Íslenski boltinn

KSÍ býður öllum A-landsliðskonum Íslands frá upphafi á tvo landsleiki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kvennalandsliðið hefur unnið marga flotta sigra á þessum 30 árum.
Kvennalandsliðið hefur unnið marga flotta sigra á þessum 30 árum.
Knattspyrnusamband Íslands ætlar að halda upp á 30 ára afmæli fyrsta kvennalandsleiks Íslands með því að bjóða öllum A-landsliðskonum Íslands frá upphafi á tvo landsleiki sem fara fram í undankeppni EM kvenna á næstunni.

Þann 20. september næstkomandi eru liðin 30 ár frá fyrsta kvennalandsleik Íslands sem var á móti Skotlandi í Kilmarnock. Skotar unnu leikinn 3-2.

KSÍ býður öllum A-landsliðskonum Íslands frá upphafi á bæði landsleik Íslands og Noregs 17. september næstkomandi og á leik Íslands og Belgíu 21. september. Báðir leikirnir eru í undankeppni EM 2013, en úrslitakeppnin fer fram í Svíþjóð.  

KSÍ gaf það út á heimasíðu sinni í dag að þær landsliðskonur sem vilja þiggja miða, á umrædda leiki við Norðmenn og Belga, eru beðnar um að senda tölvupóst á Klöru Bjartmarz ([email protected]).

Margt um að vera í afmælismánuðinum.  A landsliðið leikur tvo leiki, gegn Noregi og Belgíu, og einnig fer fram riðill í undankeppni EM U19 kvenna hér á landi í september þar sem leikið verður í Reykjavík og nágrenni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×