Leyndarhyggja eða lýðskrum? Gunnar Axel Axelsson skrifar 15. desember 2011 06:00 Það er vond staða fyrir pólitískt kjörna fulltrúa að geta ekki upplýst umbjóðendur sína um innihald svo stórra og mikilvægra samninga sem nýgerður samningur Hafnarfjarðarbæjar við þýska skilanefnd Depfa bankans er. Satt best að segja er sú staða ómöguleg og hún getur ekki gengið til lengdar. Í augnablikinu er hún hins vegar óhjákvæmileg og það vita allir þeir sem sitja í bæjarstjórn og hafa fengið upplýsingar um bæði efni samningsins og forsendur þess og ástæður að viðsemjendur sveitarfélagsins setja fram þá ófrávíkjanlegu kröfu að um einstök atriði hans ríki tímabundinn trúnaður. Fyrir því eru bæði eðlilegar og málefnalegar ástæður. Þrátt fyrir það velja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði að róa á sín vanalegu mið, sá fræjum tortryggni og kynda undir ófriðarbáli í samfélaginu. Samningurinn og forsendur hansViðsemjandi Hafnarfjarðarbæjar er FMS Wertmanagement, þýsk skilanefnd, skipuð samkvæmt þýskum lögum. Hún hefur það eina verkefni að innheimta kröfur hins fallna banka og draga þannig sem mest úr því tapi sem að endingu mun lenda á þýskum almenningi að greiða. Stór hluti af þeim kröfum sem skilanefndin hefur til innheimtu er gagnvart opinberum aðilum, meðal annars íslenskum sveitarfélögum. Staða þeirra í dag er mjög misjöfn. Sum hafa litla sem enga möguleika til vaxtar og þróunar, til aukinna tekna af atvinnustarfsemi eða auðlindum. Önnur búa við sterkari stöðu og allt aðrar og jákvæðari framtíðarhorfur. Hafnarfjörður er meðal þeirra sveitarfélaga. Staðreyndin er sú að í umræddum samningi felst mikilvægur sigur fyrir bæjarbúa í Hafnarfirði, sigur í erfiðu verkefni sem staðið hefur yfir frá því að íslenskt efnahagslíf hrundi. Fulltrúar þeirra flokka sem mynda meirihluta í bæjarstjórn geta jafnframt verið stoltir af því að hafa náð hagstæðri lendingu í þessu stóra máli en það er ekki síst fyrir að þakka góðu og vönduðu starfsfólki sem hefur unnið ötullega að því undanfarið ár að endurskipuleggja rekstur og fjárhag bæjarins. Þær endalausu upphrópanir og óábyrgu yfirlýsingar sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa staðið fyrir á tímabilinu hafa svo sannarlega ekki auðveldað þá vinnu eða skapað sveitarfélaginu hagstæð skilyrði til samninga. Þvert á móti hafa þær fyrst og fremst verið til þess fallnar að draga úr trausti gagnvart sveitarfélaginu. Eru skuldir ekki bara skuldir?Uppruni og eðli þeirra skulda sem sveitarfélögin standa frammi fyrir að greiða skiptir höfuðmáli þegar rætt er um mismunandi stöðu þeirra og framtíðarhorfur. Ólíkt sumum þeirra sveitarfélaga sem lent hafa í þröngri stöðu að undanförnu voru þau lán sem Hafnarfjarðarbær tók á undanförnum árum ekki tekin til þess að standa undir daglegum rekstri heldur til fjárfestinga í innviðum, til byggingar nýrra skóla, til gatnaframkvæmda, til nauðsynlegra veituframkvæmda og til uppbyggingar í íþrótta- og tómstundamálum barna og unglinga. Skuldir sveitarfélagsins eru því ekki tilkomnar vegna viðvarandi rekstrarvanda eins og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn hafa lagt sig mikið fram um að reyna að sannfæra bæjarbúa um. Síðasta áratuginn hefur rekstur bæjarins að jafnaði skilað töluverðri framlegð og þar af leiðandi hefur skapast svigrúm til að greiða niður stóran hluta þeirra skulda sem stofnað var til í síðustu stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins í bænum, á tímabili sem helst verður minnst fyrir glórulausa einkaframkvæmdasamninga. Samninga sem fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn vilja helst ekki að minnst sé á en Hafnfirðingar eru enn að súpa seyðið af. Þær óháðu úttektir sem gerðar hafa verið á rekstri og fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar að undanförnu staðfesta þetta og afhjúpa um leið þann óábyrga málflutning sem sjálfstæðismenn í Hafnarfirði hafa staðið fyrir á síðustu misserum og hefur lítinn tilgang annan en að strá ryki í augu bæjarbúa og rjúfa þá mikilvægu samstöðu og samkennd sem einkennt hefur hafnfirskt samfélag. Á þeim grunni eygja sjálfstæðismenn í Hafnarfirði greinilega von sína um að komast til valda. Viðspyrnu náðÞrátt fyrir að skuldir sveitarfélagsins hafi nær tvöfaldast vegna hrunsins stendur Hafnarfjörður sterkum fótum og framtíðin er björt. Vegna mikillar uppbyggingar í innviðum á undanförnum árum er fjárfestingarþörf bæjarins metin mjög lítil næstu ár og eignastaða að sama skapi sterk. Það þýðir að þegar hjól efnahagslífsins fara að snúast hraðar mun efnahagur sveitarfélagsins eflast mjög hratt. Í stað þess að fagna nú þeim mikilvæga áfanga sem nú hefur náðst í að endurheimta sterka stöðu sveitarfélagsins, samningum sem undirstrika bjarta framtíð þess og þann árangur sem náðst hefur í að aðlaga rekstur þess að breyttum aðstæðum, halda sjálfstæðismenn í bæjarstjórn áfram að stunda sitt makalausa lýðskrum og ýta undir óraunhæfar væntingar. Þeir eru líka fyrir löngu búnir að gleyma hruninu, hafa strikað það út úr sögubókum sínum. Það hafa flokksbræður þeirra á Alþingi líka gert, en vert er að minnast síðustu allsherjarsamkomu Flokksins, þar sem fyrrverandi stjórnarherrar landsins fluttu fimmaurabrandara um pólitíska andstæðinga sína og voru hylltir fyrir með lófaklappi og fótastappi. Á því plani er pólitík þeirra sem ekki kunna að skammast sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er vond staða fyrir pólitískt kjörna fulltrúa að geta ekki upplýst umbjóðendur sína um innihald svo stórra og mikilvægra samninga sem nýgerður samningur Hafnarfjarðarbæjar við þýska skilanefnd Depfa bankans er. Satt best að segja er sú staða ómöguleg og hún getur ekki gengið til lengdar. Í augnablikinu er hún hins vegar óhjákvæmileg og það vita allir þeir sem sitja í bæjarstjórn og hafa fengið upplýsingar um bæði efni samningsins og forsendur þess og ástæður að viðsemjendur sveitarfélagsins setja fram þá ófrávíkjanlegu kröfu að um einstök atriði hans ríki tímabundinn trúnaður. Fyrir því eru bæði eðlilegar og málefnalegar ástæður. Þrátt fyrir það velja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði að róa á sín vanalegu mið, sá fræjum tortryggni og kynda undir ófriðarbáli í samfélaginu. Samningurinn og forsendur hansViðsemjandi Hafnarfjarðarbæjar er FMS Wertmanagement, þýsk skilanefnd, skipuð samkvæmt þýskum lögum. Hún hefur það eina verkefni að innheimta kröfur hins fallna banka og draga þannig sem mest úr því tapi sem að endingu mun lenda á þýskum almenningi að greiða. Stór hluti af þeim kröfum sem skilanefndin hefur til innheimtu er gagnvart opinberum aðilum, meðal annars íslenskum sveitarfélögum. Staða þeirra í dag er mjög misjöfn. Sum hafa litla sem enga möguleika til vaxtar og þróunar, til aukinna tekna af atvinnustarfsemi eða auðlindum. Önnur búa við sterkari stöðu og allt aðrar og jákvæðari framtíðarhorfur. Hafnarfjörður er meðal þeirra sveitarfélaga. Staðreyndin er sú að í umræddum samningi felst mikilvægur sigur fyrir bæjarbúa í Hafnarfirði, sigur í erfiðu verkefni sem staðið hefur yfir frá því að íslenskt efnahagslíf hrundi. Fulltrúar þeirra flokka sem mynda meirihluta í bæjarstjórn geta jafnframt verið stoltir af því að hafa náð hagstæðri lendingu í þessu stóra máli en það er ekki síst fyrir að þakka góðu og vönduðu starfsfólki sem hefur unnið ötullega að því undanfarið ár að endurskipuleggja rekstur og fjárhag bæjarins. Þær endalausu upphrópanir og óábyrgu yfirlýsingar sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa staðið fyrir á tímabilinu hafa svo sannarlega ekki auðveldað þá vinnu eða skapað sveitarfélaginu hagstæð skilyrði til samninga. Þvert á móti hafa þær fyrst og fremst verið til þess fallnar að draga úr trausti gagnvart sveitarfélaginu. Eru skuldir ekki bara skuldir?Uppruni og eðli þeirra skulda sem sveitarfélögin standa frammi fyrir að greiða skiptir höfuðmáli þegar rætt er um mismunandi stöðu þeirra og framtíðarhorfur. Ólíkt sumum þeirra sveitarfélaga sem lent hafa í þröngri stöðu að undanförnu voru þau lán sem Hafnarfjarðarbær tók á undanförnum árum ekki tekin til þess að standa undir daglegum rekstri heldur til fjárfestinga í innviðum, til byggingar nýrra skóla, til gatnaframkvæmda, til nauðsynlegra veituframkvæmda og til uppbyggingar í íþrótta- og tómstundamálum barna og unglinga. Skuldir sveitarfélagsins eru því ekki tilkomnar vegna viðvarandi rekstrarvanda eins og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn hafa lagt sig mikið fram um að reyna að sannfæra bæjarbúa um. Síðasta áratuginn hefur rekstur bæjarins að jafnaði skilað töluverðri framlegð og þar af leiðandi hefur skapast svigrúm til að greiða niður stóran hluta þeirra skulda sem stofnað var til í síðustu stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins í bænum, á tímabili sem helst verður minnst fyrir glórulausa einkaframkvæmdasamninga. Samninga sem fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn vilja helst ekki að minnst sé á en Hafnfirðingar eru enn að súpa seyðið af. Þær óháðu úttektir sem gerðar hafa verið á rekstri og fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar að undanförnu staðfesta þetta og afhjúpa um leið þann óábyrga málflutning sem sjálfstæðismenn í Hafnarfirði hafa staðið fyrir á síðustu misserum og hefur lítinn tilgang annan en að strá ryki í augu bæjarbúa og rjúfa þá mikilvægu samstöðu og samkennd sem einkennt hefur hafnfirskt samfélag. Á þeim grunni eygja sjálfstæðismenn í Hafnarfirði greinilega von sína um að komast til valda. Viðspyrnu náðÞrátt fyrir að skuldir sveitarfélagsins hafi nær tvöfaldast vegna hrunsins stendur Hafnarfjörður sterkum fótum og framtíðin er björt. Vegna mikillar uppbyggingar í innviðum á undanförnum árum er fjárfestingarþörf bæjarins metin mjög lítil næstu ár og eignastaða að sama skapi sterk. Það þýðir að þegar hjól efnahagslífsins fara að snúast hraðar mun efnahagur sveitarfélagsins eflast mjög hratt. Í stað þess að fagna nú þeim mikilvæga áfanga sem nú hefur náðst í að endurheimta sterka stöðu sveitarfélagsins, samningum sem undirstrika bjarta framtíð þess og þann árangur sem náðst hefur í að aðlaga rekstur þess að breyttum aðstæðum, halda sjálfstæðismenn í bæjarstjórn áfram að stunda sitt makalausa lýðskrum og ýta undir óraunhæfar væntingar. Þeir eru líka fyrir löngu búnir að gleyma hruninu, hafa strikað það út úr sögubókum sínum. Það hafa flokksbræður þeirra á Alþingi líka gert, en vert er að minnast síðustu allsherjarsamkomu Flokksins, þar sem fyrrverandi stjórnarherrar landsins fluttu fimmaurabrandara um pólitíska andstæðinga sína og voru hylltir fyrir með lófaklappi og fótastappi. Á því plani er pólitík þeirra sem ekki kunna að skammast sín.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun