Umfjöllun og viðtöl: Grótta - FH 18-28 | FH í undanúrslit bikarsins Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 12. desember 2011 15:07 Mynd/Stefán FH vann öruggan tíu marka sigur á Gróttu í átta lið úrslitum Eimskips bikars karla í kvöld. Grótta hékk í FH í 17 mínútur en FH var fimm mörkum yfir í hálfleik 15-10. FH-ingar virkuðu hálf kærulausir framan af leik og þá sérstaklega þegar liðið var einum fleiri í fyrri hálfleik. Leikmenn Gróttu voru baráttuglaðir og hungraðir í að stríða FH en með frábærri markvörslu Daníels Andréssonar tókst FH að ná góðu forskoti undir lok fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikur varð aldrei spennandi. FH jók forskotið strax í upphafi og hleyptu Gróttu aldrei inn í leikinn þó sóknarleikur liðsins hafi oft verið betri í vetur. Daníel varði áfram af krafti og Grótta gat varla keypt sér mark. Er leið á seinni hálfleik skiptu þjálfarar beggja liða mikið og lykilmenn fengu góða hvíld en þessi lið mætast á ný á fimmtudaginn í deildinni. Leikurinn fjaraði því út og FH verður í pottinum ásamt Fram, HK og Haukum þegar dregið verður í undanúrslit keppninnar. Guðfinnur: Erum í framförMynd/Vilhelm„Við skoruðum ekki úr dauðafærum. Við áttum að vera yfri í hálfleik," sagði Guðfinnur Kristmannsson þjálfari Gróttu vera ástæðu þess að lið hans tapaði leiknum í kvöld. „Þeir nýttu sín færi. Seinni hálfleikur var svipaður. Við vorum reyndar orðnir svolítið þreyttir í restina og þegar munurinn verður mikill þá vera menn ennþá þreyttari." „Ég er mjög ánægður með baráttuna hjá strákunum. Við vorum að skapa okkur færi og meira getur maður ekki beðið um. Nú er bara að nýta þau." „Við erum í stanslausri framför að mínu mati. Ég var með annan flokkinn inn á stóran hluta af leiknum, það er annað en þeir. Þeir kaupa bara gamla karla og þora ekki að nota sína ungu leikmenn," sagði glettinn Guðfinnur að lokum. Baldvin: Spýttum í lófana og kláruðum velMynd/Vilhelm„Við vorum mistækir í upphafi og nýttum okkur ekki þegar við vorum einum fleiri. Þegar við fórum að gera færri feila og refsa betur þá fór þetta að ganga betur, frábær markvarsla sem við fengum hjálpaði til," sagði Baldvin Þorsteinsson eftir leikinn. „Við vorum mistækir í byrjun sama hver ástæðan fyrir því var. Við spýttum í lófana og kláruðum þetta vel," sagði Baldvin sem vildi ekki taka undir að FH-ingar hafi virkað kærulausir framan af leik. „Við rúlluðum á mörgum mönnum. Það hjálpaði til. Við gátum leikið á óþreyttum leikmönnum í seinni hálfleik og gerðum færri mistök." „Við erum með fína breidd og Stjáni og Einar rúlluð vel á liðinu í dag." „Það er vanalega þannig að þegar lið mætast svona þá vinna menn sitt hvorn leikinn og við verðum að gleyma þessum sigri og einbeita okkur að leiknum á fimmtudaginn," sagði Baldvin að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Sjá meira
FH vann öruggan tíu marka sigur á Gróttu í átta lið úrslitum Eimskips bikars karla í kvöld. Grótta hékk í FH í 17 mínútur en FH var fimm mörkum yfir í hálfleik 15-10. FH-ingar virkuðu hálf kærulausir framan af leik og þá sérstaklega þegar liðið var einum fleiri í fyrri hálfleik. Leikmenn Gróttu voru baráttuglaðir og hungraðir í að stríða FH en með frábærri markvörslu Daníels Andréssonar tókst FH að ná góðu forskoti undir lok fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikur varð aldrei spennandi. FH jók forskotið strax í upphafi og hleyptu Gróttu aldrei inn í leikinn þó sóknarleikur liðsins hafi oft verið betri í vetur. Daníel varði áfram af krafti og Grótta gat varla keypt sér mark. Er leið á seinni hálfleik skiptu þjálfarar beggja liða mikið og lykilmenn fengu góða hvíld en þessi lið mætast á ný á fimmtudaginn í deildinni. Leikurinn fjaraði því út og FH verður í pottinum ásamt Fram, HK og Haukum þegar dregið verður í undanúrslit keppninnar. Guðfinnur: Erum í framförMynd/Vilhelm„Við skoruðum ekki úr dauðafærum. Við áttum að vera yfri í hálfleik," sagði Guðfinnur Kristmannsson þjálfari Gróttu vera ástæðu þess að lið hans tapaði leiknum í kvöld. „Þeir nýttu sín færi. Seinni hálfleikur var svipaður. Við vorum reyndar orðnir svolítið þreyttir í restina og þegar munurinn verður mikill þá vera menn ennþá þreyttari." „Ég er mjög ánægður með baráttuna hjá strákunum. Við vorum að skapa okkur færi og meira getur maður ekki beðið um. Nú er bara að nýta þau." „Við erum í stanslausri framför að mínu mati. Ég var með annan flokkinn inn á stóran hluta af leiknum, það er annað en þeir. Þeir kaupa bara gamla karla og þora ekki að nota sína ungu leikmenn," sagði glettinn Guðfinnur að lokum. Baldvin: Spýttum í lófana og kláruðum velMynd/Vilhelm„Við vorum mistækir í upphafi og nýttum okkur ekki þegar við vorum einum fleiri. Þegar við fórum að gera færri feila og refsa betur þá fór þetta að ganga betur, frábær markvarsla sem við fengum hjálpaði til," sagði Baldvin Þorsteinsson eftir leikinn. „Við vorum mistækir í byrjun sama hver ástæðan fyrir því var. Við spýttum í lófana og kláruðum þetta vel," sagði Baldvin sem vildi ekki taka undir að FH-ingar hafi virkað kærulausir framan af leik. „Við rúlluðum á mörgum mönnum. Það hjálpaði til. Við gátum leikið á óþreyttum leikmönnum í seinni hálfleik og gerðum færri mistök." „Við erum með fína breidd og Stjáni og Einar rúlluð vel á liðinu í dag." „Það er vanalega þannig að þegar lið mætast svona þá vinna menn sitt hvorn leikinn og við verðum að gleyma þessum sigri og einbeita okkur að leiknum á fimmtudaginn," sagði Baldvin að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Sjá meira