Íslensku stelpurnar fengu silfrið í Algarve-bikarnum 9. mars 2011 16:18 Sara Björk Gunnarsdóttir í baráttu við Carli Lloyd í leiknum í dag. Mynd/AP Íslenska kvennalandsliðið varð í öðru sæti í Algarve-bikarnum eftir 2-4 tap á móti Bandaríkjunum í úrslitaleik í dag. Íslenska liðið komst yfir í 2-1 í leiknum en fékk á svekkjandi jöfnunarmark á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks. Bandaríska liðið tryggði sér síðan sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Katrín Ómarsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir skoruðu mörk Íslands í dag. Stelpurnar okkar geta borið höfuðið hátt eftir frábæra frammistöðu í Algarve-bikarnum í ár. Þetta er langbesti árangur liðsins á mótinu frá upphafi en liðið hafði hæst náð í sjötta sætinu fyrir mótið í ár. Sigrar á fjórðu, þrettándu og fjórtándu bestu knattspyrnuþjóð heims tryggðu sætið í úrslitaleiknum þar sem stelpurnar stóðu sig vel en urðu að sætta sig við tap í hörkuleik á móti risanum í kvennafótboltanum. Vísir fylgdist með gangi mála í úrslitaleiknum í dag. Það má sjá lýsinguna hér fyrir neðan.Leik lokið: Bandaríkin vinnur 4-2. Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 2-4 tap á móti gríðarlega sterku bandarísku liði. Íslensku stelpurnar komu þeim bandarísku mjög á óvart með því að skora tvö mörk á tveimur mínútum í fyrri hálfleik en urðu fyrir áfalli þegar bandaríska liðið skoraði jöfnunarmarkið nokkrum sekúndum áður en flautað var til hálfeiks. Bandaríkin tryggði sér síðan sigur með því að skora sigurmarkið á 57. mínútu leiksins. Áttundi titilinn: Bandaríska landsliðið var að vinna Algarve-bikarinn annað árið í röð og í áttunda skiptið frá upphafi. Liðið hefur unnið þetta mót sex sinnum á síðustu átta árum. 90. +3 mín: Greta Mjöll Samúelsdóttir átti síðustu tilraun íslenska liðsins en skotið hennar fór frétt framhjá.90. +1 mín: Málfríður Sigurðardóttir kemur inn á sem varamaður fyrir Söru Björk Gunnarsdóttur. Uppbótartíminn er þrjár mínútur.87. mín: 4-2 fyrir Bandaríkin. Bandaríska liðið tryggir sér sigurinn með því að skora fjórða markið. Abby Wambach leggur upp markið fyrir Alex Morgan með því að skalla niður til hennar langa sendingu. Morgan kemst ein á móti Guðbjörgu og skorar. Dagný Brynjarsdóttir hafði komið inn á sem varamaður fyrir Þórunnu Helgu Jónsdóttur á 85. mínútu.81. mín: Af fésbókarsíðu KSÍ: Íslenska liðið búið að skipta yfir í 4-4-2, skömmu áður var Fanndís við það að ná til boltans en markvörður Bandaríkjanna var sjónarmun á undan henni. Guðbjörg ver svo mjög vel á 76. mínútu og á 79. mínútu kemst Edda í þokkalegt skotfæri en hittir ekki boltann nógu vel og hann fer beint á markmanninn.71. mín: Margrét Lára Viðarsdóttir var við það að sleppa í gegn eftir hraða sókn en markvörður bandaríska liðsins náði að bjarga á síðustu stundu. Það verður ekki framlengt ef íslenska liðið nær að jafna leikinn því það verður þá farið beint í vítaspyrnukeppni.69. mín: Rakel Hönnudóttir er komin inn á fyrir Dóru Maríu Lárusdóttur. Rakel lék sem bakvörður í fyrsta leik en er nú mun framar á vellinum. Sigurður Ragnar er búinn að gera fjórar breytingar á íslenska liðinu en bandaríski þjálfarinn er aðeins búin að nota tvær skiptingar til þessa í leiknum.67. mín: Af fésbókar síðu KSÍ: Bandaríska liðið hefur sótt meira í leiknum, eins og búist var við, en það íslenska er alltaf tilbúið að sækja þegar færi gefst. Íslenska liðið hefur átt 2 ágætis skot á síðustu mínútum en bæði hafa farið framhjá. Öllu tali um "íslenska varnarskel" á bandarískum vefsíðum er því harðlega mótmælt.64. mín: Greta Mjöll Samúelsdóttir er komin inn á fyrir Hallbery Gísladóttur og skömmu síðar nær Fanndís sínu fyrsta skoti í leiknum nýkomin inn á sem varamaður.61. mín: Íslenska liðið hefur verið áfram aftarlega á vellinum þrátt fyrir að liðið sé komið undir. Fanndís Friðriksdóttir kemur nú inn fyrir Katrínu Ómarsdóttur og það lítur út fyrir að Sigurður Ragnar ætli að bæta í sóknina.57. mín: 3-2 fyrir Bandaríkin. Heather O´Reilly er búin að koma bandaríska liðinu í 3-2 eftir að hún fylgdi vel á eftir þegar Guðbjörgu Gunnarsdóttur tókst ekki að halda boltanum eftir þrumuskot. Guðbjörg gerði vel í að verja skotið en O´Reilly var á réttum stað á réttum tíma.55. mín: Íslenska liðið átti lofandi stungusendingu inn fyrir bandarísku vörnina en markvörður bandaríska liðsins náði að bjarga á síðustu stundu.50. mín: Bandaríska liðið hefur byrjað seinni hálfleikinn af krafti með Wambach í fararbroddi en íslenska vörnin er vel á verði. Fjórir íslenskir leikmenn eru farnir að hita upp.46. mín: Seinni hálfleikurinn er hafinn það er búið að kveikja á flóðljósunum. Abby Wambach kom inn á í hálfleik hjá bandaríska liðinu en hún hefur skorað 117 mörk fyrir landsliðið.Hálfleikur: Það er jafnt í hálfeik, 2-2, eftir líflegan fyrri hálfleik. Frábær frammistaða hjá stelpunum gegn besta liði heims sem reyndar hefur stýrt umferðinni í leiknum. Jöfnunarmarkið kom í uppbótartíma og íslensku stelpurnar höfðu ekki einu sinni tíma til þess að byrja aftur á miðju.45. mín: 2-2 !!! Cheney skorar með þrumuskoti í teignum. Vont að fá mark á sig rétt fyrir hlé.40. mín: Íslenska vörnin heldur vel og bandaríska liðið er ekki að skapa opin færi.34. mín: Thelma Einarsdóttir kemur inn fyrir Ólínu G. Viðarsdóttur sem er meidd.30. mín: Bandaríska liðið réð ferðinni þegar það fékk óvænt tvö mörk í andlitið. Þær bandarísku sækja nú stíft.26. mín: 2-1 fyrir Ísland !!!! Hallbera Guðný Gísladóttir kemur Íslandi yfir með laglegu skoti. Ótrúlegur viðsnúningur og tvö íslensk mörk með stuttu millibili.24. mín: 1-1 !!! Katrín Ómarsdóttir skorar af stuttu færi eftir sendingu Margrétar Láru.17. mín: Íslenska liðið hefur aðeins náð að skapa hættu með föstum leikatriðum til þessa.12. mín: Ísland fékk aukaspyrnu fyrir utan teig. Katrín Jóns náði veikum skalla.8. mín: 1-0 fyrir Bandaríkin. Það er skammt stórra högga á milli. Carli Lloyd með skot af 20 metra færi sem söng upp í hægra horninu. Hennar þriðja mark á mótinu og 27. á ferlinum.6. mín: Katrín Ómars með skalla í slá. Lífleg byrjun á leiknum.5. mín: Katrín Ómarsdóttir á fyrsta skot Íslands í leiknum.2. mín: Bandaríska liðið á fyrsta skot leiksins.1. mín: Leikurinn er hafinn. Katrín Jónsdóttir er fyrirliði Íslands. Hún er að spila sinn 106. A-landsleik sem er met.Fyrir leik: Leikurinn um þriðja sætið er búinn og þar vann Japan óvæntan sigur á Svíþjóð, 2-1. Noregur tók fimmta sætið er það lagði Danmörk í vítakeppni.Fyrir leik: Leikið er á stórum velli sem tekur 30 þúsund manns. Hitinn í Portúgal er um 15 stig og það er smá gola.Fyrir leik: Ein breyting er á byrjunarliði Íslands frá undanúrslitaleiknum. Guðbjörg Gunnarsdóttir kemur í markið í kvöld í stað Þóru B. Helgadóttir.Byrjunarliðið:Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir Hægri bakvörður: Þórunn Helga Jónsdóttir Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir Miðverðir: Sif Atladóttir og Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Tengiliðir: Edda Garðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir Sóknartengiliður: Katrín Ómarsdóttir Hægri kantur: Dóra María Lárusdóttir Vinstri kantur: Hallbera Guðný Gísladóttir Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir Íslenski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið varð í öðru sæti í Algarve-bikarnum eftir 2-4 tap á móti Bandaríkjunum í úrslitaleik í dag. Íslenska liðið komst yfir í 2-1 í leiknum en fékk á svekkjandi jöfnunarmark á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks. Bandaríska liðið tryggði sér síðan sigurinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Katrín Ómarsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir skoruðu mörk Íslands í dag. Stelpurnar okkar geta borið höfuðið hátt eftir frábæra frammistöðu í Algarve-bikarnum í ár. Þetta er langbesti árangur liðsins á mótinu frá upphafi en liðið hafði hæst náð í sjötta sætinu fyrir mótið í ár. Sigrar á fjórðu, þrettándu og fjórtándu bestu knattspyrnuþjóð heims tryggðu sætið í úrslitaleiknum þar sem stelpurnar stóðu sig vel en urðu að sætta sig við tap í hörkuleik á móti risanum í kvennafótboltanum. Vísir fylgdist með gangi mála í úrslitaleiknum í dag. Það má sjá lýsinguna hér fyrir neðan.Leik lokið: Bandaríkin vinnur 4-2. Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 2-4 tap á móti gríðarlega sterku bandarísku liði. Íslensku stelpurnar komu þeim bandarísku mjög á óvart með því að skora tvö mörk á tveimur mínútum í fyrri hálfleik en urðu fyrir áfalli þegar bandaríska liðið skoraði jöfnunarmarkið nokkrum sekúndum áður en flautað var til hálfeiks. Bandaríkin tryggði sér síðan sigur með því að skora sigurmarkið á 57. mínútu leiksins. Áttundi titilinn: Bandaríska landsliðið var að vinna Algarve-bikarinn annað árið í röð og í áttunda skiptið frá upphafi. Liðið hefur unnið þetta mót sex sinnum á síðustu átta árum. 90. +3 mín: Greta Mjöll Samúelsdóttir átti síðustu tilraun íslenska liðsins en skotið hennar fór frétt framhjá.90. +1 mín: Málfríður Sigurðardóttir kemur inn á sem varamaður fyrir Söru Björk Gunnarsdóttur. Uppbótartíminn er þrjár mínútur.87. mín: 4-2 fyrir Bandaríkin. Bandaríska liðið tryggir sér sigurinn með því að skora fjórða markið. Abby Wambach leggur upp markið fyrir Alex Morgan með því að skalla niður til hennar langa sendingu. Morgan kemst ein á móti Guðbjörgu og skorar. Dagný Brynjarsdóttir hafði komið inn á sem varamaður fyrir Þórunnu Helgu Jónsdóttur á 85. mínútu.81. mín: Af fésbókarsíðu KSÍ: Íslenska liðið búið að skipta yfir í 4-4-2, skömmu áður var Fanndís við það að ná til boltans en markvörður Bandaríkjanna var sjónarmun á undan henni. Guðbjörg ver svo mjög vel á 76. mínútu og á 79. mínútu kemst Edda í þokkalegt skotfæri en hittir ekki boltann nógu vel og hann fer beint á markmanninn.71. mín: Margrét Lára Viðarsdóttir var við það að sleppa í gegn eftir hraða sókn en markvörður bandaríska liðsins náði að bjarga á síðustu stundu. Það verður ekki framlengt ef íslenska liðið nær að jafna leikinn því það verður þá farið beint í vítaspyrnukeppni.69. mín: Rakel Hönnudóttir er komin inn á fyrir Dóru Maríu Lárusdóttur. Rakel lék sem bakvörður í fyrsta leik en er nú mun framar á vellinum. Sigurður Ragnar er búinn að gera fjórar breytingar á íslenska liðinu en bandaríski þjálfarinn er aðeins búin að nota tvær skiptingar til þessa í leiknum.67. mín: Af fésbókar síðu KSÍ: Bandaríska liðið hefur sótt meira í leiknum, eins og búist var við, en það íslenska er alltaf tilbúið að sækja þegar færi gefst. Íslenska liðið hefur átt 2 ágætis skot á síðustu mínútum en bæði hafa farið framhjá. Öllu tali um "íslenska varnarskel" á bandarískum vefsíðum er því harðlega mótmælt.64. mín: Greta Mjöll Samúelsdóttir er komin inn á fyrir Hallbery Gísladóttur og skömmu síðar nær Fanndís sínu fyrsta skoti í leiknum nýkomin inn á sem varamaður.61. mín: Íslenska liðið hefur verið áfram aftarlega á vellinum þrátt fyrir að liðið sé komið undir. Fanndís Friðriksdóttir kemur nú inn fyrir Katrínu Ómarsdóttur og það lítur út fyrir að Sigurður Ragnar ætli að bæta í sóknina.57. mín: 3-2 fyrir Bandaríkin. Heather O´Reilly er búin að koma bandaríska liðinu í 3-2 eftir að hún fylgdi vel á eftir þegar Guðbjörgu Gunnarsdóttur tókst ekki að halda boltanum eftir þrumuskot. Guðbjörg gerði vel í að verja skotið en O´Reilly var á réttum stað á réttum tíma.55. mín: Íslenska liðið átti lofandi stungusendingu inn fyrir bandarísku vörnina en markvörður bandaríska liðsins náði að bjarga á síðustu stundu.50. mín: Bandaríska liðið hefur byrjað seinni hálfleikinn af krafti með Wambach í fararbroddi en íslenska vörnin er vel á verði. Fjórir íslenskir leikmenn eru farnir að hita upp.46. mín: Seinni hálfleikurinn er hafinn það er búið að kveikja á flóðljósunum. Abby Wambach kom inn á í hálfleik hjá bandaríska liðinu en hún hefur skorað 117 mörk fyrir landsliðið.Hálfleikur: Það er jafnt í hálfeik, 2-2, eftir líflegan fyrri hálfleik. Frábær frammistaða hjá stelpunum gegn besta liði heims sem reyndar hefur stýrt umferðinni í leiknum. Jöfnunarmarkið kom í uppbótartíma og íslensku stelpurnar höfðu ekki einu sinni tíma til þess að byrja aftur á miðju.45. mín: 2-2 !!! Cheney skorar með þrumuskoti í teignum. Vont að fá mark á sig rétt fyrir hlé.40. mín: Íslenska vörnin heldur vel og bandaríska liðið er ekki að skapa opin færi.34. mín: Thelma Einarsdóttir kemur inn fyrir Ólínu G. Viðarsdóttur sem er meidd.30. mín: Bandaríska liðið réð ferðinni þegar það fékk óvænt tvö mörk í andlitið. Þær bandarísku sækja nú stíft.26. mín: 2-1 fyrir Ísland !!!! Hallbera Guðný Gísladóttir kemur Íslandi yfir með laglegu skoti. Ótrúlegur viðsnúningur og tvö íslensk mörk með stuttu millibili.24. mín: 1-1 !!! Katrín Ómarsdóttir skorar af stuttu færi eftir sendingu Margrétar Láru.17. mín: Íslenska liðið hefur aðeins náð að skapa hættu með föstum leikatriðum til þessa.12. mín: Ísland fékk aukaspyrnu fyrir utan teig. Katrín Jóns náði veikum skalla.8. mín: 1-0 fyrir Bandaríkin. Það er skammt stórra högga á milli. Carli Lloyd með skot af 20 metra færi sem söng upp í hægra horninu. Hennar þriðja mark á mótinu og 27. á ferlinum.6. mín: Katrín Ómars með skalla í slá. Lífleg byrjun á leiknum.5. mín: Katrín Ómarsdóttir á fyrsta skot Íslands í leiknum.2. mín: Bandaríska liðið á fyrsta skot leiksins.1. mín: Leikurinn er hafinn. Katrín Jónsdóttir er fyrirliði Íslands. Hún er að spila sinn 106. A-landsleik sem er met.Fyrir leik: Leikurinn um þriðja sætið er búinn og þar vann Japan óvæntan sigur á Svíþjóð, 2-1. Noregur tók fimmta sætið er það lagði Danmörk í vítakeppni.Fyrir leik: Leikið er á stórum velli sem tekur 30 þúsund manns. Hitinn í Portúgal er um 15 stig og það er smá gola.Fyrir leik: Ein breyting er á byrjunarliði Íslands frá undanúrslitaleiknum. Guðbjörg Gunnarsdóttir kemur í markið í kvöld í stað Þóru B. Helgadóttir.Byrjunarliðið:Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir Hægri bakvörður: Þórunn Helga Jónsdóttir Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir Miðverðir: Sif Atladóttir og Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Tengiliðir: Edda Garðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir Sóknartengiliður: Katrín Ómarsdóttir Hægri kantur: Dóra María Lárusdóttir Vinstri kantur: Hallbera Guðný Gísladóttir Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir
Íslenski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira