Leiðtogarnir á Kúbu boða breytta tíma 20. apríl 2011 00:00 Frá Kúbu. Fidel Castro bauð sig ekki fram í leiðtogakjöri Kommúnistaflokksins á Kúbu í gær. Þess í stað var bróðir hans, Raúl, kosinn leiðtogi flokksins. Raúl hefur stjórnað landinu frá því Fidel veiktist fyrir meira en fjórum árum. Fidel hefur nýlega upplýst að í reynd hafi hann ekki stjórnað flokknum heldur síðan 2006, þótt hann hafi formlega verið skráður leiðtogi flokksins þar til nú. Á flokksþingi, sem nú er haldið í fyrsta sinn í fjórtán ár, hafa komið fram hugmyndir um margvíslegar breytingar á skipulagi efnahagsmála og stjórnmála á Kúbu. Kommúnistaflokkurinn hefur samþykkt 300 tillögur í efnahagsmálum, sem eiga að gefa efnahagslífið frjálst. Ekki er vitað nákvæmlega í hverju þessar breytingar verða fólgnar en ljóst er að íbúum landsins verður nú í fyrsta sinn gert heimilt að kaupa sér húsnæði og stunda frjáls fasteignaviðskipti. Þá lagði Raoul til að valdatími helstu embættismanna landsins yrði takmarkaður við fimm ár. Bróðir hans, sem ríkti í nærri hálfa öld, segist vera fylgjandi því: „Ég er hrifinn af hugmyndinni,“ sagði Fidel. „Þetta er mál sem ég hef lengi velt fyrir mér.“ Öllum að óvörum kom Fidel á þingið og uppskar dynjandi lófatak frá þúsund flokksfulltrúum í stórum ráðstefnusal í höfuðborginni Havana. Hann skrifaði blaðagrein sem birtist á mánudag, þar sem hann sagði nýja kynslóð leiðtoga flokksins þurfa að bregðast við breyttum aðstæðum í heiminum, stunda sjálfsgagnrýni og taka alla hluti til endurskoðunar. Þrátt fyrir yfirlýsingar um breytingar voru það háaldraðir félagar Castros sem kosnir voru í helstu leiðtogaembætti flokksins. Raúl er sjálfur að verða sjötugur og Jose Ramon Machado Ventura, sem kosinn var varaforseti flokksins, er orðinn áttræður. Þá var Ramiro Valdés, sem er 78 ára, kosinn í þriðju valdamestu stöðuna. [email protected] Fréttir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Fidel Castro bauð sig ekki fram í leiðtogakjöri Kommúnistaflokksins á Kúbu í gær. Þess í stað var bróðir hans, Raúl, kosinn leiðtogi flokksins. Raúl hefur stjórnað landinu frá því Fidel veiktist fyrir meira en fjórum árum. Fidel hefur nýlega upplýst að í reynd hafi hann ekki stjórnað flokknum heldur síðan 2006, þótt hann hafi formlega verið skráður leiðtogi flokksins þar til nú. Á flokksþingi, sem nú er haldið í fyrsta sinn í fjórtán ár, hafa komið fram hugmyndir um margvíslegar breytingar á skipulagi efnahagsmála og stjórnmála á Kúbu. Kommúnistaflokkurinn hefur samþykkt 300 tillögur í efnahagsmálum, sem eiga að gefa efnahagslífið frjálst. Ekki er vitað nákvæmlega í hverju þessar breytingar verða fólgnar en ljóst er að íbúum landsins verður nú í fyrsta sinn gert heimilt að kaupa sér húsnæði og stunda frjáls fasteignaviðskipti. Þá lagði Raoul til að valdatími helstu embættismanna landsins yrði takmarkaður við fimm ár. Bróðir hans, sem ríkti í nærri hálfa öld, segist vera fylgjandi því: „Ég er hrifinn af hugmyndinni,“ sagði Fidel. „Þetta er mál sem ég hef lengi velt fyrir mér.“ Öllum að óvörum kom Fidel á þingið og uppskar dynjandi lófatak frá þúsund flokksfulltrúum í stórum ráðstefnusal í höfuðborginni Havana. Hann skrifaði blaðagrein sem birtist á mánudag, þar sem hann sagði nýja kynslóð leiðtoga flokksins þurfa að bregðast við breyttum aðstæðum í heiminum, stunda sjálfsgagnrýni og taka alla hluti til endurskoðunar. Þrátt fyrir yfirlýsingar um breytingar voru það háaldraðir félagar Castros sem kosnir voru í helstu leiðtogaembætti flokksins. Raúl er sjálfur að verða sjötugur og Jose Ramon Machado Ventura, sem kosinn var varaforseti flokksins, er orðinn áttræður. Þá var Ramiro Valdés, sem er 78 ára, kosinn í þriðju valdamestu stöðuna. [email protected]
Fréttir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira