, án þess þó að einhver vandamáli hafi verið leyst þegar kemur að miklum skuldum. Þær eru ennþá miklar og íþyngjandi. Á Írlandi eru þjóðarskuldir 115% af landsframleiðslu, á Portúgal 112%, á Spáni um 70%, á Ítalíu 121%, í Frakklandi 89%, í Þýskalandi 82% og á Grikklandi 183%, svo eitthvað sé nefnt. Þetta segir þó ekki alla söguna. Á Spáni er vandamálið ekki síst mikill slaki í atvinnulífinu og erfiðleikar einkafyrirtækja. Þannig er atvinnuleysið í landinu um 22%. Vandamálin eru ólík en tengjast með einum eða öðrum hætti þremur efnhagslegum meinsemdum Evrópu í augnablikinu. Þær eru miklar þjóðarskuldir, hátt vaxtaálag á ríkisskuldabréf og erfiðleikar við endurfjármögnun, og slæm staða banka. Öll tengjast þessi vandamál. Seðlabankar heimsins virðast líta svo á að þeir einir geti komið í veg fyrir að heimurinn sogist ofan í enn frekari vanda. Í það minnsta eru lánveitingar Evrópska seðlabankans til banka í Evrópu skömmu fyrir jól, upp á samtals 489 milljarða evra, vísbending um að þeir ætli sér ekki að láta atburðina frá haustmánuðum 2008, þegar millibankamarkaðir svo gott sem frusu um allan heim, endurtaka sig.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira