Ásdís: Ég kem bara sterk inn í seinni hlutann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2011 06:00 Ásdís Hjálmsdóttir varð í fyrrakvöld fyrsti Íslendingurinn sem tryggir sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London 2012 þegar hún kastaði spjótinu 59,12 metra á Kastmóti ÍR. Ásdís var í viðtali hjá Ásgeiri Erlendssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Það hefur gengið á ýmsu hjá Ásdísi í sumar en hún náði þarna að tryggja sér sæti á HM í Daegu sem fram fer í lok mánaðarins og fékk síðan Ólympíusætið í bónus. „Ég fékk matareitrun og var frá út af henni í heilan mánuð. Svo átti ég erfitt með að fá mót. Ég hef verið að æfa hérna heima í hörku formi en hef ekki komist á nein mót. Ég var orðin svolítið stressuð enda stutt í að fresturinn myndi renna út. Það var því ágætt að þetta kláraðist," sagði Ásdís. „Fresturinn til að komast inn á Heimsmeistaramótið rennur út 15. ágúst og þetta var því orðið smá stress. Ég vissi alveg að ég á að geta kastað þetta langt og þetta átti ekki að vera nein spurning. Maður þarf samt alltaf smá heppni og það er ekkert búið að falla með mér í sumar. Ég kem bara sterk inn í seinni hlutann," sagði Ásdís. „Ég á nóg inni. Ég átti líka annað kast upp á 58 metra slétta og mér finnst ég eiga alveg helling inni. Ég vona að ég nái að kreista það út á endasprettinum í sumar," sagði Ásdís en mun keppa á Demantamóti í London um helgina. „Ég ætla bara að kasta vel. Við erum búin að vera einblína á nokkra hluti á æfingum og ég ætla að fara þangað og gera þá hluti vel. Ef ég geri það þá fer spjótið langt. Maður á ekki að vera að hugsa of mikið um vegalengdirnar þegar maður fer í svona mót. Ef maður kastar vel þá fer spjótið langt," sagði Ásdís að lokum en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Innlendar Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir varð í fyrrakvöld fyrsti Íslendingurinn sem tryggir sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London 2012 þegar hún kastaði spjótinu 59,12 metra á Kastmóti ÍR. Ásdís var í viðtali hjá Ásgeiri Erlendssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Það hefur gengið á ýmsu hjá Ásdísi í sumar en hún náði þarna að tryggja sér sæti á HM í Daegu sem fram fer í lok mánaðarins og fékk síðan Ólympíusætið í bónus. „Ég fékk matareitrun og var frá út af henni í heilan mánuð. Svo átti ég erfitt með að fá mót. Ég hef verið að æfa hérna heima í hörku formi en hef ekki komist á nein mót. Ég var orðin svolítið stressuð enda stutt í að fresturinn myndi renna út. Það var því ágætt að þetta kláraðist," sagði Ásdís. „Fresturinn til að komast inn á Heimsmeistaramótið rennur út 15. ágúst og þetta var því orðið smá stress. Ég vissi alveg að ég á að geta kastað þetta langt og þetta átti ekki að vera nein spurning. Maður þarf samt alltaf smá heppni og það er ekkert búið að falla með mér í sumar. Ég kem bara sterk inn í seinni hlutann," sagði Ásdís. „Ég á nóg inni. Ég átti líka annað kast upp á 58 metra slétta og mér finnst ég eiga alveg helling inni. Ég vona að ég nái að kreista það út á endasprettinum í sumar," sagði Ásdís en mun keppa á Demantamóti í London um helgina. „Ég ætla bara að kasta vel. Við erum búin að vera einblína á nokkra hluti á æfingum og ég ætla að fara þangað og gera þá hluti vel. Ef ég geri það þá fer spjótið langt. Maður á ekki að vera að hugsa of mikið um vegalengdirnar þegar maður fer í svona mót. Ef maður kastar vel þá fer spjótið langt," sagði Ásdís að lokum en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Innlendar Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira