John Grant vill vinna með GusGus 21. október 2011 11:00 Biggi Veira úr GusGus bauð John Grant í heimsókn í hljóðverið sitt í síðustu viku. fréttablaðið/stefán Biggi Veira úr hljómsveitinni GusGus hitti bandaríska tónlistarmanninn John Grant þegar hann var hér á landi vegna tónleika sinna á Airwaves-hátíðinni. Grant er mikill GusGus-aðdáandi eins og kom fram í viðtali við hann í Fréttablaðinu. „Hann gaf sig bara á tal við mig þegar við vorum að spila á Kexinu. Hann langaði að kíkja í heimsókn í stúdíóið þannig að hann kom til mín á föstudaginn. Hann fékk að hlusta á demó sem við höfðum ekki klárað og svo tók ég hann í „syntha"-kennslu," segir Biggi en Grant notast við „syntha", eða hljóðgervla í tónlist sinni. Biggi segir Grant vera frábæran söngvara sem gerir áhugaverða tónlist. Í viðtalinu við Fréttablaðið sagðist Grant vilja prófa sig áfram í elektrónískri tónlist og svo virðist sem hann vilji vinna með GusGus. „Hann var að spyrja hvort okkur langaði að hjálpa honum eitthvað við það og ég sagði að það væri alveg sjálfsagt að skoða það mál." Biggi er núna orðinn einn af mörgum íslenskum vinum Grants á Facebook. „Okkur þótti báðum mjög leiðinlegt að við vorum að spila á sama tíma á Airwaves. En hann var rosalega hrifinn af Íslandi og ég sá að þegar hann kom í heimsókn var hann nýbúinn að kaupa sér kennslubók í íslensku og var að spyrja mig aðeins út í það. Ég sagði honum að við höfðum unnið í plötunni okkar í sumarbústað og hann var einmitt að tala um að hann langaði að koma hingað einhvern tímann, þvælast um og vinna. Þannig að við erum greinlega búinn að eignast enn einn Íslandsvin, eins og þeir eru kallaðir." - fb Tónlist Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Lífið samstarf Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Biggi Veira úr hljómsveitinni GusGus hitti bandaríska tónlistarmanninn John Grant þegar hann var hér á landi vegna tónleika sinna á Airwaves-hátíðinni. Grant er mikill GusGus-aðdáandi eins og kom fram í viðtali við hann í Fréttablaðinu. „Hann gaf sig bara á tal við mig þegar við vorum að spila á Kexinu. Hann langaði að kíkja í heimsókn í stúdíóið þannig að hann kom til mín á föstudaginn. Hann fékk að hlusta á demó sem við höfðum ekki klárað og svo tók ég hann í „syntha"-kennslu," segir Biggi en Grant notast við „syntha", eða hljóðgervla í tónlist sinni. Biggi segir Grant vera frábæran söngvara sem gerir áhugaverða tónlist. Í viðtalinu við Fréttablaðið sagðist Grant vilja prófa sig áfram í elektrónískri tónlist og svo virðist sem hann vilji vinna með GusGus. „Hann var að spyrja hvort okkur langaði að hjálpa honum eitthvað við það og ég sagði að það væri alveg sjálfsagt að skoða það mál." Biggi er núna orðinn einn af mörgum íslenskum vinum Grants á Facebook. „Okkur þótti báðum mjög leiðinlegt að við vorum að spila á sama tíma á Airwaves. En hann var rosalega hrifinn af Íslandi og ég sá að þegar hann kom í heimsókn var hann nýbúinn að kaupa sér kennslubók í íslensku og var að spyrja mig aðeins út í það. Ég sagði honum að við höfðum unnið í plötunni okkar í sumarbústað og hann var einmitt að tala um að hann langaði að koma hingað einhvern tímann, þvælast um og vinna. Þannig að við erum greinlega búinn að eignast enn einn Íslandsvin, eins og þeir eru kallaðir." - fb
Tónlist Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Lífið samstarf Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira