Pistillinn: Aldrei gefast upp! Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 17. september 2011 07:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir Mynd/Arnþór Þolinmæði þrautir vinnur allar. Þetta hefur mamma brýnt fyrir mér oft og mörgum sinnum. Lengi vel fannst mér þetta nú bara vera eitthvert innantómt raus í kellingunni og kannski skildi ég aldrei almennilega hvaða boðskapur felst í raun og veru í máltækinu. Núna er ég aftur á móti alltaf að átta mig betur og betur á því hvað þolinmæði er mikil dyggð. Með þolinmæðina og æðruleysið að vopni gefst maður aldrei upp, sama þó að á móti blási, og það kröftuglega. Að ná ekki settu marki er sárt. Þú verður fyrir vonbrigðum því þér mistókst. Það auðveldasta í stöðunni er að snúa baki við eigin draumum og löngunum, gefast upp á markmiðinu og setja þér nýtt markmið á einhverju öðru sviði. Ný markmið eru að sjálfsögðu af hinu góða en ef við gefumst alltaf upp á gömlu markmiðunum er hætt við að við náum aldrei neinum markmiðum. Það er ekki auðvelt að bíta á jaxlinn og halda áfram að vinna að gamla markmiðinu en ef að þig langar virkilega mikið að ná því er það klárlega þess virði. Þegar markmiðið svo loksins næst verður tilfinningin betri en þig hafði órað fyrir. Gömlu markmiðin verður þó að endurskoða reglulega og gott er að spyrja sjálfan sig hvers vegna markmiðið hefur ekki enn náðst. Þegar svarið við þeirri spurningu liggur fyrir er mikilvægt að gera ekki sömu vitleysuna aftur. Ég stend frammi fyrir þeirri leiðinlegu staðreynd að mér tókst ekki að ná lágmarki á Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum, sem er í fullum gangi þegar þetta er skrifað. Að ná lágmarkinu fyrir mótið hafði verið markmið hjá mér í langan tíma og niðurstaðan því eðlilega töluverð vonbrigði. Það auðveldasta í stöðunni væri að fara í fýlu og gefast upp. En það ætla ég ekki að gera. Það er annað tækifæri eftir tvö ár, þá verður heimsmeistaramótið haldið í Moskvu og þar ætla ég að vera meðal keppenda. Í íþróttum er ekki tjaldað til einnar nætur og uppbyggingarstarfsemin getur tekið mörg ár þangað til settu marki er náð. Það gengur ekki alltaf vel og við því er ekkert að gera. Það eina sem við getum gert er að halda alltaf áfram – aldrei gefast upp! Innlendar Pistillinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Þolinmæði þrautir vinnur allar. Þetta hefur mamma brýnt fyrir mér oft og mörgum sinnum. Lengi vel fannst mér þetta nú bara vera eitthvert innantómt raus í kellingunni og kannski skildi ég aldrei almennilega hvaða boðskapur felst í raun og veru í máltækinu. Núna er ég aftur á móti alltaf að átta mig betur og betur á því hvað þolinmæði er mikil dyggð. Með þolinmæðina og æðruleysið að vopni gefst maður aldrei upp, sama þó að á móti blási, og það kröftuglega. Að ná ekki settu marki er sárt. Þú verður fyrir vonbrigðum því þér mistókst. Það auðveldasta í stöðunni er að snúa baki við eigin draumum og löngunum, gefast upp á markmiðinu og setja þér nýtt markmið á einhverju öðru sviði. Ný markmið eru að sjálfsögðu af hinu góða en ef við gefumst alltaf upp á gömlu markmiðunum er hætt við að við náum aldrei neinum markmiðum. Það er ekki auðvelt að bíta á jaxlinn og halda áfram að vinna að gamla markmiðinu en ef að þig langar virkilega mikið að ná því er það klárlega þess virði. Þegar markmiðið svo loksins næst verður tilfinningin betri en þig hafði órað fyrir. Gömlu markmiðin verður þó að endurskoða reglulega og gott er að spyrja sjálfan sig hvers vegna markmiðið hefur ekki enn náðst. Þegar svarið við þeirri spurningu liggur fyrir er mikilvægt að gera ekki sömu vitleysuna aftur. Ég stend frammi fyrir þeirri leiðinlegu staðreynd að mér tókst ekki að ná lágmarki á Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum, sem er í fullum gangi þegar þetta er skrifað. Að ná lágmarkinu fyrir mótið hafði verið markmið hjá mér í langan tíma og niðurstaðan því eðlilega töluverð vonbrigði. Það auðveldasta í stöðunni væri að fara í fýlu og gefast upp. En það ætla ég ekki að gera. Það er annað tækifæri eftir tvö ár, þá verður heimsmeistaramótið haldið í Moskvu og þar ætla ég að vera meðal keppenda. Í íþróttum er ekki tjaldað til einnar nætur og uppbyggingarstarfsemin getur tekið mörg ár þangað til settu marki er náð. Það gengur ekki alltaf vel og við því er ekkert að gera. Það eina sem við getum gert er að halda alltaf áfram – aldrei gefast upp!
Innlendar Pistillinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira