Óskar Bergsson: Betri samningur fyrir borgina Óskar Bergsson skrifar 8. apríl 2010 06:00 Eftir eins og hálfs árs gott samstarf meiri- og minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem unnið hefur verið eftir þverpólitískri aðgerðaáætlun, er nú kominn glímuskjálfti í mannskapinn og minnihlutinn hefur fundið ágreiningsefnið. Ágreiningurinn fyrir þessar kosningar skal vera með eða á móti golfvelli! Gott og vel, en málið snýst um efndir á samkomulagi milli Golfklúbbs Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar sem rekja má til vorsins 2006 þegar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þáverandi borgarstjóri Samfylkingarinnar, undirritaði skuldbindandi samninga við fjölmörg íþróttafélög upp á 2,2 milljarða króna, þar á meðal um stækkun golfvallar á Korpúlfsstöðum. Reykjavíkurborg, þ.e. meirihluti hvers tíma, þarf að standa við þær skuldbindingar sem áður hafa verið gerðar í nafni sveitarfélagsins. Í þessu tilviki á ábyrgð Samfylkingar, VG og Framsóknarflokks sem mynduðu Reykjavíkurlistann. Ég undrast þá afstöðu VG og Samfylkingarinnar að vilja ekki bera ábyrgð á samningum sem þeirra eigin stjórnmálaforingjar stóðu að. Í þessum meirihluta, sem myndaður var í ágúst 2008, hefur mikil vinna farið í að vinda ofan af stórum samningum við íþróttafélög sem gerðir voru á árunum 2006-2007. Það er gert í samvinnu við íþróttafélögin með það að leiðarljósi að standa við fyrri skuldbindingar en draga verulega úr kostnaði. Það er sérkennilegt að á sama borgarstjórnarfundi greiðir minnihlutinn atkvæði með nýju samkomulagi við íþróttafélög eins og Fylki og Fjölni, en á móti samkomulagi við GR. Samningar við þessi félög voru allir samþykktir fyrir kosningar 2006. Samningurinn nú felur í sér að GR fellur frá fyrri áformum um framkvæmdir upp á 450 m.kr. en byggir upp á fjórum árum fyrir 230 m.kr. eða rúmlega 57 m.kr. á ári. Á móti skilar GR Reykjavíkurborg landi í Staðarhverfi, sem verður til framtíðar verðmætt byggingarland borgarinnar. Það getur verið mikilvægt að hafa sérstöðu í stjórnmálum þegar kemur að kosningum og það er greinilega það sem Samfylkingin og VG eru að reyna í þessu máli. En að velja mál sem þeirra eigin flokkar bera fulla ábyrgð á og klína því á þá sem sitja uppi með gjörninginn er vægast sagt ófyrirleitið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Eftir eins og hálfs árs gott samstarf meiri- og minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem unnið hefur verið eftir þverpólitískri aðgerðaáætlun, er nú kominn glímuskjálfti í mannskapinn og minnihlutinn hefur fundið ágreiningsefnið. Ágreiningurinn fyrir þessar kosningar skal vera með eða á móti golfvelli! Gott og vel, en málið snýst um efndir á samkomulagi milli Golfklúbbs Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar sem rekja má til vorsins 2006 þegar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þáverandi borgarstjóri Samfylkingarinnar, undirritaði skuldbindandi samninga við fjölmörg íþróttafélög upp á 2,2 milljarða króna, þar á meðal um stækkun golfvallar á Korpúlfsstöðum. Reykjavíkurborg, þ.e. meirihluti hvers tíma, þarf að standa við þær skuldbindingar sem áður hafa verið gerðar í nafni sveitarfélagsins. Í þessu tilviki á ábyrgð Samfylkingar, VG og Framsóknarflokks sem mynduðu Reykjavíkurlistann. Ég undrast þá afstöðu VG og Samfylkingarinnar að vilja ekki bera ábyrgð á samningum sem þeirra eigin stjórnmálaforingjar stóðu að. Í þessum meirihluta, sem myndaður var í ágúst 2008, hefur mikil vinna farið í að vinda ofan af stórum samningum við íþróttafélög sem gerðir voru á árunum 2006-2007. Það er gert í samvinnu við íþróttafélögin með það að leiðarljósi að standa við fyrri skuldbindingar en draga verulega úr kostnaði. Það er sérkennilegt að á sama borgarstjórnarfundi greiðir minnihlutinn atkvæði með nýju samkomulagi við íþróttafélög eins og Fylki og Fjölni, en á móti samkomulagi við GR. Samningar við þessi félög voru allir samþykktir fyrir kosningar 2006. Samningurinn nú felur í sér að GR fellur frá fyrri áformum um framkvæmdir upp á 450 m.kr. en byggir upp á fjórum árum fyrir 230 m.kr. eða rúmlega 57 m.kr. á ári. Á móti skilar GR Reykjavíkurborg landi í Staðarhverfi, sem verður til framtíðar verðmætt byggingarland borgarinnar. Það getur verið mikilvægt að hafa sérstöðu í stjórnmálum þegar kemur að kosningum og það er greinilega það sem Samfylkingin og VG eru að reyna í þessu máli. En að velja mál sem þeirra eigin flokkar bera fulla ábyrgð á og klína því á þá sem sitja uppi með gjörninginn er vægast sagt ófyrirleitið.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun