Fáránlegasti dagurinn á markaðinum í 12 ár 9. ágúst 2011 13:38 Frá bjartsýni til örvæntingar aftur og aftur. Henrik Drusebjerg forstöðumaður Nordea Markets hefur aldrei séð annað eins á 12 ára ferli sínum í fjármálageiranum. Hann segir daginn í dag þann fáránlegasta sem hann hafi upplifað á markaðinum á þessum ferli sínum. Þá er meðtalinn tíminn haustið 2008 þegar Lehman Brothers féll og fjármálakreppan hófst. Það sem leit út fyrir að verða enn eitt blóðbaðið á evrópskum hlutabréfamörkuðum fyrir opnun þeirra snemma í morgun breyttist í góðar plústölur við opnunina. Síðan kom einhver örvænting upp þannig að stærstu vísitölurnar sýndu allt í einu mínusa upp á 6% um miðjan morguninn. Og nú, um og eftir hádegið, hefur staðan sveiflast aftur og aftur. Drusebjerg bendir á að á einum tímapunkti hafi Dax vísitalan í Frankfurt legið í mínus 6% en aðeins augnabliki síðar hafi öll Evrópa verið í grænum tölum. Hann segir að það sé eitthvað allt annað en heilbrigð skynsemi sem geti skýrt þetta. Drusebjerg telur að sveiflurnar á milli örvæntingar og bjartsýni megi m.a. rekja til þess að þrátt fyrir hlutabréfahrunið sýni afkomutölur fyrirtækja og félaga góða stöðu þeirra og töluverðan hagnað. Samkvæmt þeim sé ekki um efnahagslega niðursveiflu að ræða og því fé að sækja á mörkuðum. Á móti þessu kemur síðan pólitísk óvissa og vantrú á getu stjórnmálamanna til að grípa til nauðsynlegra aðgerða gegn skuldakreppunni. Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Frá bjartsýni til örvæntingar aftur og aftur. Henrik Drusebjerg forstöðumaður Nordea Markets hefur aldrei séð annað eins á 12 ára ferli sínum í fjármálageiranum. Hann segir daginn í dag þann fáránlegasta sem hann hafi upplifað á markaðinum á þessum ferli sínum. Þá er meðtalinn tíminn haustið 2008 þegar Lehman Brothers féll og fjármálakreppan hófst. Það sem leit út fyrir að verða enn eitt blóðbaðið á evrópskum hlutabréfamörkuðum fyrir opnun þeirra snemma í morgun breyttist í góðar plústölur við opnunina. Síðan kom einhver örvænting upp þannig að stærstu vísitölurnar sýndu allt í einu mínusa upp á 6% um miðjan morguninn. Og nú, um og eftir hádegið, hefur staðan sveiflast aftur og aftur. Drusebjerg bendir á að á einum tímapunkti hafi Dax vísitalan í Frankfurt legið í mínus 6% en aðeins augnabliki síðar hafi öll Evrópa verið í grænum tölum. Hann segir að það sé eitthvað allt annað en heilbrigð skynsemi sem geti skýrt þetta. Drusebjerg telur að sveiflurnar á milli örvæntingar og bjartsýni megi m.a. rekja til þess að þrátt fyrir hlutabréfahrunið sýni afkomutölur fyrirtækja og félaga góða stöðu þeirra og töluverðan hagnað. Samkvæmt þeim sé ekki um efnahagslega niðursveiflu að ræða og því fé að sækja á mörkuðum. Á móti þessu kemur síðan pólitísk óvissa og vantrú á getu stjórnmálamanna til að grípa til nauðsynlegra aðgerða gegn skuldakreppunni.
Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira