Við erum ekki feitir geltir Guðmundur Andri Thorsson skrifar 17. janúar 2011 06:00 Forstjóri N-1 er nú aftur kominn á þægilegri slóðir: farinn að útskýra fyrir okkur hvers vegna bensínverð muni hækka mikið á næstunni - mjög mikið - svo mikið að sérhver lækkun á hækkuninni verður eins og sérstakur greiði hans við okkur út af veglyndi hans og umhyggju fyrir okkur - feitu göltunum sem hann hyggst flá.Fúsk í frelsinu Eftir að hafa lent í herleiðingu út á ókunnar lendur hins frjálsa markaðar er hann nú snúinn aftur í öryggi einokunarinnar og maður finnur næstum áþreifanlega hvernig honum vex ásmegin með hverjum deginum: Hótanirnar um stórfelldar hækkanir verða sífellt óvægnari og skýringarnar vitna um endurheimt sjálfstraust - gamalkunnu skýringarnar: Hækkun á heimsmarkaðsverði; óhagstæð birgðastaða; hækkun dollarans; lækkun dollarans gagnvart yeni; hækkun dönsku krónunnar gagnvart lækkun dollarans gagnvart yeni; óhagstæð staða á innkaupajöfnunarreikningi gagnvart hækkun danska yensins gagnvart gengi dollars á ársgrundvelli; já og svo náttúrlega stórfelldar álögur ríkisins… Hann er reynslunni ríkari. Eftir herleiðinguna. Engu var líkara en að hann hafi sjálfur verið farinn að trúa því að olíufélögin stundi raunverulega samkeppni og að allt gengi svo vel hjá félaginu vegna þess að það stæði sig svo vel í samkeppninni. Hann fór því að skima í kringum sig eftir frekari landvinningum á sviði samkeppninnar og fyrir honum varð bókaútgáfa, þar sem eru fremur lítil fyrirtæki með litla yfirbyggingu og ekki annað öryggi um að varningur þeirra seljist en vonin um að vel gert verk höfði til fólks. Enginn neyðist til að kaupa bók. Það eina sem fólk hefur upp úr því að kaupa bók er að verða einhverju nær um lífið og mennina. Við megum samt ekki álasa bensínsölunum um of að láta sér yfirsjást þetta ótrygga eðli markaðskerfisins: þeir vita jafn lítið um hinn frjálsa markað og útrásarvíkingarnir vissu um útlönd þegar þeir ætluðu að leggja þau undir sig. Við vitum öll hvernig fór. Þeir gáfu út tvær bækur sem báðar virtust nokkuð forvitnilegar og hafa eflaust verið prýðilegar. En sitja uppi með megnið af upplaginu af því að þeir vissu ekkert hvað þeir voru að gera. Forstjórinn hlær í viðtölum og segir skaðann ámóta og stolið sé frá félaginu árlega - sem segir sína sögu um þær upphæðir sem sá maður er vanur að sjá, þau verðmæti sem kynnu að sparast ef ríkti frjáls samkeppni á þessum markaði.Feitir geltir eða fólk Um það er hins vegar tómt mál að tala. Íslensk yfirstétt hefur gegnum tíðina mestanpart verið í áskrift að fjármunum launafólks - sem hefur mátt greiða nokkurs konar tíund til auðstéttarinnar fyrir bensín, tryggingar og aðrar nauðþurftir sem ýmist eru lögbundnar eða bundnar þeirri nauðung að hér í dreifbýli höfuðborgarsvæðisins er naumast um aðrar samgöngur að ræða en einkabílinn - að ógleymdu lénsfyrirkomulaginu við fiskveiðar. Reykjavík var á helstu uppbyggingarárum sínum stjórnað af bílasölum, bensínsölum og bílatryggingasölum sem höfðu hag af því að láta fólk aka sem mest um í sem flestum bílum. Þessi tegund sníkjulífis er enn í fullu gildi, því að eins og við vitum tókst Finni Ingólfssyni ekki aðeins að ná til sín mestallri lögbundinni bifreiðaskoðun í landinu heldur á hann líka heitavatnsmælana sem okkur er gert að hafa í húsum okkar. Sem þarf vitaskuld einhvers konar snilligáfu til að krækja í. Nú kann það að vera rétt athugað hjá VG að það sé siðferðislega ámælisvert að aka um á einkabíl - svona hnattrænt og almennt séð - fyrir utan hvað það er hundleiðinlegt að húka í grárri bílaröð einhvers staðar í súldinni með ónýtar þurrkur og veðurfréttir á rás eitt, eurovisionlag á rás tvö og ekkert fútt lengur á Biblíustöðunum, miðað við hitt að sitja frjáls og áhyggjulaus í strætó og hlera kostulegar samræður eins og maður gerði þegar maður var unglingur. Margt fólk er eflaust tilbúið að hætta þessum eilífa akstri út og austur. En þá verður ríkisstjórnin gera okkur það kleift. Ekki bara líta á okkur sem feitan gölt að flá fyrir ríkissjóð með ámælisverðar samgöngur sem afsökun. Hér þarf byltingu. Krakkarnir þurfa að geta stokkið upp í strætó, sporvagn eða neðanjarðarlest til að fara í fiðlutíma eða á æfingu. Þetta er eitt af stóru verkefnunum: Að koma hér á almenningssamgöngum. Eftir það má skattleggja bensínið í botn. En ekki fyrr. Því þá - en ekki fyrr - er það að fara allra ferða sinna á einkabíl siðferðislega hæpið. Og það má líka alveg gera eitthvað í þessu með íslenska kapítalismann. Mantran segir að þegar einkaframtakið geri eitthvað betur en almannavaldið skuli eftirláta einkaframtalinu það. En hvað um hitt sem almannavaldið gerir betur en einkaframtakið? Orka og hugkvæmni íslenskra kaupsýslumanna hefur farið í að finna krana að uppsprettulindum launafólks fremur en að búa til varning sem fólk vill kaupa. Allir aðrir en stækustu amxistar eru sammála um að ríkið eigi að annast heilsugæslu og skóla og aðra grunnþjónustu. En er bensínsala ekki líka grunnþjónusta eins og málum er háttað? Ætti ríkið ekki að reka sínar bensínstöðvar þar sem andvirðið rynni þá allt í ríkissjóð fremur en til manna sem sýnt hafa eftiminnilega að þeir kunna ekkert fyrir sér í samkeppnisrekstri? Ríkisstjórnin þarf að muna: við erum ekki feitir geltir að flá. Við erum fólk sem berst um á hæl og hnakka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun
Forstjóri N-1 er nú aftur kominn á þægilegri slóðir: farinn að útskýra fyrir okkur hvers vegna bensínverð muni hækka mikið á næstunni - mjög mikið - svo mikið að sérhver lækkun á hækkuninni verður eins og sérstakur greiði hans við okkur út af veglyndi hans og umhyggju fyrir okkur - feitu göltunum sem hann hyggst flá.Fúsk í frelsinu Eftir að hafa lent í herleiðingu út á ókunnar lendur hins frjálsa markaðar er hann nú snúinn aftur í öryggi einokunarinnar og maður finnur næstum áþreifanlega hvernig honum vex ásmegin með hverjum deginum: Hótanirnar um stórfelldar hækkanir verða sífellt óvægnari og skýringarnar vitna um endurheimt sjálfstraust - gamalkunnu skýringarnar: Hækkun á heimsmarkaðsverði; óhagstæð birgðastaða; hækkun dollarans; lækkun dollarans gagnvart yeni; hækkun dönsku krónunnar gagnvart lækkun dollarans gagnvart yeni; óhagstæð staða á innkaupajöfnunarreikningi gagnvart hækkun danska yensins gagnvart gengi dollars á ársgrundvelli; já og svo náttúrlega stórfelldar álögur ríkisins… Hann er reynslunni ríkari. Eftir herleiðinguna. Engu var líkara en að hann hafi sjálfur verið farinn að trúa því að olíufélögin stundi raunverulega samkeppni og að allt gengi svo vel hjá félaginu vegna þess að það stæði sig svo vel í samkeppninni. Hann fór því að skima í kringum sig eftir frekari landvinningum á sviði samkeppninnar og fyrir honum varð bókaútgáfa, þar sem eru fremur lítil fyrirtæki með litla yfirbyggingu og ekki annað öryggi um að varningur þeirra seljist en vonin um að vel gert verk höfði til fólks. Enginn neyðist til að kaupa bók. Það eina sem fólk hefur upp úr því að kaupa bók er að verða einhverju nær um lífið og mennina. Við megum samt ekki álasa bensínsölunum um of að láta sér yfirsjást þetta ótrygga eðli markaðskerfisins: þeir vita jafn lítið um hinn frjálsa markað og útrásarvíkingarnir vissu um útlönd þegar þeir ætluðu að leggja þau undir sig. Við vitum öll hvernig fór. Þeir gáfu út tvær bækur sem báðar virtust nokkuð forvitnilegar og hafa eflaust verið prýðilegar. En sitja uppi með megnið af upplaginu af því að þeir vissu ekkert hvað þeir voru að gera. Forstjórinn hlær í viðtölum og segir skaðann ámóta og stolið sé frá félaginu árlega - sem segir sína sögu um þær upphæðir sem sá maður er vanur að sjá, þau verðmæti sem kynnu að sparast ef ríkti frjáls samkeppni á þessum markaði.Feitir geltir eða fólk Um það er hins vegar tómt mál að tala. Íslensk yfirstétt hefur gegnum tíðina mestanpart verið í áskrift að fjármunum launafólks - sem hefur mátt greiða nokkurs konar tíund til auðstéttarinnar fyrir bensín, tryggingar og aðrar nauðþurftir sem ýmist eru lögbundnar eða bundnar þeirri nauðung að hér í dreifbýli höfuðborgarsvæðisins er naumast um aðrar samgöngur að ræða en einkabílinn - að ógleymdu lénsfyrirkomulaginu við fiskveiðar. Reykjavík var á helstu uppbyggingarárum sínum stjórnað af bílasölum, bensínsölum og bílatryggingasölum sem höfðu hag af því að láta fólk aka sem mest um í sem flestum bílum. Þessi tegund sníkjulífis er enn í fullu gildi, því að eins og við vitum tókst Finni Ingólfssyni ekki aðeins að ná til sín mestallri lögbundinni bifreiðaskoðun í landinu heldur á hann líka heitavatnsmælana sem okkur er gert að hafa í húsum okkar. Sem þarf vitaskuld einhvers konar snilligáfu til að krækja í. Nú kann það að vera rétt athugað hjá VG að það sé siðferðislega ámælisvert að aka um á einkabíl - svona hnattrænt og almennt séð - fyrir utan hvað það er hundleiðinlegt að húka í grárri bílaröð einhvers staðar í súldinni með ónýtar þurrkur og veðurfréttir á rás eitt, eurovisionlag á rás tvö og ekkert fútt lengur á Biblíustöðunum, miðað við hitt að sitja frjáls og áhyggjulaus í strætó og hlera kostulegar samræður eins og maður gerði þegar maður var unglingur. Margt fólk er eflaust tilbúið að hætta þessum eilífa akstri út og austur. En þá verður ríkisstjórnin gera okkur það kleift. Ekki bara líta á okkur sem feitan gölt að flá fyrir ríkissjóð með ámælisverðar samgöngur sem afsökun. Hér þarf byltingu. Krakkarnir þurfa að geta stokkið upp í strætó, sporvagn eða neðanjarðarlest til að fara í fiðlutíma eða á æfingu. Þetta er eitt af stóru verkefnunum: Að koma hér á almenningssamgöngum. Eftir það má skattleggja bensínið í botn. En ekki fyrr. Því þá - en ekki fyrr - er það að fara allra ferða sinna á einkabíl siðferðislega hæpið. Og það má líka alveg gera eitthvað í þessu með íslenska kapítalismann. Mantran segir að þegar einkaframtakið geri eitthvað betur en almannavaldið skuli eftirláta einkaframtalinu það. En hvað um hitt sem almannavaldið gerir betur en einkaframtakið? Orka og hugkvæmni íslenskra kaupsýslumanna hefur farið í að finna krana að uppsprettulindum launafólks fremur en að búa til varning sem fólk vill kaupa. Allir aðrir en stækustu amxistar eru sammála um að ríkið eigi að annast heilsugæslu og skóla og aðra grunnþjónustu. En er bensínsala ekki líka grunnþjónusta eins og málum er háttað? Ætti ríkið ekki að reka sínar bensínstöðvar þar sem andvirðið rynni þá allt í ríkissjóð fremur en til manna sem sýnt hafa eftiminnilega að þeir kunna ekkert fyrir sér í samkeppnisrekstri? Ríkisstjórnin þarf að muna: við erum ekki feitir geltir að flá. Við erum fólk sem berst um á hæl og hnakka.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun