Dollarinn heldur áfram að veikjast 29. apríl 2011 11:39 Ekkert lát virðist vera á lækkun á gengi Bandaríkjadollars gagnvart helstu myntum. Þá þróun má einna helst rekja til væntinga markaðsaðila um að peningastefna Seðlabanka Bandaríkjanna verði slakari þegar fram í sækir en peningastefna ýmissa annarra seðlabanka. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að sem kunnugt er hafa margir seðlabankar hafið vaxtahækkunarferli til þess að slá á þá verðbólgu sem hefur aukist víðast hvar sem rekja má til hækkunar olíuverðs og annarra hrávara. Til að mynda hækkaði Evrópski Seðlabankinn snemma í apríl vexti sína um 25 punkta og standa þeir nú í 1,25%. Eru væntingar um að bankinn muni hækka vexti frekar á árinu. Englandsbanki hefur þó ekki hafið hækkunarferli en flest bendir til þess að það kunni að hefjast á næstu mánuðum. Þannig hljómar samantektarspá Reuters meðal greiningaraðila á þann veg að stýrivextir í Bretlandi muni hækka um 25 punkta fyrir lok þriðja ársfjórðungs, og að þeir muni standa í 1% um næstu áramót. Vextirnir eru nú 0,5%. Á hinn bóginn reikna markaðsaðilar með að Seðlabanki Bandaríkjanna komi ekki til með að hækka vexti bankans í langan tíma Stýrivextir Seðlabanka Bandaríkjanna standa enn í 0,25% eftir vaxtaákvörðun bankans í fyrradag sem þeir hafa verið síðan í desember árið 2008. Eru vextir bankans þar í landi með þeim lægstu í heiminum en stýrivextir eru aðeins lægri í einu landi, þ.e. Japan. Nú þegar þetta er ritað kostar evran 1,4865 Bandaríkjadollara en snemma á árinu stóð kostaði hún um 1,29 dollara. Jafngildir þetta því að Bandaríkjadollar hafi veikst um 13% gagnvart evru á þessum tíma og í raun hefur hann ekki verið svo veikur gagnvart evru frá því í byrjun desember árið 2009. Svipuð hreyfing hefur orðið á gengi dollars gagnvart breska pundinu. Nú þegar þetta er ritað kostar pundið 1,6688 dollara en í byrjun árs var það á um 1,55 dollara. Hefur dollarinn því veikst um rúm 7% gagnvart pundinu á tímabilinu. Ekki er útilokað að þessi þróun haldi áfram næstu daga, þ.e. að Bandaríkjadollar komi til með að veikjast enn frekar. Ofangreind þróun hefur einni haft áhrif á gengi hans gagnvart krónu. Kostar Bandaríkjadollar nú rétt rúmar 111 krónur á millibankamarkaði og hefur hann ekki verið jafn ódýr í krónum talið síðan í nóvemberbyrjun. Þess má geta að snemma á þessu árinu fór hann upp í rúmar 119 krónur og jafngildir þetta rúmlega 7% styrkingu krónunnar gagnvart honum á tímabilinu. Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ekkert lát virðist vera á lækkun á gengi Bandaríkjadollars gagnvart helstu myntum. Þá þróun má einna helst rekja til væntinga markaðsaðila um að peningastefna Seðlabanka Bandaríkjanna verði slakari þegar fram í sækir en peningastefna ýmissa annarra seðlabanka. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að sem kunnugt er hafa margir seðlabankar hafið vaxtahækkunarferli til þess að slá á þá verðbólgu sem hefur aukist víðast hvar sem rekja má til hækkunar olíuverðs og annarra hrávara. Til að mynda hækkaði Evrópski Seðlabankinn snemma í apríl vexti sína um 25 punkta og standa þeir nú í 1,25%. Eru væntingar um að bankinn muni hækka vexti frekar á árinu. Englandsbanki hefur þó ekki hafið hækkunarferli en flest bendir til þess að það kunni að hefjast á næstu mánuðum. Þannig hljómar samantektarspá Reuters meðal greiningaraðila á þann veg að stýrivextir í Bretlandi muni hækka um 25 punkta fyrir lok þriðja ársfjórðungs, og að þeir muni standa í 1% um næstu áramót. Vextirnir eru nú 0,5%. Á hinn bóginn reikna markaðsaðilar með að Seðlabanki Bandaríkjanna komi ekki til með að hækka vexti bankans í langan tíma Stýrivextir Seðlabanka Bandaríkjanna standa enn í 0,25% eftir vaxtaákvörðun bankans í fyrradag sem þeir hafa verið síðan í desember árið 2008. Eru vextir bankans þar í landi með þeim lægstu í heiminum en stýrivextir eru aðeins lægri í einu landi, þ.e. Japan. Nú þegar þetta er ritað kostar evran 1,4865 Bandaríkjadollara en snemma á árinu stóð kostaði hún um 1,29 dollara. Jafngildir þetta því að Bandaríkjadollar hafi veikst um 13% gagnvart evru á þessum tíma og í raun hefur hann ekki verið svo veikur gagnvart evru frá því í byrjun desember árið 2009. Svipuð hreyfing hefur orðið á gengi dollars gagnvart breska pundinu. Nú þegar þetta er ritað kostar pundið 1,6688 dollara en í byrjun árs var það á um 1,55 dollara. Hefur dollarinn því veikst um rúm 7% gagnvart pundinu á tímabilinu. Ekki er útilokað að þessi þróun haldi áfram næstu daga, þ.e. að Bandaríkjadollar komi til með að veikjast enn frekar. Ofangreind þróun hefur einni haft áhrif á gengi hans gagnvart krónu. Kostar Bandaríkjadollar nú rétt rúmar 111 krónur á millibankamarkaði og hefur hann ekki verið jafn ódýr í krónum talið síðan í nóvemberbyrjun. Þess má geta að snemma á þessu árinu fór hann upp í rúmar 119 krónur og jafngildir þetta rúmlega 7% styrkingu krónunnar gagnvart honum á tímabilinu.
Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira