Gunnar Nelson fékk brons í júdó Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2011 15:23 Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelson vann í dag til bronsverðlauna á Íslandsmeistaramótinu í júdó sem fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Gunnar keppti bæði í -81 kg flokki og opnum flokki og keppti hann um brons í báðum flokkum. Honum tókst að vinna bronsglímu sína í -81 kg flokkinum en varð að játa sig sigraðan Þorvaldi Blöndal í bronsglímunni í opnum flokki en báðir kepptu fyrir hönd Ármanns í dag. Vísir hitti á hann áður en keppni hófst í opna flokknum og má sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. „Þetta gekk bærilega. Ég vann tvær glímur og tapaði einni [í -81 kg flokki] og lenti í þriðja sæti,“ sagði hann. „Ég ákvað að vera með á síðustu stundu en mér finnst bæði spennandi og gaman að keppa í júdó. Ég var ánægður með mínar glímur og hafði mjög gaman af þessu. Þetta var góð reynsla fyrir mig.“ Hann segir nokkur munur sé á brasilísku jiu jitsu, sem Gunnar keppir í, og júdó. „Þetta eru allt átök og glímur en það er munur á reglum og öðru. En þetta er fjör og tusk eins og allt annað.“ Gunnar keppti með hvítt belti í dag en hann segist efins um að hann muni ná sér í annan lit á beltið. „Ég efast um að ég geri það en það er aldrei að vita. Ég hef fengið að æfa með bæði Ármanni og JR og það er bæði gaman og öðruvísi fyrir mig. Ég sé til hvað ég geri.“ Gunnar segir einnig í viðtalinu að hann muni næst keppa á sterku BJJ-móti í Abu Dhabi í september næstkomandi en það er eitt stærsta glímumót heims. „Ég var búinn að ákveða að taka mér frí frá keppni á þessu ári en fyrst mér bauðst að keppa í Abu Dhabi ákvað ég að taka því.“ Innlendar Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira
Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelson vann í dag til bronsverðlauna á Íslandsmeistaramótinu í júdó sem fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Gunnar keppti bæði í -81 kg flokki og opnum flokki og keppti hann um brons í báðum flokkum. Honum tókst að vinna bronsglímu sína í -81 kg flokkinum en varð að játa sig sigraðan Þorvaldi Blöndal í bronsglímunni í opnum flokki en báðir kepptu fyrir hönd Ármanns í dag. Vísir hitti á hann áður en keppni hófst í opna flokknum og má sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. „Þetta gekk bærilega. Ég vann tvær glímur og tapaði einni [í -81 kg flokki] og lenti í þriðja sæti,“ sagði hann. „Ég ákvað að vera með á síðustu stundu en mér finnst bæði spennandi og gaman að keppa í júdó. Ég var ánægður með mínar glímur og hafði mjög gaman af þessu. Þetta var góð reynsla fyrir mig.“ Hann segir nokkur munur sé á brasilísku jiu jitsu, sem Gunnar keppir í, og júdó. „Þetta eru allt átök og glímur en það er munur á reglum og öðru. En þetta er fjör og tusk eins og allt annað.“ Gunnar keppti með hvítt belti í dag en hann segist efins um að hann muni ná sér í annan lit á beltið. „Ég efast um að ég geri það en það er aldrei að vita. Ég hef fengið að æfa með bæði Ármanni og JR og það er bæði gaman og öðruvísi fyrir mig. Ég sé til hvað ég geri.“ Gunnar segir einnig í viðtalinu að hann muni næst keppa á sterku BJJ-móti í Abu Dhabi í september næstkomandi en það er eitt stærsta glímumót heims. „Ég var búinn að ákveða að taka mér frí frá keppni á þessu ári en fyrst mér bauðst að keppa í Abu Dhabi ákvað ég að taka því.“
Innlendar Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Sjá meira