Umfjöllun og viðtöl: Fram - Afturelding 20-23 Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2011 15:20 Mynd/Valli Afturelding vann afar óvæntan 20-23 sigur á Fram er liðin mættust í Safamýri í kvöld. Davíð Svansson markvörður var hetja þeirra. Framarar byrjuðu leikinn betur og náði fljótt frumkvæðinu þökk sé Magnúsi Erlendssyni markverði sem varði nánast allt sem á markið kom. Sóknarleikur Framara var þó ekki nógu beittur og baráttuglaðir Mosfellingar klóruðu sig hægt og bítandi inn í leikinn og náðu að lokum forskoti. Þeir fóru þó fáranlega illa að ráði sínu með því að láta reka sig út af sex sinnum í hálfleiknum. Þrátt fyrir það tókst þeim að leiða með einu marki í hálfleik, 10-11. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var afar ósáttur við dómarana í hálfleiknum og fékk meðal annars brottvísun er hann missti stjórn á skapi sínu. Hann hefði betur eytt orkunni í að öskra á leikmenn sína sem ætluðu augljóslega að taka þetta með vinstri hendi. Einar virðist hafa öskrað vel í hálfleik því hans menn byrjuðu seinni hálfleik miklu betur og náðu fínu forskoti. Þá kom Davíð Svansson í mark gestanna. Hann skellti í lás, Mosfellingar komust aftur inn í leikinn og loks yfir. Davíð varði eins og berserkur og frammistaða hans skóp þennan sigur hjá gestunum sem voru vel að sigrinum komnir. Leikurinn var nokkuð harður en Framarar máttu búast við því. Það var tekið fast á þeim og þeir voru ekki tilbúnir í að slást á móti. Mosfellingar voru gríðarlega baráttuglaðir og misstu aldrei móðinn. Mikill karakter þar en karakterleysið einkenndi leik Framara í síðari hálfleik þegar gaf á bátinn. Sóknarleikur þeirra þá var tilviljanakenndur og ekkert nema illa úthugsuð einstaklingsframtök. Það var engin liðsheild og enginn leiðtogi. Með hreinum ólíkindum að þeir skildu ekki nýta sér frábæra markvörslu Magnúsar betur en 20 skoruð mörk segir allt sem segja þarf um lélegan sóknarleik þeirra.Reynir: Davíð var frábær "Þessi sigur var mjög sætur. Ekki bara af því ég var að spila gegn gamla liðinu mínu heldur af því að veturinn er búinn að vera mikil brekka. Því gefur það liðinu mjög mikið að fá sigur á þetta erfiðum útivelli," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, en hann þjálfaði lið Fram í fyrra. Hann glotti því eðlilega við tönn eftir leik í kvöld. "Mér fannst við alltaf hafa trú á verkefninu og héldum ró okkar þó svo við lentum í erfiðri stöðu í síðari hálfleik. Við þorðum að sækja sigurinn en fórum ekki á taugum. Við vorum virkilega flottir í síðari hálfleik." Varamarkvörðurinn Davíð Svansson á ansi stóran þátt í sigrinum með ótrúlegri markvörslu í síðari hálfleik. Reynir var að vonum ánægður með hann. "Hann var algjörlega frábær og varð mjög erfiða bolta. Það var líka sterk vörn fyrir framan hann og liðsheildin alveg frábær í þessum leik. Það eiga allir hrós skilið eftir þennan leik."Einar: Þeir unnu boxið Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ákaflega ósáttur eftir leik. Bæði út í dómara leiksins sem og strákana sína. "Við höfðum ekki karakterinn til þess að taka þátt í þessum slagsmálum. Þessi leikur var ekki baráttuleikur heldur box. Þetta var ekki handboltaleikur. Það er ansi langt frá því. Það voru of fáir hjá okkur tilbúnir í þannig leik," sagði Einar hundfúll. "Afturelding lamdi okkur út úr leiknum og við vorum ekki menn til þess að mæta þeim. Það er miður. Við mættum þeim ekki af karlmennsku. Þetta var verðskuldað hjá Aftureldingu. Þeir unnu boxið." Einar var einnig afar ósáttur við dómara leiksins en hann vildi samt ekki kenna þeim um tapið. "Dómararnir voru skelfilegir í dag. Við töpum þessu samt sjálfir." Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira
Afturelding vann afar óvæntan 20-23 sigur á Fram er liðin mættust í Safamýri í kvöld. Davíð Svansson markvörður var hetja þeirra. Framarar byrjuðu leikinn betur og náði fljótt frumkvæðinu þökk sé Magnúsi Erlendssyni markverði sem varði nánast allt sem á markið kom. Sóknarleikur Framara var þó ekki nógu beittur og baráttuglaðir Mosfellingar klóruðu sig hægt og bítandi inn í leikinn og náðu að lokum forskoti. Þeir fóru þó fáranlega illa að ráði sínu með því að láta reka sig út af sex sinnum í hálfleiknum. Þrátt fyrir það tókst þeim að leiða með einu marki í hálfleik, 10-11. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var afar ósáttur við dómarana í hálfleiknum og fékk meðal annars brottvísun er hann missti stjórn á skapi sínu. Hann hefði betur eytt orkunni í að öskra á leikmenn sína sem ætluðu augljóslega að taka þetta með vinstri hendi. Einar virðist hafa öskrað vel í hálfleik því hans menn byrjuðu seinni hálfleik miklu betur og náðu fínu forskoti. Þá kom Davíð Svansson í mark gestanna. Hann skellti í lás, Mosfellingar komust aftur inn í leikinn og loks yfir. Davíð varði eins og berserkur og frammistaða hans skóp þennan sigur hjá gestunum sem voru vel að sigrinum komnir. Leikurinn var nokkuð harður en Framarar máttu búast við því. Það var tekið fast á þeim og þeir voru ekki tilbúnir í að slást á móti. Mosfellingar voru gríðarlega baráttuglaðir og misstu aldrei móðinn. Mikill karakter þar en karakterleysið einkenndi leik Framara í síðari hálfleik þegar gaf á bátinn. Sóknarleikur þeirra þá var tilviljanakenndur og ekkert nema illa úthugsuð einstaklingsframtök. Það var engin liðsheild og enginn leiðtogi. Með hreinum ólíkindum að þeir skildu ekki nýta sér frábæra markvörslu Magnúsar betur en 20 skoruð mörk segir allt sem segja þarf um lélegan sóknarleik þeirra.Reynir: Davíð var frábær "Þessi sigur var mjög sætur. Ekki bara af því ég var að spila gegn gamla liðinu mínu heldur af því að veturinn er búinn að vera mikil brekka. Því gefur það liðinu mjög mikið að fá sigur á þetta erfiðum útivelli," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, en hann þjálfaði lið Fram í fyrra. Hann glotti því eðlilega við tönn eftir leik í kvöld. "Mér fannst við alltaf hafa trú á verkefninu og héldum ró okkar þó svo við lentum í erfiðri stöðu í síðari hálfleik. Við þorðum að sækja sigurinn en fórum ekki á taugum. Við vorum virkilega flottir í síðari hálfleik." Varamarkvörðurinn Davíð Svansson á ansi stóran þátt í sigrinum með ótrúlegri markvörslu í síðari hálfleik. Reynir var að vonum ánægður með hann. "Hann var algjörlega frábær og varð mjög erfiða bolta. Það var líka sterk vörn fyrir framan hann og liðsheildin alveg frábær í þessum leik. Það eiga allir hrós skilið eftir þennan leik."Einar: Þeir unnu boxið Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ákaflega ósáttur eftir leik. Bæði út í dómara leiksins sem og strákana sína. "Við höfðum ekki karakterinn til þess að taka þátt í þessum slagsmálum. Þessi leikur var ekki baráttuleikur heldur box. Þetta var ekki handboltaleikur. Það er ansi langt frá því. Það voru of fáir hjá okkur tilbúnir í þannig leik," sagði Einar hundfúll. "Afturelding lamdi okkur út úr leiknum og við vorum ekki menn til þess að mæta þeim. Það er miður. Við mættum þeim ekki af karlmennsku. Þetta var verðskuldað hjá Aftureldingu. Þeir unnu boxið." Einar var einnig afar ósáttur við dómara leiksins en hann vildi samt ekki kenna þeim um tapið. "Dómararnir voru skelfilegir í dag. Við töpum þessu samt sjálfir."
Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira