Umfjöllun: Sannfærandi Valsstúlkur í góðri stöðu Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 20. apríl 2010 21:01 Berglind Íris Hansdóttir, markvörður Vals. Valsstúlkur sigruðu Fram sannfærandi, 24-31, í öðrum leik liðanna í úrslitarimmu liðanna um íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna. Framstúlkur byrjuðu leikinn vel en eftir því sem leið á leikinn tóku gestirnir leikinn í sínar hendur og unnu sannfærandi sigur. Leikurinn fór vel af stað og baráttan mikil fyrstu minúturnar. Liðin byrjuðu samtaka og fylgdu hvort öðru en eftir tíu mínútna leik tóku heimastúlkur yfirhöndina í leiknum. Gestirnir í Val misstu tvo leikmenn útaf, Framstúlkur nýttu sér það, skoruðu fjögur mörk í röð og staðan þá 7-3. Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir, leikmaður Fram, varð fyrir því óláni að fá högg í andlitið eftir slagsmál á línunni en þar sem hún notar gleraugu meiddist hún eitthvað í andliti og yfirgaf völlinn. Valsstúlkur löguðu stöðuna fljótlega með frábærum kafla og jöfnuðu leikinn, 8-8, og komust svo yfir strax í kjölfarið. Þær héldu ferð sinni áfram, náðu fjögurra marka forystu og tóku leikinn í sínar hendur. Það var líkt og meiðsli Guðrúnar Þóru hefði áhrif á hinar Framstelpurnar því þær virtust ekki finna sig almennilega eftir að atvikið átti sér stað. Í sókninni voru þær með kærulaus skot sem að enduðu flest framhjá eða yfir. Íris Björk var að verja vel og hélt þeim inn í leiknum, varði mikilvægar vörslur og var með 11 skot varin í fyrrihálfleik. Gestirnir úr Val voru með forystuna er liðin gengu til búningsherbergja, staðan 11-13 í hálfleik. Framsstúlkur jöfnuðu leikinn strax eftir leikhlé með tveimur mörkum frá Stellu Sigurðardóttir. Gestirnir svöruðu strax og létu vita að þær vildu stjórna leiknum. Fljótlega var munurinn orðinn fimm mörk og gestirnir í góðri stöðu. Sigurinn var í raun aldrei í hættu það sem eftir lifði leiks fyrir Valsstúlkur. Þeir voru sterkar í vörninni og spiluðu fínan sóknarleik. Heimastúlkur voru stressaðar og virtust ekki standast álagið, gestirnir gengu á lagið og kláruðu leikinn sannfærandi með sjö marka sigri sem fyrr segir, 24-31. Valsstúlkur eru komnar 2-0 yfir í þessari rimmu og í ansi þægilegri stöðu fyrir þriðja leik liðanna sem fram fer í Vodafone-höllinni á föstudaginn kemur.Fram-Valur 24-31 (11-13)Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 8 (17), Karen Knútsdóttir 7/6 (14/7), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (4), Pavla Nevarilova 2 (2), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (9), Hafdís Hinriksdóttir 1 (1), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15/1 skot varin. Helga Vala Jónsdóttir 1 skot varið.Hraðaupphlaup: 3 (Karen, Stella, Hafdís) Fiskuð víti: 7 (Pavla 5, Hildur, Ásta) Utan vallar: 4 mín.Mörk Vals (skot): Hildigunnur Einarsdóttir 6 (10), Kristín Guðmundsdóttir 6 (8), Hrafnhildur Skúladóttir 5 (11/1), Rebekka Rut Skúladóttir 5 (6), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (4), Brynja Dögg Steinsen 2 (4/3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 13 skot varin.Hraðaupphlaup: 1 (Rebekka) Fiskuð víti: 4 ( Rebekka, Anna, Kristín, Íris) Utan vallar: 6 mínDómarar: Anton Pálsson og Hlynur Leifsson, góðir. Olís-deild kvenna Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Valsstúlkur sigruðu Fram sannfærandi, 24-31, í öðrum leik liðanna í úrslitarimmu liðanna um íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna. Framstúlkur byrjuðu leikinn vel en eftir því sem leið á leikinn tóku gestirnir leikinn í sínar hendur og unnu sannfærandi sigur. Leikurinn fór vel af stað og baráttan mikil fyrstu minúturnar. Liðin byrjuðu samtaka og fylgdu hvort öðru en eftir tíu mínútna leik tóku heimastúlkur yfirhöndina í leiknum. Gestirnir í Val misstu tvo leikmenn útaf, Framstúlkur nýttu sér það, skoruðu fjögur mörk í röð og staðan þá 7-3. Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir, leikmaður Fram, varð fyrir því óláni að fá högg í andlitið eftir slagsmál á línunni en þar sem hún notar gleraugu meiddist hún eitthvað í andliti og yfirgaf völlinn. Valsstúlkur löguðu stöðuna fljótlega með frábærum kafla og jöfnuðu leikinn, 8-8, og komust svo yfir strax í kjölfarið. Þær héldu ferð sinni áfram, náðu fjögurra marka forystu og tóku leikinn í sínar hendur. Það var líkt og meiðsli Guðrúnar Þóru hefði áhrif á hinar Framstelpurnar því þær virtust ekki finna sig almennilega eftir að atvikið átti sér stað. Í sókninni voru þær með kærulaus skot sem að enduðu flest framhjá eða yfir. Íris Björk var að verja vel og hélt þeim inn í leiknum, varði mikilvægar vörslur og var með 11 skot varin í fyrrihálfleik. Gestirnir úr Val voru með forystuna er liðin gengu til búningsherbergja, staðan 11-13 í hálfleik. Framsstúlkur jöfnuðu leikinn strax eftir leikhlé með tveimur mörkum frá Stellu Sigurðardóttir. Gestirnir svöruðu strax og létu vita að þær vildu stjórna leiknum. Fljótlega var munurinn orðinn fimm mörk og gestirnir í góðri stöðu. Sigurinn var í raun aldrei í hættu það sem eftir lifði leiks fyrir Valsstúlkur. Þeir voru sterkar í vörninni og spiluðu fínan sóknarleik. Heimastúlkur voru stressaðar og virtust ekki standast álagið, gestirnir gengu á lagið og kláruðu leikinn sannfærandi með sjö marka sigri sem fyrr segir, 24-31. Valsstúlkur eru komnar 2-0 yfir í þessari rimmu og í ansi þægilegri stöðu fyrir þriðja leik liðanna sem fram fer í Vodafone-höllinni á föstudaginn kemur.Fram-Valur 24-31 (11-13)Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 8 (17), Karen Knútsdóttir 7/6 (14/7), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (4), Pavla Nevarilova 2 (2), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (9), Hafdís Hinriksdóttir 1 (1), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15/1 skot varin. Helga Vala Jónsdóttir 1 skot varið.Hraðaupphlaup: 3 (Karen, Stella, Hafdís) Fiskuð víti: 7 (Pavla 5, Hildur, Ásta) Utan vallar: 4 mín.Mörk Vals (skot): Hildigunnur Einarsdóttir 6 (10), Kristín Guðmundsdóttir 6 (8), Hrafnhildur Skúladóttir 5 (11/1), Rebekka Rut Skúladóttir 5 (6), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (4), Brynja Dögg Steinsen 2 (4/3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 13 skot varin.Hraðaupphlaup: 1 (Rebekka) Fiskuð víti: 4 ( Rebekka, Anna, Kristín, Íris) Utan vallar: 6 mínDómarar: Anton Pálsson og Hlynur Leifsson, góðir.
Olís-deild kvenna Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira