Umfjöllun: Valur leiðir einvígið 1-0 eftir sigur á Fram Stefán Árni Pálsson á Hlíðarenda skrifar 8. apríl 2011 22:32 Mynd / Stefán Valsstúlkur unnu virkilega mikilvægan sigur, 24-20, í kvöld gegn Fram í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn var jafn stóra part af leiktímanum en Valur sleit sig frá gestunum undir lokin og unnu flottan sigur. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, var hreint út sagt stórkostleg en hún varði 23 skot og lagði grunninn af sigri Vals í kvöld. Úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna hófst í kvöld í Vodafone-höllinni. Valur og Fram eigast við annað árið í röð í lokaúrslitum N1-deildar kvenna, en Valskonur urðu Íslandsmeistarar fyrir ári síðan í fimm leikja rimmu. Þessi lið mættust í úrslitum Eimskips-bikarins fyrr á þessu ári en þá bar Fram sigur úr býtum. Valskonur hafa aftur á móti unnið báðar viðureignirnar í N1-deildinni í vetur. Gríðarlegur hraði var í leiknum til að byrja með og hélst sá hraða út allan fyrri hálfleikinn. Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, hóf leikinn virkilega vel en hún skoraði fyrstu þrjú mörk gestanna og kom Fram í 3-1. Liðin gerðu mikið af tæknifeilum í fyrri hálfleiknum og misstu boltann oft frá sér. Jafnt var nánast á öllum tölum það sem eftir lifðu hálfleiksins, en Valsstúlkur voru að leika sérstaklega sterkan varnarleik og Guðný Jenný Ásmundsdóttir , markvörður Vals, varði eins enginn væri morgundagurinn eða alls 13 skot í hálfleiknum. Heimamenn hefðu með öllu réttu átt að vera nokkrum mörkum yfir í hálfleik en þær voru sjálfum sér verstar í sókninni. Staðan eftir 30 mínútur var 10-9 fyrir Val. Valsstúlkur hófu seinni hálfleikinn betur og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Heimastúlkur breyttu um varnarafbrigði og skiptu yfir í framliggjandi vörn þar sem Karen Knútsdóttir var tekinn úr umferð. Þetta reyndist vel og voru Valsstúlkur með ákveðið frumkvæði út allan síðari hálfleikinn. Anna Úrsúla fékk sína þriðju brotvísun þegar 15 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og tók því ekki meira þátt í leiknum. Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, steig upp í seinni hálfleik og var virkilega drjúg fyrir heimastúlkur. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan 22-18 fyrir Val og útlitið dökkt fyrir Framara. Valsstúlkur komust mest í 6 marka forskot 24-18 þegar lítið var eftir af leiknum, en Fram skoraði síðustu tvö mörk leiksins og því lauk honum með 24-20 sigri Íslandsmeistarana. Það bendir margt til þess að viðureignin í ár milli þessara liða eigi eftir að vera eins spennandi og sú sem fram fór á síðustu leiktíð. Gríðarleg barátta er í leikmönnum sem sést kannski mest á því að brotrekstrar voru 12 í leiknum í kvöld, sex á sitthvort liðið. Spennustigið í leiknum í kvöld var greinilega hrikalega hátt og leikmenn gerðu sig seku um mikið af tæknimistökum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig leikurinn á sunnudaginn fer en hann fer fram í Safamýrinni. Valur - Fram 24-20 (10-9)Mörk Vals (skot): Mörk Vals : Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 5 (10), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 4 (10), Rebekka Rut Skúladóttir 3 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (5), Anett Köbli 3/2 (7/4), Karólína B. Gunnarsdóttir 3 (3), Camilla Transel 1 (2), Kristín Guðmundsdóttir 1 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (4).Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 23 (24/4, 49%), Sunneva Einarsdóttir 0(0/1), Sigríður Arnfjörð Ásmundsdóttir 0/1(0/0).Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Rebekka 2, Ragnhildur, Anna Úrsúla, Karólína, Camilla)Fiskuð víti: 5 (Íris, Anna Úrsúla 2, Ragnhildur)Utan vallar: 12 mínúturMörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 8/2 (15/3), Stella Sigurðardóttir 6/3 (14/4), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 2 (4), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (4), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1(2), Pavla Nevarilova 1(2, Birna Berg Haraldsdóttir 1 (2).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16/2 (24/2, 40%),Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Ásta Birna )Fiskuð víti: 6 (Pavla 3, Karen 2, Ásta Birna)Utan vallar: 12 mínútur Olís-deild kvenna Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Valsstúlkur unnu virkilega mikilvægan sigur, 24-20, í kvöld gegn Fram í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn var jafn stóra part af leiktímanum en Valur sleit sig frá gestunum undir lokin og unnu flottan sigur. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, var hreint út sagt stórkostleg en hún varði 23 skot og lagði grunninn af sigri Vals í kvöld. Úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna hófst í kvöld í Vodafone-höllinni. Valur og Fram eigast við annað árið í röð í lokaúrslitum N1-deildar kvenna, en Valskonur urðu Íslandsmeistarar fyrir ári síðan í fimm leikja rimmu. Þessi lið mættust í úrslitum Eimskips-bikarins fyrr á þessu ári en þá bar Fram sigur úr býtum. Valskonur hafa aftur á móti unnið báðar viðureignirnar í N1-deildinni í vetur. Gríðarlegur hraði var í leiknum til að byrja með og hélst sá hraða út allan fyrri hálfleikinn. Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, hóf leikinn virkilega vel en hún skoraði fyrstu þrjú mörk gestanna og kom Fram í 3-1. Liðin gerðu mikið af tæknifeilum í fyrri hálfleiknum og misstu boltann oft frá sér. Jafnt var nánast á öllum tölum það sem eftir lifðu hálfleiksins, en Valsstúlkur voru að leika sérstaklega sterkan varnarleik og Guðný Jenný Ásmundsdóttir , markvörður Vals, varði eins enginn væri morgundagurinn eða alls 13 skot í hálfleiknum. Heimamenn hefðu með öllu réttu átt að vera nokkrum mörkum yfir í hálfleik en þær voru sjálfum sér verstar í sókninni. Staðan eftir 30 mínútur var 10-9 fyrir Val. Valsstúlkur hófu seinni hálfleikinn betur og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Heimastúlkur breyttu um varnarafbrigði og skiptu yfir í framliggjandi vörn þar sem Karen Knútsdóttir var tekinn úr umferð. Þetta reyndist vel og voru Valsstúlkur með ákveðið frumkvæði út allan síðari hálfleikinn. Anna Úrsúla fékk sína þriðju brotvísun þegar 15 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og tók því ekki meira þátt í leiknum. Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, steig upp í seinni hálfleik og var virkilega drjúg fyrir heimastúlkur. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan 22-18 fyrir Val og útlitið dökkt fyrir Framara. Valsstúlkur komust mest í 6 marka forskot 24-18 þegar lítið var eftir af leiknum, en Fram skoraði síðustu tvö mörk leiksins og því lauk honum með 24-20 sigri Íslandsmeistarana. Það bendir margt til þess að viðureignin í ár milli þessara liða eigi eftir að vera eins spennandi og sú sem fram fór á síðustu leiktíð. Gríðarleg barátta er í leikmönnum sem sést kannski mest á því að brotrekstrar voru 12 í leiknum í kvöld, sex á sitthvort liðið. Spennustigið í leiknum í kvöld var greinilega hrikalega hátt og leikmenn gerðu sig seku um mikið af tæknimistökum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig leikurinn á sunnudaginn fer en hann fer fram í Safamýrinni. Valur - Fram 24-20 (10-9)Mörk Vals (skot): Mörk Vals : Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 5 (10), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 4 (10), Rebekka Rut Skúladóttir 3 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (5), Anett Köbli 3/2 (7/4), Karólína B. Gunnarsdóttir 3 (3), Camilla Transel 1 (2), Kristín Guðmundsdóttir 1 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (4).Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 23 (24/4, 49%), Sunneva Einarsdóttir 0(0/1), Sigríður Arnfjörð Ásmundsdóttir 0/1(0/0).Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Rebekka 2, Ragnhildur, Anna Úrsúla, Karólína, Camilla)Fiskuð víti: 5 (Íris, Anna Úrsúla 2, Ragnhildur)Utan vallar: 12 mínúturMörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 8/2 (15/3), Stella Sigurðardóttir 6/3 (14/4), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 2 (4), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (4), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1(2), Pavla Nevarilova 1(2, Birna Berg Haraldsdóttir 1 (2).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16/2 (24/2, 40%),Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Ásta Birna )Fiskuð víti: 6 (Pavla 3, Karen 2, Ásta Birna)Utan vallar: 12 mínútur
Olís-deild kvenna Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira