Tíska og hönnun

Dömulegt í London

Acne: Sænska merkið var á allra vörum eftir sýninguna á tískuvikunni í London, enda var sýningin bæði frumleg og stórgóð. Útklipptar stjörnur í kjólum og jökkum, mokkasínur með dúskum og víðar buxur í skærum litum. Acne var það merki sem sló í gegn á tískuvikunni í London.
Acne: Sænska merkið var á allra vörum eftir sýninguna á tískuvikunni í London, enda var sýningin bæði frumleg og stórgóð. Útklipptar stjörnur í kjólum og jökkum, mokkasínur með dúskum og víðar buxur í skærum litum. Acne var það merki sem sló í gegn á tískuvikunni í London.
Tískuveislan heldur áfram en nú er sjónum beint að London þar sem tískuvikunni er nýlokið.

Það var aðeins öðruvísi blær yfir sumartískunni í London en þeirri sem maður sá í New York í seinustu viku. Dömulegur fatnaður þar sem hnésíddin var áberandi í buxum, pilsum og kjólum en með sportlegu ívafi. Það er greinilegt að íþróttalegur blær verður yfir sumartískunni 2012.

Litríkar flíkur var einnig að sjá á tískupöllunum í London sem og munstraðar, helst í rósóttu munstri.

Smellið á myndina hér til hliðar til að fletta myndasafninu og lesa nánar um hönnuði sem sýndu í London.

[email protected]






Fleiri fréttir

Sjá meira


×