Fjölniskonur unnu Íslandsmeistarana í Keflavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2011 21:00 Haukar og Keflavík töpuðu bæði óvænt í kvöld. Mynd/Valli Fjölniskonur unnu óvæntan sjö stiga sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur, 79-72, í fyrstu umferð Iceland Express deild kvenna í kvöld en Njarðvíkurkonur komu líka á óvart með því að vinna 21 stigs sigur á Lengjubikarmeisturum Hauka, 81-60, á Ásvöllum. Sigur Fjölnis kemur mikið á óvart því í árlegri spá fyrir mótið sem var kynnt í gær var Keflavík spáð sigri en Fjölnisliðinu var aftur á móti spáð falli úr deildinni. Keflavík var 18-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann en frábær annar leikhluti færði Fjölni átta stiga forskot í hálfleik, 39-31 og Fjölniskonur héldu frumkvæðinu það sem eftir var leiksins. Brittney Jones skoraði 33 stig, tók 6 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá Fjölni, Katina Mandylaris var með 19 stig og 17 fráköst og Birna Eiríksdóttir skoraði 19 stig. Jaleesa Butler og Birna Valgarðsdóttir voru báðar með 21 stig fyrir Keflavík og Butler var einnig með 14 fráköst og 5 stoðsendingar. Nýkrýndir Lengjubikarmeistarar Hauka tefldu fram nýjum erlendum leikmanni á móti Njarðvík en urðu engu að síður að sætta sig við 21 stigs tap á heimavelli. Njarðvíkurliðið var í miklu stuði og ætlar greinilega að taka upp þráðinn frá því í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin. Lele Hardy átti stórleik og skilaði 33 stigum og 14 fráköstum hjá Njarðvík, Shanae Baker var með 20 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar og Petrúnella Skúladóttir var stigahæsti íslensku stelpnanna með 13 stig. Salbjörg Sævarsdóttir var með 12 stig og 7 fráköst. Jence Ann Rhoads var með 19 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar hjá Haukum og nýi leikmaðurinn, Hope Elam, bætti við 8 stigum og 9 fráköstum en Gunnhildur Gunnarsdóttir var næststigahæst með 13 stig.Úrslitin í Iceland Express deild kvenna í kvöld:Fjölnir-Keflavík 79-72 (17-18, 22-13, 19-17, 21-24)Fjölnir: Brittney Jones 33/6 fráköst/7 stoðsendingar, Birna Eiríksdóttir 19/4 fráköst, Katina Mandylaris 19/17 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 3/8 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 3/6 fráköst, Eva María Emilsdóttir 2/5 fráköst/5 stoðsendingar.Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 21/7 fráköst, Jaleesa Butler 21/14 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/5 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 6/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 6, Hrund Jóhannsdóttir 6/4 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 3, Lovísa Falsdóttir 2.Valur-Snæfell 70-79 (19-28, 13-11, 18-18, 20-22)Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 20/5 fráköst, Melissa Leichlitner 17, María Ben Erlingsdóttir 15/5 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 8, Signý Hermannsdóttir 6/6 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 2/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst.Snæfell: Hildur Sigurdardottir 24/9 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 16/6 fráköst, Kieraah Marlow 16, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 4/8 fráköst, Ellen Alfa Högnadóttir 2, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2.Haukar-Njarðvík 60-81 (20-21, 17-22, 15-16, 8-22)Haukar: Jence Ann Rhoads 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/4 fráköst/6 stolnir, Sara Pálmadóttir 8/8 fráköst, Hope Elam 8/9 fráköst/3 varin skot, Íris Sverrisdóttir 5, Guðrún Ósk Ámundardóttir 4/7 fráköst, Margrét Rósa Hálfdánardótir 3.Njarðvík: Lele Hardy 33/14 fráköst, Shanae Baker 20/8 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 13, Salbjörg Sævarsdóttir 12/7 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, Aníta Carter Kristmundsdóttir 1.KR-Hamar 73-60 (21-12, 17-12, 13-21, 22-15)KR: Reyana Colson 19/9 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 16/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 13/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9/10 fráköst, Helga Einarsdóttir 6/5 fráköst.Hamar: Samantha Murphy 20/8 fráköst, Hannah Tuomi 18/18 fráköst, Jenný Harðardóttir 8/10 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 8, Álfhildur Þorsteinsdóttir 4, Regína Ösp Guðmundsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Fjölniskonur unnu óvæntan sjö stiga sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur, 79-72, í fyrstu umferð Iceland Express deild kvenna í kvöld en Njarðvíkurkonur komu líka á óvart með því að vinna 21 stigs sigur á Lengjubikarmeisturum Hauka, 81-60, á Ásvöllum. Sigur Fjölnis kemur mikið á óvart því í árlegri spá fyrir mótið sem var kynnt í gær var Keflavík spáð sigri en Fjölnisliðinu var aftur á móti spáð falli úr deildinni. Keflavík var 18-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann en frábær annar leikhluti færði Fjölni átta stiga forskot í hálfleik, 39-31 og Fjölniskonur héldu frumkvæðinu það sem eftir var leiksins. Brittney Jones skoraði 33 stig, tók 6 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá Fjölni, Katina Mandylaris var með 19 stig og 17 fráköst og Birna Eiríksdóttir skoraði 19 stig. Jaleesa Butler og Birna Valgarðsdóttir voru báðar með 21 stig fyrir Keflavík og Butler var einnig með 14 fráköst og 5 stoðsendingar. Nýkrýndir Lengjubikarmeistarar Hauka tefldu fram nýjum erlendum leikmanni á móti Njarðvík en urðu engu að síður að sætta sig við 21 stigs tap á heimavelli. Njarðvíkurliðið var í miklu stuði og ætlar greinilega að taka upp þráðinn frá því í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin. Lele Hardy átti stórleik og skilaði 33 stigum og 14 fráköstum hjá Njarðvík, Shanae Baker var með 20 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar og Petrúnella Skúladóttir var stigahæsti íslensku stelpnanna með 13 stig. Salbjörg Sævarsdóttir var með 12 stig og 7 fráköst. Jence Ann Rhoads var með 19 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar hjá Haukum og nýi leikmaðurinn, Hope Elam, bætti við 8 stigum og 9 fráköstum en Gunnhildur Gunnarsdóttir var næststigahæst með 13 stig.Úrslitin í Iceland Express deild kvenna í kvöld:Fjölnir-Keflavík 79-72 (17-18, 22-13, 19-17, 21-24)Fjölnir: Brittney Jones 33/6 fráköst/7 stoðsendingar, Birna Eiríksdóttir 19/4 fráköst, Katina Mandylaris 19/17 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 3/8 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 3/6 fráköst, Eva María Emilsdóttir 2/5 fráköst/5 stoðsendingar.Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 21/7 fráköst, Jaleesa Butler 21/14 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/5 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 6/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 6, Hrund Jóhannsdóttir 6/4 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 3, Lovísa Falsdóttir 2.Valur-Snæfell 70-79 (19-28, 13-11, 18-18, 20-22)Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 20/5 fráköst, Melissa Leichlitner 17, María Ben Erlingsdóttir 15/5 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 8, Signý Hermannsdóttir 6/6 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 2/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst.Snæfell: Hildur Sigurdardottir 24/9 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 16/6 fráköst, Kieraah Marlow 16, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 4/8 fráköst, Ellen Alfa Högnadóttir 2, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2.Haukar-Njarðvík 60-81 (20-21, 17-22, 15-16, 8-22)Haukar: Jence Ann Rhoads 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/4 fráköst/6 stolnir, Sara Pálmadóttir 8/8 fráköst, Hope Elam 8/9 fráköst/3 varin skot, Íris Sverrisdóttir 5, Guðrún Ósk Ámundardóttir 4/7 fráköst, Margrét Rósa Hálfdánardótir 3.Njarðvík: Lele Hardy 33/14 fráköst, Shanae Baker 20/8 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 13, Salbjörg Sævarsdóttir 12/7 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, Aníta Carter Kristmundsdóttir 1.KR-Hamar 73-60 (21-12, 17-12, 13-21, 22-15)KR: Reyana Colson 19/9 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 16/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 13/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9/10 fráköst, Helga Einarsdóttir 6/5 fráköst.Hamar: Samantha Murphy 20/8 fráköst, Hannah Tuomi 18/18 fráköst, Jenný Harðardóttir 8/10 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 8, Álfhildur Þorsteinsdóttir 4, Regína Ösp Guðmundsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira