Pistillinn: Það sem hefur bjargað mér eru íþróttirnar Edda Garðarsdóttir knattspyrnukona skrifar 23. júlí 2011 18:41 Edda Garðarsdóttir ásamt landsliðkonunum Katrínu Jónsdóttur og Guðrúnu Gunnarsdóttur. Að vera sáttur við sjálfan sig er ekki sjálfgefið. Eins og lífslöngunin, andagiftin, innileikinn og auðmýktin verður þessi sátt að koma innan frá og út. Hún kemur ekki af sjálfu sér. Eins og með hamingjuna verðum við að vinna fyrir þessari sátt. Alla mína ævi hef ég verið mjög meðvituð um það hvernig ég er og ég er svo innilega ekki þessi stereótýpíska kona. Ég dáist að konum sem eru fallega kvenlegar og í góðu sambandi við dömuna innra með sér. Frá því að ég man eftir mér þá hef ég þverneitað að fara í kjóla, pils og ýmiss konar dúllerí, móður minni til mikillar mæðu oft á tíðum. Ég veit ekki af hverju ég er svona en ég veit bara að í öllum skilningi orðsins þá er ég ekki „dama". Sumir tóku móðursýkisfrekjuköst í leikfangadeildinni í Hagkaup, ég tók mín inni í stofu á stórhátíðum og afmælum rífandi utan af mér blúndur og slaufur þegar foreldrar mínir reyndu að nýta sér kodak-momentið „Edda í kjól". Enn þann dag í dag fæ ég oföndunar-valkvíða og snert af tilvistarkreppu þegar eitthvert galatilefnið nálgast, einfaldlega vegna þess að ég þarf að fara að hugsa um í hverju ég á að vera og þarf hugsanlega að fara að kaupa ný föt. Þetta fær „venjulegar" konur til að klæja í fingurna af tilhlökkun og þær elska að fara að máta, „windowshoppa" og kaupa sér nýtt dress. Ég get talið upp hvert einasta skipti sem ég hef verið „sett í" einhverja hátíðarmúnderinguna, mætt á svæðið og setið í gegnum það nauðsynlegasta (í frekjukasti). Ég veit ekkert óþægilegra og vandræðalegra en þegar fólk hittir mig og segir „hæ, maður þekkir þig varla" eða „rosalega ertu „dömuleg". Ég vissi ekki að þú ættir þetta til". Mér líður jafn dömulega og Jóni Gnarr á flotinu á gay pride þegar ég er uppstríluð. Stundum vildi ég óska þess að ég væri eins og stórstirni með stílista sem sæi um allt mitt „wardrobe", förðun og bling. Eða að ég væri rosalega mikil trukkalessa sem gæti gengið í jakkafötum, verið með rakspíra og sítt að aftan – en það er ég ekki heldur. Það sem hefur bjargað mér eru íþróttirnar og fólk sem hefur gefið sér tíma til að kynnast mér eins og ég er. Ég er ekki dama en ég er samt kona. Á vellinum líður mér best. Þar fylgist ég með tísku, straumum og stefnum á hverju „seasoni". Spurðu mig um þjálfun, heilsu, fótboltaskó, fótbolta, legghlífar, svitabönd og íþróttatoppa og get ég hjálpað undantekningalaust. Þar er ég merkjaglyðra og elska fótboltaskóna mína. Sem betur fer erum við ekki allar dömur og það er bara allt í lagi. Maður þarf ekki að vera klæddur eins og súpermódel til að líða vel í eigin skinni. Innlendar Pistillinn Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Að vera sáttur við sjálfan sig er ekki sjálfgefið. Eins og lífslöngunin, andagiftin, innileikinn og auðmýktin verður þessi sátt að koma innan frá og út. Hún kemur ekki af sjálfu sér. Eins og með hamingjuna verðum við að vinna fyrir þessari sátt. Alla mína ævi hef ég verið mjög meðvituð um það hvernig ég er og ég er svo innilega ekki þessi stereótýpíska kona. Ég dáist að konum sem eru fallega kvenlegar og í góðu sambandi við dömuna innra með sér. Frá því að ég man eftir mér þá hef ég þverneitað að fara í kjóla, pils og ýmiss konar dúllerí, móður minni til mikillar mæðu oft á tíðum. Ég veit ekki af hverju ég er svona en ég veit bara að í öllum skilningi orðsins þá er ég ekki „dama". Sumir tóku móðursýkisfrekjuköst í leikfangadeildinni í Hagkaup, ég tók mín inni í stofu á stórhátíðum og afmælum rífandi utan af mér blúndur og slaufur þegar foreldrar mínir reyndu að nýta sér kodak-momentið „Edda í kjól". Enn þann dag í dag fæ ég oföndunar-valkvíða og snert af tilvistarkreppu þegar eitthvert galatilefnið nálgast, einfaldlega vegna þess að ég þarf að fara að hugsa um í hverju ég á að vera og þarf hugsanlega að fara að kaupa ný föt. Þetta fær „venjulegar" konur til að klæja í fingurna af tilhlökkun og þær elska að fara að máta, „windowshoppa" og kaupa sér nýtt dress. Ég get talið upp hvert einasta skipti sem ég hef verið „sett í" einhverja hátíðarmúnderinguna, mætt á svæðið og setið í gegnum það nauðsynlegasta (í frekjukasti). Ég veit ekkert óþægilegra og vandræðalegra en þegar fólk hittir mig og segir „hæ, maður þekkir þig varla" eða „rosalega ertu „dömuleg". Ég vissi ekki að þú ættir þetta til". Mér líður jafn dömulega og Jóni Gnarr á flotinu á gay pride þegar ég er uppstríluð. Stundum vildi ég óska þess að ég væri eins og stórstirni með stílista sem sæi um allt mitt „wardrobe", förðun og bling. Eða að ég væri rosalega mikil trukkalessa sem gæti gengið í jakkafötum, verið með rakspíra og sítt að aftan – en það er ég ekki heldur. Það sem hefur bjargað mér eru íþróttirnar og fólk sem hefur gefið sér tíma til að kynnast mér eins og ég er. Ég er ekki dama en ég er samt kona. Á vellinum líður mér best. Þar fylgist ég með tísku, straumum og stefnum á hverju „seasoni". Spurðu mig um þjálfun, heilsu, fótboltaskó, fótbolta, legghlífar, svitabönd og íþróttatoppa og get ég hjálpað undantekningalaust. Þar er ég merkjaglyðra og elska fótboltaskóna mína. Sem betur fer erum við ekki allar dömur og það er bara allt í lagi. Maður þarf ekki að vera klæddur eins og súpermódel til að líða vel í eigin skinni.
Innlendar Pistillinn Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira