Evruríkin fresta ákvörðun um frekari lán til Grikkja 4. október 2011 08:35 Georg Papandreu forsætisráðherra Grikkja. Mynd/AP Fjármálaráðherrar Evrusvæðanna hafa ákveðið að fresta ákvörðun sinni um hvort Grikkir eigi að fá frekari fjárhagsaðstoð frá hópnum. Þetta var ákveðið í gærkvöldi eftir að Grikkir höfðu lýst því yfir að þeir myndu ekki ná takmörkum sem þeir höfðu sett sér við að draga úr fjárlagahalla ríkisins. Þessi tilkynning olli mikilli lækkun á hlutabréfum um allan heim í gær og því ákvað Evruríkjahópurinn að bíða með ákvörðunina en til stóð að funda um málið um miðjan mánuðinn. Jean-Claude Juncker sem fer fyrir hópnum lýsti því þó yfir að Grikkir myndu ekki verða gjaldþrota, en óttin um það fer nú vaxandi með hverjum deginum. Juncker þvertók einnig fyrir að sum ríki innan hópsins, þar á meðal Þjóðverjar, hafi á síðustu vikum komist á þá skoðun að gjaldþrot Grikklands væri nú það rétta í stöðunni. Óttinn um enn frekari vandræði Grikkja kom þó bersýnilega í ljós við opnun markaða í Evrópu í morgun þar sem lækkun varð á helstu vísitölum. FTSE vísitalan hefur lækkað um 1,60 prósent, DAX um rúm tvö prósent og CAC í París hefur farið niður um 2,23 prósent. Mest lesið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjármálaráðherrar Evrusvæðanna hafa ákveðið að fresta ákvörðun sinni um hvort Grikkir eigi að fá frekari fjárhagsaðstoð frá hópnum. Þetta var ákveðið í gærkvöldi eftir að Grikkir höfðu lýst því yfir að þeir myndu ekki ná takmörkum sem þeir höfðu sett sér við að draga úr fjárlagahalla ríkisins. Þessi tilkynning olli mikilli lækkun á hlutabréfum um allan heim í gær og því ákvað Evruríkjahópurinn að bíða með ákvörðunina en til stóð að funda um málið um miðjan mánuðinn. Jean-Claude Juncker sem fer fyrir hópnum lýsti því þó yfir að Grikkir myndu ekki verða gjaldþrota, en óttin um það fer nú vaxandi með hverjum deginum. Juncker þvertók einnig fyrir að sum ríki innan hópsins, þar á meðal Þjóðverjar, hafi á síðustu vikum komist á þá skoðun að gjaldþrot Grikklands væri nú það rétta í stöðunni. Óttinn um enn frekari vandræði Grikkja kom þó bersýnilega í ljós við opnun markaða í Evrópu í morgun þar sem lækkun varð á helstu vísitölum. FTSE vísitalan hefur lækkað um 1,60 prósent, DAX um rúm tvö prósent og CAC í París hefur farið niður um 2,23 prósent.
Mest lesið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira