Bjarki Már: Lyftingarnar í sumar eru að skila sér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. desember 2011 06:00 Bjarki var valinn í landsliðið á dögunum og þar ætlar hann að festa sig í sessi.fréttablaðið/stefán HK-ingurinn Bjarki Már Elísson var í gær valinn besti leikmaður fyrstu sjö umferða N1-deildar karla. Það kom fáum á óvart enda hefur Bjarki farið á kostum með HK í vetur. „Það var mjög ánægjulegt að fá þessi verðlaun. Ég var ekkert að gera ráð fyrir að fá þessi verðlaun en það kom mér heldur ekkert á óvart enda finnst mér ég hafa staðið mig vel. Mér fannst ég alveg eiga þetta skilið,“ sagði hinn 21 árs gamli Bjarki Már, sem nemur íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík. „Mér gekk vel í fyrra og fannst mikilvægt að fylgja því eftir. Sjálfstraustið hefur síðan vaxið með hverjum leik í vetur. Ég get þó viðurkennt að ég átti kannski ekki alveg von á að mér myndi ganga eins vel og raun ber vitni,“ sagði Bjarki, sem lagði hart að sér í sumar og nýtti tímann vel. „Ég var að lyfta á fullu og hljóp eiginlega ekki neitt. Ég ákvað að bæta við mig smá krafti og það hefur skilað sínu. Ég var rúm 82 kíló í fyrra en er um 90 kíló núna,“ sagði Bjarki, en hann segist einnig hafa farið að vinna meira með andlega þáttinn hjá sér. „Ég er farinn að pæla mun meira í honum en áður. Þegar ég klikkaði í fyrra fór ég í mínus en nú hef ég miklu meiri trú á sjálfum mér.“ Frammistaða Bjarka náði athygli landsliðsþjálfarans, Guðmundar Guðmundssonar, sem valdi hann í æfingahóp landsliðsins á dögunum. „Það ýtti vel undir sjálfstraustið og var ánægjulegt,“ sagði Bjarki, sem ætlar að festa sig í sessi í landsliðshópnum. „Stefnan er að vera orðinn fastamaður í landsliðinu á næstu tveim árum. Í kjölfarið opnast vonandi tækifæri í atvinnumennskunni. Síminn er ekkert farinn að hringja ennþá en það fer vonandi að breytast,“ sagði Bjarki Már léttur. Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Sjá meira
HK-ingurinn Bjarki Már Elísson var í gær valinn besti leikmaður fyrstu sjö umferða N1-deildar karla. Það kom fáum á óvart enda hefur Bjarki farið á kostum með HK í vetur. „Það var mjög ánægjulegt að fá þessi verðlaun. Ég var ekkert að gera ráð fyrir að fá þessi verðlaun en það kom mér heldur ekkert á óvart enda finnst mér ég hafa staðið mig vel. Mér fannst ég alveg eiga þetta skilið,“ sagði hinn 21 árs gamli Bjarki Már, sem nemur íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík. „Mér gekk vel í fyrra og fannst mikilvægt að fylgja því eftir. Sjálfstraustið hefur síðan vaxið með hverjum leik í vetur. Ég get þó viðurkennt að ég átti kannski ekki alveg von á að mér myndi ganga eins vel og raun ber vitni,“ sagði Bjarki, sem lagði hart að sér í sumar og nýtti tímann vel. „Ég var að lyfta á fullu og hljóp eiginlega ekki neitt. Ég ákvað að bæta við mig smá krafti og það hefur skilað sínu. Ég var rúm 82 kíló í fyrra en er um 90 kíló núna,“ sagði Bjarki, en hann segist einnig hafa farið að vinna meira með andlega þáttinn hjá sér. „Ég er farinn að pæla mun meira í honum en áður. Þegar ég klikkaði í fyrra fór ég í mínus en nú hef ég miklu meiri trú á sjálfum mér.“ Frammistaða Bjarka náði athygli landsliðsþjálfarans, Guðmundar Guðmundssonar, sem valdi hann í æfingahóp landsliðsins á dögunum. „Það ýtti vel undir sjálfstraustið og var ánægjulegt,“ sagði Bjarki, sem ætlar að festa sig í sessi í landsliðshópnum. „Stefnan er að vera orðinn fastamaður í landsliðinu á næstu tveim árum. Í kjölfarið opnast vonandi tækifæri í atvinnumennskunni. Síminn er ekkert farinn að hringja ennþá en það fer vonandi að breytast,“ sagði Bjarki Már léttur.
Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Sjá meira