Pistill Helgu Margrétar: Er meira alltaf betra? Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 30. júlí 2011 06:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Dugnaður, agi, metnaður, vilji, baráttugleði, samviskusemi og ákveðni. Þessi lýsingarorð finnst mér lýsa því íslenska íþróttafólki sem ég þekki. Það er gegnumgangandi og jafnvel umtalað utan Íslands hvað íslenskir íþróttamenn eru duglegir og samviskusamir. Þeir eru oft tilbúnir til þess að leggja meira á sig en liðsfélaginn eða andstæðingurinn og gefa sér sjaldan afslátt af æfingum. Þeir kvarta sjaldan og eru kröfuharðir til sjálfs sín. Þeir leggja sig alla fram við æfingar og taka manna mest af alls konar aukaæfingum því að meira er jú alltaf betra, eða hvað? Síðastliðið haust byrjaði ég að æfa undir stjórn sænsks þjálfara. Til að byrja með og fram á vor var þetta eins konar farþjálfun þar sem við vorum stödd í sitt hvoru landinu. Ég fékk sent sérsniðið prógramm sem ég átti að fylgja samviskusamlega og það var því á minni ábyrgð að fylgja þessu prógrammi. Áður en þetta samstarf hófst spurði ég sjálfa mig að því hvort ég byggi yfir þeim aga sem nauðsynlegur væri til þess að geta unnið eftir þessu skipulagi. Ég var ekki lengi að sannfæra sjálfa mig um að svo væri, hingað til hefði ég aldrei á ævinni svikist undan æfingu og hví ætti ég að fara að taka upp á því núna? En því miður skjátlaðist mér. Nú reka ef til vill margir upp stór augu þegar ég segi að ég bjó einfaldlega ekki yfir þeim sjálfsaga sem nauðsynlegur var svo vinnulag sem þetta gengi upp. Það var ekki það að ég sleppti æfingum eða svikist undan erfiðustu æfingunum. Nei, ég gerði alltaf of mikið. Ég gat ekki neitað mér um að gera alltaf meira. Ég bætti alltaf við prógrammið, tók morgunæfingar þegar ég átti að hvíla, ég stytti alltaf hvíldirnar á milli spretta og bætti alltaf við einu setti í viðbót. Þetta gerði ég í þeirri trú að meira væri alltaf betra. Þetta er jú það hugarfar sem hefur komið mér þangað sem ég er í dag og ég er stolt af þeim árangri sem ég hef náð en það verður ekki horft fram hjá þeirri staðreynd að síðastliðin ár hef ég verið mikið meidd og þetta ár er engin undantekning. Margir hafa það mottó að það sé ekki æfingin sem skapi meistarann heldur aukaæfingin. Það er vissulega mikið til í því en í þessu eins og öllu öðru er það skynsemin sem skiptir mestu máli. Aukaæfingar ættu alltaf að vera í fullu samráði við þjálfara og með þeirra vitund. Hingað til hafa mín einkunnarorð verið metnaður, dugnaður og ákveðni. Á því verður engin breyting en ég ætla að passa mig á því að þessir helstu styrkleikar mínir vinni ekki á móti mér. Ég ætla að setja allan minn metnað í að hugsa vel um sjálfa mig og beita þeim mikla sjálfsaga sem ég bý yfir til þess að leyfa skynseminni að eiga síðasta orðið þegar kemur að aukaæfingunum. Innlendar Pistillinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Dugnaður, agi, metnaður, vilji, baráttugleði, samviskusemi og ákveðni. Þessi lýsingarorð finnst mér lýsa því íslenska íþróttafólki sem ég þekki. Það er gegnumgangandi og jafnvel umtalað utan Íslands hvað íslenskir íþróttamenn eru duglegir og samviskusamir. Þeir eru oft tilbúnir til þess að leggja meira á sig en liðsfélaginn eða andstæðingurinn og gefa sér sjaldan afslátt af æfingum. Þeir kvarta sjaldan og eru kröfuharðir til sjálfs sín. Þeir leggja sig alla fram við æfingar og taka manna mest af alls konar aukaæfingum því að meira er jú alltaf betra, eða hvað? Síðastliðið haust byrjaði ég að æfa undir stjórn sænsks þjálfara. Til að byrja með og fram á vor var þetta eins konar farþjálfun þar sem við vorum stödd í sitt hvoru landinu. Ég fékk sent sérsniðið prógramm sem ég átti að fylgja samviskusamlega og það var því á minni ábyrgð að fylgja þessu prógrammi. Áður en þetta samstarf hófst spurði ég sjálfa mig að því hvort ég byggi yfir þeim aga sem nauðsynlegur væri til þess að geta unnið eftir þessu skipulagi. Ég var ekki lengi að sannfæra sjálfa mig um að svo væri, hingað til hefði ég aldrei á ævinni svikist undan æfingu og hví ætti ég að fara að taka upp á því núna? En því miður skjátlaðist mér. Nú reka ef til vill margir upp stór augu þegar ég segi að ég bjó einfaldlega ekki yfir þeim sjálfsaga sem nauðsynlegur var svo vinnulag sem þetta gengi upp. Það var ekki það að ég sleppti æfingum eða svikist undan erfiðustu æfingunum. Nei, ég gerði alltaf of mikið. Ég gat ekki neitað mér um að gera alltaf meira. Ég bætti alltaf við prógrammið, tók morgunæfingar þegar ég átti að hvíla, ég stytti alltaf hvíldirnar á milli spretta og bætti alltaf við einu setti í viðbót. Þetta gerði ég í þeirri trú að meira væri alltaf betra. Þetta er jú það hugarfar sem hefur komið mér þangað sem ég er í dag og ég er stolt af þeim árangri sem ég hef náð en það verður ekki horft fram hjá þeirri staðreynd að síðastliðin ár hef ég verið mikið meidd og þetta ár er engin undantekning. Margir hafa það mottó að það sé ekki æfingin sem skapi meistarann heldur aukaæfingin. Það er vissulega mikið til í því en í þessu eins og öllu öðru er það skynsemin sem skiptir mestu máli. Aukaæfingar ættu alltaf að vera í fullu samráði við þjálfara og með þeirra vitund. Hingað til hafa mín einkunnarorð verið metnaður, dugnaður og ákveðni. Á því verður engin breyting en ég ætla að passa mig á því að þessir helstu styrkleikar mínir vinni ekki á móti mér. Ég ætla að setja allan minn metnað í að hugsa vel um sjálfa mig og beita þeim mikla sjálfsaga sem ég bý yfir til þess að leyfa skynseminni að eiga síðasta orðið þegar kemur að aukaæfingunum.
Innlendar Pistillinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira